Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gríðarlegt tap á rekstri Reykjavíkurborgar

Borg­in var rek­in með þriggja millj­arða króna tapi á síð­asta ári. Eig­in­fjár­hlut­fall er kom­ið nið­ur fyr­ir fimm­tíu pró­sent. Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn stærsti áhrifa­þátt­ur­inn.

Gríðarlegt tap á rekstri Reykjavíkurborgar
Langt frá áætlunum Covid-19 faraldurinn sneri öllum fjárhagsáætlunum borgarinnar á haus. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vonast til að hjólin fari brátt að snúast að nýju. Mynd: reykjavik.is

Gríðarlegur halli varð á rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári en rekstrarniðurstaða samstæðu borgarinnar var neikvæð um tæpa þrjá milljarða króna. Viðsnúningurinn á milli ára er verulegur en árið 2019 var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 11 milljarða króna. Eiginfjáhlutfall borgarinnar er þá komið niður fyrir 50 prósent, er nú 47,2 prósent.

Þetta kemur fram í ársreikningum borgarinnar sem lagður var fyrir borgarráð í dag og kemur til umræðu í borgarstjórn 4. maí næstkomandi. Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B- hluta borgarinnar var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun hafði verið gert fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa 12 milljarða króna. Rekstrarniðurstaða A-hluta borgarsjóðs var neikvæð um ríflega 5,8 milljarða króna en gert hafði verið ráð fyrir að niðurstaðan yrði jákvæð um 1,5 milljarða króna.

Skýringa á þessu er að leita í Covid-19 faraldrinum, einkum verulega lægri skatttekna en ráð var gert fyrir, alls 2,7 milljörðum króna lægri. Þá urðu tekjur af sölu byggingaréttar 3,2 milljörðum lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Launakostnaður var 1,7 milljörðum króna hærri en ráð hafði verið gert fyrir og annar rekstrarkostnaður var 1,2 milljörðum króna yfir áætlun.

Þá hefur orðið mikill tekjusamdráttur hjá stofnunum og fyrirtækjum borgarinnar, sem leiðir af sér verri niðurstöðu B-hluta borgarsjóðs. Mikill samdráttur varð í tekjum Strætó, Faxaflóahafna og Sorpu til að mynda. Þá hefur veiking krónu haft veruleg áhrif á erlend lán Orkuveitu Reykjavíkur. Rekstrarniðurstaða B-hluta varð jákvæð um 12,5 milljarða króna fyrir fjármagnsliði. Það er 11,3 milljarða króna lakari niðurstaða en áætlað hafði verið.

Heildareignir samstæðunnar námu í árslok 2020 730 milljörðum króna. Heildarskuldir voru 386 milljarðar króna og eigið fé tæpar 345 milljarðar króna.

Í tilkynningu frá borginni segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að hafin sé öflug viðspyrna til að mæta samdrættinum, hið svonefnda Græna plan. „Borgin stendur sem betur fer vel að vígi til að glíma við efnahagskreppuna en óvissan er engu að síður töluverð. Við sjáum nú vonandi fram á bjartari tíma og að hjólin fari að snúast af fullum krafti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár