Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Veðurhamurinn á Austfjörðum leiddi til dauða mörg hundruð þúsund eldislaxa

Ofsa­veð­ur með ís­ingu og mikl­um straum­köst­um leiddi til stór­fellds laxa­dauða hjá lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu Löx­um í upp­hafi árs­ins. Laxa­dauð­inn var meiri í ár en á fyrstu þrem­ur mán­uð­um árs­ins í fyrra. Gísli Jóns­son hjá MAST seg­ir hins veg­ar að dauð­inn hafi ver­ið hlut­falls­lega meiri í fyrra en í ár.

Veðurhamurinn á Austfjörðum leiddi til dauða mörg hundruð þúsund eldislaxa
Laxadauðinn meiri en í fyrra Meiri laxadauði var hjá íslenskum laxeldisfyrirtækjum á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár en í fyrra. Gísli Jónsson hjá MAST segir hins vegar að dauðinn hafi verið hlutfallslega meiri í fyrra en nú vegna þess að 60 prósent fleiri eldislaxar voru í sjókvíum við landið.

Veðurhamurinn sem gekk yfir Austfirði í janúar á þessu ári leiddi til stórfellds laxadauða hjá laxeldinu Löxum í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Fuglanet í laxeldiskvíum frusu og lögðust inn í sjókvíarnar með þeim afleiðingum að íshrönglið á fuglanetunum skaðaði hreistur eldislaxana. Þetta olli roðsárum auk þess veðurofsinn kastaði löxunum utan í kvíarnar sem olli enn frekari sárum á fiskunum. 

Þetta kemur fram í Mælaborði um laxeldi, upplýsingaþjónustu sem Matvælastofnun Íslands opnaði nýlega á vefnum hjá sér, og svörum frá Gísla Jónssyni, yfirmanni smitsjúkdóma fiskeldis hjá Matvælastofnun (MAST).

Þegar sár myndast á hreistri eldislaxa eykst smit- og sýkingahætta til muna hjá eldislöxunum og ekki er hægt að nýta þá til manneldis. Sjávarkuldi eykur enn frekar líkur á roðsárum. Þetta leiðir til affalla fyrir eldisfyrirtækin. 

Afföllin meiri í árAfföll, laxadauði, hjá eldisfyrirtækjunum í landinu voru meiri á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár en á sama tíma í fyrra. Þau voru hins vegar hlutfallslega minni.

Nærri 800 þúsund dauðir laxar

Í heildina, á landinu öllu, var að ræða afföll upp á rúm 2.300 tonn á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár. Þetta er rúmlega 500 tonnum meira en laxadauðinn hjá laxeldisfyrirtækjum landsins á sama tíma í fyrra - 1.766 tonn -  þegar veðurofsi var mikill á Vestfjörðum og laxeldisfyrirtækið Arnarlax varð fyrir miklum laxadauða sem vakti alþjóðlega athygli.

Ef gengið er út frá því að meðalþyngd laxannaa sem drápust í ár hafi verið 3 kg var um að ræða 778 þúsund laxa sem drápust vegna veðurs í ár. Til samanburðar telur villti íslenski laxastofninn 85 þúsund laxa.

Því var um að ræð rúmlega 9 sinnum fleiri eldislaxa sem drápust á þessu tímabili en sem nemur íslenska laxastofninum. 

„Áður en hægt var að fjarlægja netin með hvössu íshröngli sökum veðurs hafði laxinn m.a. skaðað sig í yfirborðinu, auk þess sem hluti fisksins varð fyrir nuddi við nótina í straumköstunum.“
Gísli Jónsson

Gagnsæi eykst

Með mælaborðinu eykst gagnsæi í rekstri laxeldisfyrirtækja á Íslandi og geta í raun allir fylgst með gangi máli í þessum iðnaði. Mælaborðið var opnað þann 15. apríl síðastliðinn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra átti veg og vanda að opnun mælaborðsins samkvæmt tilkynningu frá ríkisstjórninni.  

Eins og Kristján Þór sagði þegar hann opnaði Mælaborð fiskeldis um miðjan mánuðinn: „Með Mælaborði fiskeldis eru allar helstu upplýsingar um stöðu fiskeldis í sjó og á landi orðnar aðgengilegar á einum stað til hagsbóta fyrir almenning og stjórnvöld. Þetta tímamótaskref að stjórnvöld eigi frumkvæði að birtingu þessara upplýsinga er í samræmi við þá stefnumörkun við breytingu á lögum um fiskeldi 2019 að auka gagnsæi í starfsemi greinarinnar. Þessi birting tryggir um leið heildstæðari yfirsýn yfir stöðu og þróun greinarinnar, sem er mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi.“

Meira gagnsæiKristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir að tilgangur Mælaborðs fiskeldis sé að auka gagnsæi í greininni.

Hlutfallslega minni laxadauði í ár en fyrra

Í svörum frá Gísla Jónssyni kemur hins vegar fram að þó að laxadauðinn hafi í heildina verið meiri í ár en í fyrra þá voru fleir eldislaxar í sjókvíum á Íslandi nú í ár en á sama tíma í fyrra. Þannig var laxadauðinn hlutfallslega minni í ár segir Gísli: „Það ber fyrst að nefna að lífmassi í sjó var mun minni í byrjun árs 2020 samanborið við byrjun þessa árs. Í byrjun árs 2021 var yfir 60% meiri lífmassi í sjókvíum hér við land miðað við byrjun árs 2020. Að teknu tilliti til þessara stærða voru afföll talsvert minni fyrstu 3 mánuði ársins í ár samanborið við 2020, eða sem samsvarar um 30% minni afföll.“

Gísli skýrir afföllin í ár og í fyrra með eftirfarandi hætti: „Skýringuna á þessum afföllum í sjó fyrsta ársfjórðung beggja þessara ára (hörðustu vetrarmánuðirnir) er að finna í óbilgjarnri náttúru þar sem ofsaveður voru í aðalhlutverki. Í byrjun árs 2020 urðu Vestfirðir illa úti, og þá sérstaklega sjókvíaeldissvæðið í Hringsdal í Arnarfirði. Á þessu ári var svo komið að Austfjörðum þar sem fárviðri ollu búsifjum, ekki síst í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Í einni stormlægðinni, og þeirri verstu, (9.-10. janúar sl.) sökk m.a. stór og öflugur fóðurprammi við Gripalda í Reyðarfirði eins og mönnum er enn í fersku minni.“

Hann undirstrikar jafnframt að engir alvarlegir fiskisjúkdómar hafi komið upp í ár og lýsir svo ástæðum laxadauðans á Austfjörðum á fyrstu mánuðum ársins: „Þess ber einnig að geta að alvarlegir smitsjúkdómar hafa hvergi komið upp á þessum svæðum. Samfara þessum stormlægðum hefur m.a. fylgt ísing sem ekki hefur hjálpað til. Gríðarleg ísing í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði í janúar sl. varð til þess að fuglanet lögðust niður á yfirborð kvíanna. Áður en hægt var að fjarlægja netin með hvössu íshröngli sökum veðurs hafði laxinn m.a. skaðað sig í yfirborðinu, auk þess sem hluti fisksins varð fyrir nuddi við nótina í straumköstunum. Slík særindi leiða til roðsára og affalla.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu