Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ráku hendurnar ofan í sprunguna sem síðan gaus upp úr

Mæðg­urn­ar Ásta Þor­leifs­dótt­ir og Lilja Stein­unn Jóns­dótt­ir stóðu of­an í sprung­unni sem byrj­aði að gjósa upp úr í nótt að­eins sól­ar­hring fyrr. Þær segja að jarð­fræði­mennt­un þeirra beggja hafi kom­ið að góð­um not­um þá en eft­ir upp­götv­un þeirra var svæð­ið rýmt.

Ráku hendurnar ofan í sprunguna sem síðan gaus upp úr
Sprungan greinileg Á myndinni sem Lilja Steinunn tók að kvöldi annars í páskum má greinilega sjá hvernig sprungan er að myndast.

Mæðgurnar Ásta Þorleifsdóttir og Lilja Steinunn Jónsdóttir uppgötvuðu gossprunguna sem tók að gjósa úr í nótt í Geldingadölum að kvöldi annars í páskum. Eftirtektarsemi þeirra varð til þess að svæðið var rýmt enda margt sem benti til að hugsanlega myndi fara að gjósa upp úr sprungunni. Rúmum sólarhring eftir að þær mæðgur gengu eftir sprungunni til að mæla hana og ráku hendina ofan í hana til að meta hitastig hófst gosið.

Þær mæðgur voru við gæslu á gosstöðvunum í Geldingadölum ásamt öðru björgunarsveitarfólki. Kalt var í veðri og töluverð snjókoma þegar þær komu á svæðið um klukkan sex í eftirmiðdaginn. Þegar leið á kvöldið og hætti að snjóa tók Lilja Steinunn eftir því að greinileg hreyfing hafði orðið á sprungu milli gígstöðvanna eftir að hætti að snjóa.  „Við tókum eftir því að þarna hafði myndast örlítill sigdalur og það var greinilegt að hann var bara að rifna, það hafði gerst örstuttu fyrr, því það var hægt að sjá í þurra mold í lægðinni. Það var ansi kalt þarna uppfrá, duttu næstum því af manni puttarnir þegar maður var að taka myndir, en þegar maður lagðist á hnén og stakk hendinni ofan í þá var alveg sæmilega notalegt hitastig þar, kannski tíu gráður,“ segir Ásta.

„Þegar maður lagðist á hnén og stakk hendinni ofan í þá var alveg sæmilega notalegt hitastig þar“
Ásta Þorleifsdóttir
Við gosstöðvarnar Þær mægður hafa farið all nokkrar ferðir á gosstöðvarnar, bæði saman og í sitt hvoru lagi.

Lilja Steinunn segir að augljósar breytingar hafi verið greinanlegar á landslaginu á um 150 metra kafla „Þetta var ein af ástæðunum fyrir því að ákveðið var að rýma svæðið, þessi uppgötvun. Sérsveitin var því fengin til þess og við björgunarsveitarfólk lokuðum svæðinu síðan. Í nótt sem leið opnaðist þarna síðan ný gossprunga, fyrst á hluta af sprungunni sem ég mældi og síðan klukkan hálf þrjú í nótt virðist hún hafa opnast til norðurs að gígunum sem opnuðust 5. apríl.“

Var örugg meðan snjórinn bráðnaði ekki

Spurð hvernig henni líði, svona eftir á, að hafa staðið ofan í sprungunni og stungið hendinni ofan í til að finna varmann aðeins sólarhring áður en upp fór að vella þar hraun segir Lilja að henni hafi ekki verið neitt brugðið við það. „Mér leið bara allt í lagi með það því ég sá að snjórinn var ennþá. Ég hefði hins vegar farið í að koma fólki mun hraðar af svæðinu ef snjórinn hefði farið að bráðna. Það er ákveðið öryggi í því að það sé snjór yfir svæðinu, það auðveldar að greina hugsanlegar breytingar á hitastigi. Við tókum samt ákvörðun um að rýma svæðið fyrr en seinna, og eftir á að hyggja var það hárrétt ákvörðun.“

Þurr mold í dældinniSjá má hvernig sigdæld hefur myndast og landið var að rifna hægt og rólega í sundur.

Það var í raun tilviljun að þær mæðgur ráku augun í sprunguna, segja þær. „Það sést á þessu að það er undanfari að gosinu, smávægilegar breytingar sem ekki mælast heldur sjást bara með berum augum. Maður horfði á þetta en hafði kannski ekki hugmyndaflug í að sólarhring síðar væri farið að gjósa upp úr sprungunni. Þetta segir okkur hvað þetta er kvikt svæði og kannski fólk skilji nú að þegar ákveðið er að rýma svæðið þá er það ekki að ástæðulausu, það er vegna þess að það eru vísbendingar um að eitthvað kunni að fara að gerast. Ef fólk sér einhverjar svona vísbendingar þá er allur varinn góður,“ segir Ásta.

„Þetta sýnir hvað það er mikilvægt að fólk sé meðvitað um umhverfi sitt á stað eins og þessum“
Lilja Steinunn Jónsdóttir

„Þetta sýnir hvað það er mikilvægt að fólk sé meðvitað um umhverfi sitt á stað eins og þessum,“ segir Lilja Steinunn. Hún lýsir því að þó flestir fari varlega á svæðinu hafi hún orðið vitni að óvarlegri hegðun fólks, eins og að standa undir hraunbrúninni og að fara ganga með börn mjög nálægt og inn í gosmökkinn sjálfan, sem sé stórhættulegt að gera.

Björgunarsveitir allt frá Vopnafirði hafa staðið vaktina

Þær mæðgur eru báðar í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og hafa verið þar saman í nokkur ár. Ofan á það er Ásta jarðfræðingur að mennt og hefur kennt jarðfræði og Lilja Steinunn er að klára BS-nám í jarðeðlisfræði og raunar byrjuð í mastersnámi einnig. Þær eru sammála um að það hjálpi að viðbragðsaðilar hafi þekkingu sem slíka, það hafi í það minnsta sannarlega hjálpað að kvöldi annars í páskum. Báðar hafa þær farið í nokkur skipti upp að gosstöðvunum, á eigin vegum, við björgunarsveitarstörf og þá hefur Ásta farið sem öryggisstjóri fyrir kvikmyndahóp sem var að vinna á svæðinu. Þær hafa því getað fylgst mjög vel með þróuninni á svæðinu. Þær mæðgur eiga von á því að fara í fleiri ferðir upp að gosstöðvunum, bæði á eigin vegum en einnig sem hluti af björgunarsveitunum. Það hafi enda verið mikil þörf á því að manna svæðið og með nýjustu vendingum megi búast við að svo verði áfram. „Það er ótrúlegur fjöldi björgunarsveitarfólks sem hefur komið að þessum störfum, það er áhugavert að sjá björgunarsveitir alla leið frá Vopnafirði mættar á svæðið,“ segir Ásta.

Gos í sprungunniÁ myndinni má sjá hvernig gossprungan hefur myndast í sigdældinni sem þær mægður tóku eftir.

Björgunarsveitir stikuðu gönguleið á kvikuganginum sunnan við gíginn í upphafi gossins og tjöld björgunarsveitanna voru sett niður mjög nálægt þeim stað sem síðan gaus upp úr. Spurðar hvort farið hafi verið óvarlega segja þær Ásta og Lilja Steinunn svo ekki hafa verið. „Ef vel er fylgst með aðstæðum og breytingum er þetta í lagi en það má svo sem segja að tjaldið hefði kannski mátt vera aðeins austar. En það var nú ekki vitað á þeim tíma sem það var sett niður.“

Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, sagði í samtali við Stundina í morgun að opið yrði fyrir almenning á svæðinu í dag. Til stóð að fara með björgunarsveitarfólk og jarðvísindamenn upp á svæðið nú í morgun til að meta aðstæður á svæðinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
6
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár