Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Trump skiltið í Mörkinni vísar nú á Kommúnistaávarpið

Frægt skilti at­hafna­manns­ins Við­ars Guðjohnsen sem hvatti veg­far­end­ur til að lesa Morg­un­blað­ið aug­lýs­ir nú leigu­íbúð­ir með mis­vís­andi heima­síðu.

Trump skiltið í Mörkinni vísar nú á Kommúnistaávarpið
Skilti Viðars Slóðin á skiltinu veitir ekki upplýsingar um leiguíbúðir, heldur um stéttabaráttu. Mynd: Davíð Þór

Skilti leigusalans og Sjálfstæðismannsins Viðars Guðjohnsen við Mörkina í Reykjavík hefur vakið athygli vegfarenda og netverja á undanförnum árum. Á því hafa staðið pólitísk skilaboð frá eiganda þess, en hann hefur nú breytt textanum á því og auglýsir leiguíbúðir sínar í húsinu við Mörkina 8.

Þegar lénið Mörkin8.is sem nú er gefið upp á skiltinu er slegið inn í vafra birtist hins vegar síða með textanum úr Kommúnistaávarpinu eftir Karl Marx og Friedrich Engels.

Svo virðist sem lénið Morkin8.is, með sérhljóðanum o, hafi verið skráð hjá ISNIC á jóladag í fyrra, en engin síða hefur þó verið sett upp á þeirri slóð. Lénið Mörkin8.is, með sérhljóðanum ö, var hins vegar skráð síðastliðinn sunnudag og sendir lesendur áfram á áðurnefndan byltingartexta. Má því draga þá ályktun að um hrekk sé að ræða og að einhver hafi viljað sýna hugsanlegum leigjendum hins hægrisinnaða Viðars grunntexta kommúnismans.

Davíð Oddsson með „alsjáandi auga“

Skiltið hefur verið nokkuð í fréttum undanfarin ár, en á því hafa staðið pólitísk skilaboð frá Viðari, meðal annars „Nei ESB“, „Nei Schengen“, „Áfram Trump“ og „Lesið Moggann Reykjavíkurbréf“. Er þar vísað í nafnlausa ritstjórnarpistla Morgunblaðsins sem eru á ábyrgð ritstjóra blaðsins, Haraldar Johannessen og Davíðs Oddssonar.

„Við erum að finna svo góðar útskýringar á hinu og þessu hjá okkar ástkæra Davíð Oddssyni, sem er náttúrlega mikill reynslubolti í lífinu og veit líka hvað er að gerast alls staðar í heiminum. Hann er með alsjáandi auga,“ sagði hann um skiltið við Fréttablaðið.

Viðar GuðjohnsenLeigusalinn bauð sig fram í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 2018.

Reglulega hafa verið unnin skemmdarverk á skiltinu frá því Viðar setti það upp fyrir nokkrum árum. Var meðal annars textanum breytt í „Áfram Dump“ og einnig krotað „ACAB“ sem er skammstöfun fyrir „All cops are bastards“ eða „Allar löggur eru skíthælar“.

Baráttan beinist gegn femínistum

Viðar sjálfur hefur kennt sig við „harðlínu hægri“ og bauð sig fram í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 2018, en hafði ekki erindi sem erfiði. Viðar hefur talað fyrir því að heimilislaust fólk og fíkniefnaneytendur, einkum af erlendu bergi brotnu, séu látnir mæta örlögum sínum án þess að fá hjálp. Þá hefur hann talað fyrir varðstöðu um „lífsrými“ Íslendinga, en orðið lífsrými samsvarar þýska hugtakinu Lebensraum sem skipar veigamikinn sess í orðræðu og hugmyndafræði nasista.

Hefur Viðar sagt baráttu sína beinast gegn femínistum „sem eru eins og mafíusamtök og eru með sósíalíska hugmyndafræði á bak við sig því þeir vilja láta stofnanir ala upp börn sín,“ eins og hann sagði í viðtali við Vísi. Hlutverk kvenna í þjóðfélaginu hefur verið honum hugleikið og hefur hann sagt að konur nenni ekki að ala upp börnin sín og eftirláti tölvum og símum það verkefni. Í aðdraganda leiðtogaprófkjörsins spurði hann eina kvenkyns mótframbjóðanda sinn: „Ætlar þú að hlýða mér, ef ég verð forystumaðurinn og vera undir mér og hlýða mér?“

„Væri ekki betra ef hann ætti fullt af börnum?“

Þá hefur Viðar óhefðbundnar hugmyndir um fjölskylduformið og einhvers konar kynbótastefnu. „Af hverju er svona æðislegt að þjóna hommum og lesbíum?“ sagði hann í útvarpsþættinum Harmageddon. „Það á auðvitað að leyfa fjölkvæni hér á landi. Sjáið til dæmis Gylfa Þór Sigurðsson [knattspyrnumann]. Hann er hraustur og á nóg af peningum. Væri ekki betra ef hann ætti fullt af börnum?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
3
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár