Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samþykktu lög um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi

Á fimmta tím­an­um sam­þykkti Al­þingi lög sem gefa heil­brigð­is­ráð­herra heim­ilt til að skylda ferða­menn frá háá­hættu­svæð­um í sótt­kví eða ein­angr­un í sótt­varn­ar­húsi.

Samþykktu lög um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi
Svandís Svavarsdóttir Ráðherra fær frekari heimildir í lögum til að skikka ferðamenn í sóttkví. Mynd: b'Bragi \xc3\x9e\xc3\xb3r J\xc3\xb3sefsson'

Alþingi fundaði langt fram á nótt til þess að ræða fjölda mála, meðal annars frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og för yfir landamæri. Frumvarpið var samþykkt á fimmta tímanum og gefur ráðherra heimild til að skylda ferðamenn frá hááhættusvæðum í sóttkví eða einangrun í sóttvarnarhúsi.

Þingmenn stjórnarmeirihlutans studdu frumvarpið, en flestir aðrir þingmenn sátu hjá. Tveir kusu á móti, Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata.

Með lögunum fær heilbrigðisráðherra heimild til þess, að fenginni tillögu sóttvarnalæknis, að skylda ferðamann sem kemur frá eða hefur dvalið á hááhættusvæði, eða svæði sem fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um, að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi. Sóttvarnalækni er heimilt að veita undanþágu frá þessari skyldu sýni ferðamaður með fullnægjandi hætti fram á að hann muni uppfylla öll skilyrði sóttkvíar eða einangrunar í húsnæði á eigin vegum.

Ferðamenn þurfa að óska undanþágu tveimur sólarhringum fyrir komu þeirra til landsins. Þá skal ráðherra skilgreina hááhættusvæði í reglugerð, að tillögu sóttvarnarlæknis, birta listann og endurskoða hann á tveggja vikna fresti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár