Hreyfimyndahátíðin fer af stað í Reykjavík á morgun, laugardaginn 10. apríl, og stendur yfir í viku. Myndbandsverkum verður varpað víðsvegar um miðborgina þessa daga og kennir þar ýmissa grasa.
Eitt myndverkanna á sérstaklega við samtímann, en það var tekið um miðja síðustu öld og sýnir frá börnum í grunnskóla fara í röðum í ljós og bólusetningu og Reykvíkinga í sundi, sem borgarbúum er þessa dagana óheimilt sjálfum að gera vegna samkomutakmarkana.
Staðirnir þar sem hægt verður að berja verkin augum eru Bíó Paradís, Ráðhúsið, Héraðsdómur, Vatnsstígur, Mengi, Tjarnarbíó og Lækjargata.
Athugasemdir