Covid-19 faraldurinn hefur kostað ríkissjóð á bilinu 300 til 400 milljarða, að sögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, sem svaraði fyrirspurn Jóns Þórs Ólafssonar, þingmanns Pírata, á Alþingi. „Faraldurinn hefur kostað um það bil 200 milljarða í beinum aðgerðum og líklega annað eins í óbeinum aðgerðum.“
Hvað kostar faraldurinn í peningum?
„Við vitum hvað það kostar í lífum að fá bylgju yfir okkur (...) við vitum hvað þetta kostar í skertum réttindum. Þegar bylgja fer upp þá þarf að herða á sóttvörnum innanlands. Það sem mig langar að biðja hæstvirtan efnahags- og fjármálaráðherra er að svara hvað þetta kostar í peningum (...) Það er sumir sem heyra best þegar hlutirnir eru settir upp í peningum,“ sagði Jón Þór en fyrirspurn sína byrjaði hann á því að nefna hvað væri á vogarskálunum, hertar sóttvarnir á landamærunum eða hertar sóttvarnir innanlands og hver kostnaðurinn væri við þær leiðir sem ríkisstjórnin hefur valið hingað til. …
Athugasemdir