Trump skiltið í Mörkinni vísar nú á Kommúnistaávarpið

Frægt skilti at­hafna­manns­ins Við­ars Guðjohnsen sem hvatti veg­far­end­ur til að lesa Morg­un­blað­ið aug­lýs­ir nú leigu­íbúð­ir með mis­vís­andi heima­síðu.

Trump skiltið í Mörkinni vísar nú á Kommúnistaávarpið
Skilti Viðars Slóðin á skiltinu veitir ekki upplýsingar um leiguíbúðir, heldur um stéttabaráttu. Mynd: Davíð Þór

Skilti leigusalans og Sjálfstæðismannsins Viðars Guðjohnsen við Mörkina í Reykjavík hefur vakið athygli vegfarenda og netverja á undanförnum árum. Á því hafa staðið pólitísk skilaboð frá eiganda þess, en hann hefur nú breytt textanum á því og auglýsir leiguíbúðir sínar í húsinu við Mörkina 8.

Þegar lénið Mörkin8.is sem nú er gefið upp á skiltinu er slegið inn í vafra birtist hins vegar síða með textanum úr Kommúnistaávarpinu eftir Karl Marx og Friedrich Engels.

Svo virðist sem lénið Morkin8.is, með sérhljóðanum o, hafi verið skráð hjá ISNIC á jóladag í fyrra, en engin síða hefur þó verið sett upp á þeirri slóð. Lénið Mörkin8.is, með sérhljóðanum ö, var hins vegar skráð síðastliðinn sunnudag og sendir lesendur áfram á áðurnefndan byltingartexta. Má því draga þá ályktun að um hrekk sé að ræða og að einhver hafi viljað sýna hugsanlegum leigjendum hins hægrisinnaða Viðars grunntexta kommúnismans.

Davíð Oddsson með „alsjáandi auga“

Skiltið hefur verið nokkuð í fréttum undanfarin ár, en á því hafa staðið pólitísk skilaboð frá Viðari, meðal annars „Nei ESB“, „Nei Schengen“, „Áfram Trump“ og „Lesið Moggann Reykjavíkurbréf“. Er þar vísað í nafnlausa ritstjórnarpistla Morgunblaðsins sem eru á ábyrgð ritstjóra blaðsins, Haraldar Johannessen og Davíðs Oddssonar.

„Við erum að finna svo góðar útskýringar á hinu og þessu hjá okkar ástkæra Davíð Oddssyni, sem er náttúrlega mikill reynslubolti í lífinu og veit líka hvað er að gerast alls staðar í heiminum. Hann er með alsjáandi auga,“ sagði hann um skiltið við Fréttablaðið.

Viðar GuðjohnsenLeigusalinn bauð sig fram í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 2018.

Reglulega hafa verið unnin skemmdarverk á skiltinu frá því Viðar setti það upp fyrir nokkrum árum. Var meðal annars textanum breytt í „Áfram Dump“ og einnig krotað „ACAB“ sem er skammstöfun fyrir „All cops are bastards“ eða „Allar löggur eru skíthælar“.

Baráttan beinist gegn femínistum

Viðar sjálfur hefur kennt sig við „harðlínu hægri“ og bauð sig fram í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 2018, en hafði ekki erindi sem erfiði. Viðar hefur talað fyrir því að heimilislaust fólk og fíkniefnaneytendur, einkum af erlendu bergi brotnu, séu látnir mæta örlögum sínum án þess að fá hjálp. Þá hefur hann talað fyrir varðstöðu um „lífsrými“ Íslendinga, en orðið lífsrými samsvarar þýska hugtakinu Lebensraum sem skipar veigamikinn sess í orðræðu og hugmyndafræði nasista.

Hefur Viðar sagt baráttu sína beinast gegn femínistum „sem eru eins og mafíusamtök og eru með sósíalíska hugmyndafræði á bak við sig því þeir vilja láta stofnanir ala upp börn sín,“ eins og hann sagði í viðtali við Vísi. Hlutverk kvenna í þjóðfélaginu hefur verið honum hugleikið og hefur hann sagt að konur nenni ekki að ala upp börnin sín og eftirláti tölvum og símum það verkefni. Í aðdraganda leiðtogaprófkjörsins spurði hann eina kvenkyns mótframbjóðanda sinn: „Ætlar þú að hlýða mér, ef ég verð forystumaðurinn og vera undir mér og hlýða mér?“

„Væri ekki betra ef hann ætti fullt af börnum?“

Þá hefur Viðar óhefðbundnar hugmyndir um fjölskylduformið og einhvers konar kynbótastefnu. „Af hverju er svona æðislegt að þjóna hommum og lesbíum?“ sagði hann í útvarpsþættinum Harmageddon. „Það á auðvitað að leyfa fjölkvæni hér á landi. Sjáið til dæmis Gylfa Þór Sigurðsson [knattspyrnumann]. Hann er hraustur og á nóg af peningum. Væri ekki betra ef hann ætti fullt af börnum?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár