Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Trump skiltið í Mörkinni vísar nú á Kommúnistaávarpið

Frægt skilti at­hafna­manns­ins Við­ars Guðjohnsen sem hvatti veg­far­end­ur til að lesa Morg­un­blað­ið aug­lýs­ir nú leigu­íbúð­ir með mis­vís­andi heima­síðu.

Trump skiltið í Mörkinni vísar nú á Kommúnistaávarpið
Skilti Viðars Slóðin á skiltinu veitir ekki upplýsingar um leiguíbúðir, heldur um stéttabaráttu. Mynd: Davíð Þór

Skilti leigusalans og Sjálfstæðismannsins Viðars Guðjohnsen við Mörkina í Reykjavík hefur vakið athygli vegfarenda og netverja á undanförnum árum. Á því hafa staðið pólitísk skilaboð frá eiganda þess, en hann hefur nú breytt textanum á því og auglýsir leiguíbúðir sínar í húsinu við Mörkina 8.

Þegar lénið Mörkin8.is sem nú er gefið upp á skiltinu er slegið inn í vafra birtist hins vegar síða með textanum úr Kommúnistaávarpinu eftir Karl Marx og Friedrich Engels.

Svo virðist sem lénið Morkin8.is, með sérhljóðanum o, hafi verið skráð hjá ISNIC á jóladag í fyrra, en engin síða hefur þó verið sett upp á þeirri slóð. Lénið Mörkin8.is, með sérhljóðanum ö, var hins vegar skráð síðastliðinn sunnudag og sendir lesendur áfram á áðurnefndan byltingartexta. Má því draga þá ályktun að um hrekk sé að ræða og að einhver hafi viljað sýna hugsanlegum leigjendum hins hægrisinnaða Viðars grunntexta kommúnismans.

Davíð Oddsson með „alsjáandi auga“

Skiltið hefur verið nokkuð í fréttum undanfarin ár, en á því hafa staðið pólitísk skilaboð frá Viðari, meðal annars „Nei ESB“, „Nei Schengen“, „Áfram Trump“ og „Lesið Moggann Reykjavíkurbréf“. Er þar vísað í nafnlausa ritstjórnarpistla Morgunblaðsins sem eru á ábyrgð ritstjóra blaðsins, Haraldar Johannessen og Davíðs Oddssonar.

„Við erum að finna svo góðar útskýringar á hinu og þessu hjá okkar ástkæra Davíð Oddssyni, sem er náttúrlega mikill reynslubolti í lífinu og veit líka hvað er að gerast alls staðar í heiminum. Hann er með alsjáandi auga,“ sagði hann um skiltið við Fréttablaðið.

Viðar GuðjohnsenLeigusalinn bauð sig fram í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 2018.

Reglulega hafa verið unnin skemmdarverk á skiltinu frá því Viðar setti það upp fyrir nokkrum árum. Var meðal annars textanum breytt í „Áfram Dump“ og einnig krotað „ACAB“ sem er skammstöfun fyrir „All cops are bastards“ eða „Allar löggur eru skíthælar“.

Baráttan beinist gegn femínistum

Viðar sjálfur hefur kennt sig við „harðlínu hægri“ og bauð sig fram í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 2018, en hafði ekki erindi sem erfiði. Viðar hefur talað fyrir því að heimilislaust fólk og fíkniefnaneytendur, einkum af erlendu bergi brotnu, séu látnir mæta örlögum sínum án þess að fá hjálp. Þá hefur hann talað fyrir varðstöðu um „lífsrými“ Íslendinga, en orðið lífsrými samsvarar þýska hugtakinu Lebensraum sem skipar veigamikinn sess í orðræðu og hugmyndafræði nasista.

Hefur Viðar sagt baráttu sína beinast gegn femínistum „sem eru eins og mafíusamtök og eru með sósíalíska hugmyndafræði á bak við sig því þeir vilja láta stofnanir ala upp börn sín,“ eins og hann sagði í viðtali við Vísi. Hlutverk kvenna í þjóðfélaginu hefur verið honum hugleikið og hefur hann sagt að konur nenni ekki að ala upp börnin sín og eftirláti tölvum og símum það verkefni. Í aðdraganda leiðtogaprófkjörsins spurði hann eina kvenkyns mótframbjóðanda sinn: „Ætlar þú að hlýða mér, ef ég verð forystumaðurinn og vera undir mér og hlýða mér?“

„Væri ekki betra ef hann ætti fullt af börnum?“

Þá hefur Viðar óhefðbundnar hugmyndir um fjölskylduformið og einhvers konar kynbótastefnu. „Af hverju er svona æðislegt að þjóna hommum og lesbíum?“ sagði hann í útvarpsþættinum Harmageddon. „Það á auðvitað að leyfa fjölkvæni hér á landi. Sjáið til dæmis Gylfa Þór Sigurðsson [knattspyrnumann]. Hann er hraustur og á nóg af peningum. Væri ekki betra ef hann ætti fullt af börnum?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
1
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
2
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár