Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Gríðarlegt tap á rekstri Reykjavíkurborgar

Borg­in var rek­in með þriggja millj­arða króna tapi á síð­asta ári. Eig­in­fjár­hlut­fall er kom­ið nið­ur fyr­ir fimm­tíu pró­sent. Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn stærsti áhrifa­þátt­ur­inn.

Gríðarlegt tap á rekstri Reykjavíkurborgar
Langt frá áætlunum Covid-19 faraldurinn sneri öllum fjárhagsáætlunum borgarinnar á haus. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vonast til að hjólin fari brátt að snúast að nýju. Mynd: reykjavik.is

Gríðarlegur halli varð á rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári en rekstrarniðurstaða samstæðu borgarinnar var neikvæð um tæpa þrjá milljarða króna. Viðsnúningurinn á milli ára er verulegur en árið 2019 var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 11 milljarða króna. Eiginfjáhlutfall borgarinnar er þá komið niður fyrir 50 prósent, er nú 47,2 prósent.

Þetta kemur fram í ársreikningum borgarinnar sem lagður var fyrir borgarráð í dag og kemur til umræðu í borgarstjórn 4. maí næstkomandi. Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B- hluta borgarinnar var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun hafði verið gert fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa 12 milljarða króna. Rekstrarniðurstaða A-hluta borgarsjóðs var neikvæð um ríflega 5,8 milljarða króna en gert hafði verið ráð fyrir að niðurstaðan yrði jákvæð um 1,5 milljarða króna.

Skýringa á þessu er að leita í Covid-19 faraldrinum, einkum verulega lægri skatttekna en ráð var gert fyrir, alls 2,7 milljörðum króna lægri. Þá urðu tekjur af sölu byggingaréttar 3,2 milljörðum lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Launakostnaður var 1,7 milljörðum króna hærri en ráð hafði verið gert fyrir og annar rekstrarkostnaður var 1,2 milljörðum króna yfir áætlun.

Þá hefur orðið mikill tekjusamdráttur hjá stofnunum og fyrirtækjum borgarinnar, sem leiðir af sér verri niðurstöðu B-hluta borgarsjóðs. Mikill samdráttur varð í tekjum Strætó, Faxaflóahafna og Sorpu til að mynda. Þá hefur veiking krónu haft veruleg áhrif á erlend lán Orkuveitu Reykjavíkur. Rekstrarniðurstaða B-hluta varð jákvæð um 12,5 milljarða króna fyrir fjármagnsliði. Það er 11,3 milljarða króna lakari niðurstaða en áætlað hafði verið.

Heildareignir samstæðunnar námu í árslok 2020 730 milljörðum króna. Heildarskuldir voru 386 milljarðar króna og eigið fé tæpar 345 milljarðar króna.

Í tilkynningu frá borginni segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að hafin sé öflug viðspyrna til að mæta samdrættinum, hið svonefnda Græna plan. „Borgin stendur sem betur fer vel að vígi til að glíma við efnahagskreppuna en óvissan er engu að síður töluverð. Við sjáum nú vonandi fram á bjartari tíma og að hjólin fari að snúast af fullum krafti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu