Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gríðarlegt tap á rekstri Reykjavíkurborgar

Borg­in var rek­in með þriggja millj­arða króna tapi á síð­asta ári. Eig­in­fjár­hlut­fall er kom­ið nið­ur fyr­ir fimm­tíu pró­sent. Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn stærsti áhrifa­þátt­ur­inn.

Gríðarlegt tap á rekstri Reykjavíkurborgar
Langt frá áætlunum Covid-19 faraldurinn sneri öllum fjárhagsáætlunum borgarinnar á haus. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vonast til að hjólin fari brátt að snúast að nýju. Mynd: reykjavik.is

Gríðarlegur halli varð á rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári en rekstrarniðurstaða samstæðu borgarinnar var neikvæð um tæpa þrjá milljarða króna. Viðsnúningurinn á milli ára er verulegur en árið 2019 var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 11 milljarða króna. Eiginfjáhlutfall borgarinnar er þá komið niður fyrir 50 prósent, er nú 47,2 prósent.

Þetta kemur fram í ársreikningum borgarinnar sem lagður var fyrir borgarráð í dag og kemur til umræðu í borgarstjórn 4. maí næstkomandi. Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B- hluta borgarinnar var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun hafði verið gert fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa 12 milljarða króna. Rekstrarniðurstaða A-hluta borgarsjóðs var neikvæð um ríflega 5,8 milljarða króna en gert hafði verið ráð fyrir að niðurstaðan yrði jákvæð um 1,5 milljarða króna.

Skýringa á þessu er að leita í Covid-19 faraldrinum, einkum verulega lægri skatttekna en ráð var gert fyrir, alls 2,7 milljörðum króna lægri. Þá urðu tekjur af sölu byggingaréttar 3,2 milljörðum lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Launakostnaður var 1,7 milljörðum króna hærri en ráð hafði verið gert fyrir og annar rekstrarkostnaður var 1,2 milljörðum króna yfir áætlun.

Þá hefur orðið mikill tekjusamdráttur hjá stofnunum og fyrirtækjum borgarinnar, sem leiðir af sér verri niðurstöðu B-hluta borgarsjóðs. Mikill samdráttur varð í tekjum Strætó, Faxaflóahafna og Sorpu til að mynda. Þá hefur veiking krónu haft veruleg áhrif á erlend lán Orkuveitu Reykjavíkur. Rekstrarniðurstaða B-hluta varð jákvæð um 12,5 milljarða króna fyrir fjármagnsliði. Það er 11,3 milljarða króna lakari niðurstaða en áætlað hafði verið.

Heildareignir samstæðunnar námu í árslok 2020 730 milljörðum króna. Heildarskuldir voru 386 milljarðar króna og eigið fé tæpar 345 milljarðar króna.

Í tilkynningu frá borginni segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að hafin sé öflug viðspyrna til að mæta samdrættinum, hið svonefnda Græna plan. „Borgin stendur sem betur fer vel að vígi til að glíma við efnahagskreppuna en óvissan er engu að síður töluverð. Við sjáum nú vonandi fram á bjartari tíma og að hjólin fari að snúast af fullum krafti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu