Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Veðurhamurinn á Austfjörðum leiddi til dauða mörg hundruð þúsund eldislaxa

Ofsa­veð­ur með ís­ingu og mikl­um straum­köst­um leiddi til stór­fellds laxa­dauða hjá lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu Löx­um í upp­hafi árs­ins. Laxa­dauð­inn var meiri í ár en á fyrstu þrem­ur mán­uð­um árs­ins í fyrra. Gísli Jóns­son hjá MAST seg­ir hins veg­ar að dauð­inn hafi ver­ið hlut­falls­lega meiri í fyrra en í ár.

Veðurhamurinn á Austfjörðum leiddi til dauða mörg hundruð þúsund eldislaxa
Laxadauðinn meiri en í fyrra Meiri laxadauði var hjá íslenskum laxeldisfyrirtækjum á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár en í fyrra. Gísli Jónsson hjá MAST segir hins vegar að dauðinn hafi verið hlutfallslega meiri í fyrra en nú vegna þess að 60 prósent fleiri eldislaxar voru í sjókvíum við landið.

Veðurhamurinn sem gekk yfir Austfirði í janúar á þessu ári leiddi til stórfellds laxadauða hjá laxeldinu Löxum í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Fuglanet í laxeldiskvíum frusu og lögðust inn í sjókvíarnar með þeim afleiðingum að íshrönglið á fuglanetunum skaðaði hreistur eldislaxana. Þetta olli roðsárum auk þess veðurofsinn kastaði löxunum utan í kvíarnar sem olli enn frekari sárum á fiskunum. 

Þetta kemur fram í Mælaborði um laxeldi, upplýsingaþjónustu sem Matvælastofnun Íslands opnaði nýlega á vefnum hjá sér, og svörum frá Gísla Jónssyni, yfirmanni smitsjúkdóma fiskeldis hjá Matvælastofnun (MAST).

Þegar sár myndast á hreistri eldislaxa eykst smit- og sýkingahætta til muna hjá eldislöxunum og ekki er hægt að nýta þá til manneldis. Sjávarkuldi eykur enn frekar líkur á roðsárum. Þetta leiðir til affalla fyrir eldisfyrirtækin. 

Afföllin meiri í árAfföll, laxadauði, hjá eldisfyrirtækjunum í landinu voru meiri á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár en á sama tíma í fyrra. Þau voru hins vegar hlutfallslega minni.

Nærri 800 þúsund dauðir laxar

Í heildina, á landinu öllu, var að ræða afföll upp á rúm 2.300 tonn á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár. Þetta er rúmlega 500 tonnum meira en laxadauðinn hjá laxeldisfyrirtækjum landsins á sama tíma í fyrra - 1.766 tonn -  þegar veðurofsi var mikill á Vestfjörðum og laxeldisfyrirtækið Arnarlax varð fyrir miklum laxadauða sem vakti alþjóðlega athygli.

Ef gengið er út frá því að meðalþyngd laxannaa sem drápust í ár hafi verið 3 kg var um að ræða 778 þúsund laxa sem drápust vegna veðurs í ár. Til samanburðar telur villti íslenski laxastofninn 85 þúsund laxa.

Því var um að ræð rúmlega 9 sinnum fleiri eldislaxa sem drápust á þessu tímabili en sem nemur íslenska laxastofninum. 

„Áður en hægt var að fjarlægja netin með hvössu íshröngli sökum veðurs hafði laxinn m.a. skaðað sig í yfirborðinu, auk þess sem hluti fisksins varð fyrir nuddi við nótina í straumköstunum.“
Gísli Jónsson

Gagnsæi eykst

Með mælaborðinu eykst gagnsæi í rekstri laxeldisfyrirtækja á Íslandi og geta í raun allir fylgst með gangi máli í þessum iðnaði. Mælaborðið var opnað þann 15. apríl síðastliðinn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra átti veg og vanda að opnun mælaborðsins samkvæmt tilkynningu frá ríkisstjórninni.  

Eins og Kristján Þór sagði þegar hann opnaði Mælaborð fiskeldis um miðjan mánuðinn: „Með Mælaborði fiskeldis eru allar helstu upplýsingar um stöðu fiskeldis í sjó og á landi orðnar aðgengilegar á einum stað til hagsbóta fyrir almenning og stjórnvöld. Þetta tímamótaskref að stjórnvöld eigi frumkvæði að birtingu þessara upplýsinga er í samræmi við þá stefnumörkun við breytingu á lögum um fiskeldi 2019 að auka gagnsæi í starfsemi greinarinnar. Þessi birting tryggir um leið heildstæðari yfirsýn yfir stöðu og þróun greinarinnar, sem er mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi.“

Meira gagnsæiKristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir að tilgangur Mælaborðs fiskeldis sé að auka gagnsæi í greininni.

Hlutfallslega minni laxadauði í ár en fyrra

Í svörum frá Gísla Jónssyni kemur hins vegar fram að þó að laxadauðinn hafi í heildina verið meiri í ár en í fyrra þá voru fleir eldislaxar í sjókvíum á Íslandi nú í ár en á sama tíma í fyrra. Þannig var laxadauðinn hlutfallslega minni í ár segir Gísli: „Það ber fyrst að nefna að lífmassi í sjó var mun minni í byrjun árs 2020 samanborið við byrjun þessa árs. Í byrjun árs 2021 var yfir 60% meiri lífmassi í sjókvíum hér við land miðað við byrjun árs 2020. Að teknu tilliti til þessara stærða voru afföll talsvert minni fyrstu 3 mánuði ársins í ár samanborið við 2020, eða sem samsvarar um 30% minni afföll.“

Gísli skýrir afföllin í ár og í fyrra með eftirfarandi hætti: „Skýringuna á þessum afföllum í sjó fyrsta ársfjórðung beggja þessara ára (hörðustu vetrarmánuðirnir) er að finna í óbilgjarnri náttúru þar sem ofsaveður voru í aðalhlutverki. Í byrjun árs 2020 urðu Vestfirðir illa úti, og þá sérstaklega sjókvíaeldissvæðið í Hringsdal í Arnarfirði. Á þessu ári var svo komið að Austfjörðum þar sem fárviðri ollu búsifjum, ekki síst í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Í einni stormlægðinni, og þeirri verstu, (9.-10. janúar sl.) sökk m.a. stór og öflugur fóðurprammi við Gripalda í Reyðarfirði eins og mönnum er enn í fersku minni.“

Hann undirstrikar jafnframt að engir alvarlegir fiskisjúkdómar hafi komið upp í ár og lýsir svo ástæðum laxadauðans á Austfjörðum á fyrstu mánuðum ársins: „Þess ber einnig að geta að alvarlegir smitsjúkdómar hafa hvergi komið upp á þessum svæðum. Samfara þessum stormlægðum hefur m.a. fylgt ísing sem ekki hefur hjálpað til. Gríðarleg ísing í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði í janúar sl. varð til þess að fuglanet lögðust niður á yfirborð kvíanna. Áður en hægt var að fjarlægja netin með hvössu íshröngli sökum veðurs hafði laxinn m.a. skaðað sig í yfirborðinu, auk þess sem hluti fisksins varð fyrir nuddi við nótina í straumköstunum. Slík særindi leiða til roðsára og affalla.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
6
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár