Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Öskrað gegn óréttlæti

Hóp­ur kvenna safn­að­ist sam­an fyr­ir ut­an Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur um há­deg­is­bil í dag til að öskra gegn órétt­læti og með sam­stöðu fyr­ir þo­lend­um kyn­ferð­isof­beld­is

Öskrað gegn óréttlæti
Öskurmótmæli Það er kraftur í öskrinu segir Katrín Harðarsdóttir sem lagði leið sína á Lækjartorg til að taka þátt í öskurmótmælum gegn óréttlæti Mynd: Stundin

Boðað var til öskurmótmæla fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur um hádegi í dag. Öskrið beindist gegn óréttlæti á sama tíma og það var krafa um breytingar í kjölfar þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað síðastliðna daga  um kynferðisofbeldi og þolendur þess. 

„Við erum fokking reiðar og líka sárar og við krefjumst breytinga“
Magnea Björk Valdimarsdóttir
ein skipuleggjenda mótmælanna

Stundin fór á vettvang og hitti mótmælendur og þær konur sem stóðu á bakvið þau. 

Öskrað gegn óréttlæti

Magnea Björk Valdimarsdóttir, ein þeirra sem skipulögðu mótmælin sagðist hafa efnt til þeirra vegna þess að „önnur hver kona lendir í því á lífsleið sinni að vera áreitt kynferðislega eða nauðgað.“ ástæða þess að mótmælin áttu sér stað fyrir utan héraðsdóm segir hún vera að í mörgum tilvikum hafi „ofbeldismenn komist upp með verknaðinn“ og bætir við að „Það krefst mikils hugrekkis að leita réttar síns og það eru fæstir sem hafa sig í það, árið 2021 og það er svo absúrd. Við viljum að samfélagið sé allt með okkur í þessu, “ segir Magnea. 

Við krefjumst breytinga

Katrín Harðardóttir, einn mótmælenda, segir kraft í öskrinu þegar hún var spurð hver hugmyndafræðin væri á bak við það að öskra í mótmælaskyni við þetta tækifæri.  Magnea tekur undir með henni og bætir við að þær séu með öskrinu að veita öðrum rödd. „Við erum að veita öðrum rödd sem hafa ekki rödd. Þegar þú lendir í ofbeldi, þegar þú verður fyrir ofbeldisárás, eru tvö viðbrögð. Það er annars vegar að lamast eða að berjast fyrir lífi þínu,“ segir hún og segir öskrið vera öskur til samstöðu.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Magnea og Katrín koma saman og öskra gegn óréttlæti en þær segja frá því þegar að fjórar konur komu saman við Sólfarið og öskruðu saman. „Svona byrja litlar byltingar. Fjórar konur koma saman á miðvikudagskvöldið við Sólfarið og öskruðu á sjóinn,“ segir Magnea. Þaðan segir hún hugmyndina hafa sprottið að öskra saman fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur.

Skiptir máli að öll kynin taki þátt

Stundin ræddi við Heiðu Hafdísardóttur, einn mótmælanda sem sagðist hafa mætt vegna ofbeldis sem hún varð fyrir sem barn og til þess að sýna öðrum þolendum samstöðu. Aðspurð um það hvað þýðingu nýja Metoo bylgjan hefur fyrir henni segir Heiða að það sé gott að hún hafi átt sér stað. „Allt sem veldur því að við tölum saman, tökum samtalið, allt sem veldur því að við finnum fyrir meiri samstöðu er gott. Ég held að það skipti líka máli að það séu bæði kynin sem taki þátt í þessu í samstöðu,“ segir hún. 

„Ég held að það skipti líka máli að það séu bæði kynin sem taki þátt í þessu í samstöðu“
Heiða Hafdísardóttir
ein mótmælenda

Að mati Heiðu hefur samfélagið sent röng skilaboð til ungra drengja um það hvað þeir mega og hvað þeir mega ekki. „Skilaboðin þurfa að vera skýrari og kannski má taka inn í skólakerfið hjá þeim strax þegar þeir eru tíu eða tólf ára um það hvað sé óhætt að gera. Ég held að bæði kynin fari mjög ómeðvituð og illa áttuð inn í unglingsárin og það er þetta sem þarf að taka á held ég.“ 

Heiða hefur trú á því að bylgjan muni hafa áhrif. „Kannski ekki einhver stór áhrif en hver dropi skiptir máli, dropinn holar steininn, það er eins með þetta. Í hvert skipti sem við vekjum máls á óréttlæti að þá held ég og vona að það hafi alltaf einhver áhrif. Ég veit að þau fjara alltaf út en ég held að það verði alltaf eitthvað smá eftir.“       

  

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár