Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ráku hendurnar ofan í sprunguna sem síðan gaus upp úr

Mæðg­urn­ar Ásta Þor­leifs­dótt­ir og Lilja Stein­unn Jóns­dótt­ir stóðu of­an í sprung­unni sem byrj­aði að gjósa upp úr í nótt að­eins sól­ar­hring fyrr. Þær segja að jarð­fræði­mennt­un þeirra beggja hafi kom­ið að góð­um not­um þá en eft­ir upp­götv­un þeirra var svæð­ið rýmt.

Ráku hendurnar ofan í sprunguna sem síðan gaus upp úr
Sprungan greinileg Á myndinni sem Lilja Steinunn tók að kvöldi annars í páskum má greinilega sjá hvernig sprungan er að myndast.

Mæðgurnar Ásta Þorleifsdóttir og Lilja Steinunn Jónsdóttir uppgötvuðu gossprunguna sem tók að gjósa úr í nótt í Geldingadölum að kvöldi annars í páskum. Eftirtektarsemi þeirra varð til þess að svæðið var rýmt enda margt sem benti til að hugsanlega myndi fara að gjósa upp úr sprungunni. Rúmum sólarhring eftir að þær mæðgur gengu eftir sprungunni til að mæla hana og ráku hendina ofan í hana til að meta hitastig hófst gosið.

Þær mæðgur voru við gæslu á gosstöðvunum í Geldingadölum ásamt öðru björgunarsveitarfólki. Kalt var í veðri og töluverð snjókoma þegar þær komu á svæðið um klukkan sex í eftirmiðdaginn. Þegar leið á kvöldið og hætti að snjóa tók Lilja Steinunn eftir því að greinileg hreyfing hafði orðið á sprungu milli gígstöðvanna eftir að hætti að snjóa.  „Við tókum eftir því að þarna hafði myndast örlítill sigdalur og það var greinilegt að hann var bara að rifna, það hafði gerst örstuttu fyrr, því það var hægt að sjá í þurra mold í lægðinni. Það var ansi kalt þarna uppfrá, duttu næstum því af manni puttarnir þegar maður var að taka myndir, en þegar maður lagðist á hnén og stakk hendinni ofan í þá var alveg sæmilega notalegt hitastig þar, kannski tíu gráður,“ segir Ásta.

„Þegar maður lagðist á hnén og stakk hendinni ofan í þá var alveg sæmilega notalegt hitastig þar“
Ásta Þorleifsdóttir
Við gosstöðvarnar Þær mægður hafa farið all nokkrar ferðir á gosstöðvarnar, bæði saman og í sitt hvoru lagi.

Lilja Steinunn segir að augljósar breytingar hafi verið greinanlegar á landslaginu á um 150 metra kafla „Þetta var ein af ástæðunum fyrir því að ákveðið var að rýma svæðið, þessi uppgötvun. Sérsveitin var því fengin til þess og við björgunarsveitarfólk lokuðum svæðinu síðan. Í nótt sem leið opnaðist þarna síðan ný gossprunga, fyrst á hluta af sprungunni sem ég mældi og síðan klukkan hálf þrjú í nótt virðist hún hafa opnast til norðurs að gígunum sem opnuðust 5. apríl.“

Var örugg meðan snjórinn bráðnaði ekki

Spurð hvernig henni líði, svona eftir á, að hafa staðið ofan í sprungunni og stungið hendinni ofan í til að finna varmann aðeins sólarhring áður en upp fór að vella þar hraun segir Lilja að henni hafi ekki verið neitt brugðið við það. „Mér leið bara allt í lagi með það því ég sá að snjórinn var ennþá. Ég hefði hins vegar farið í að koma fólki mun hraðar af svæðinu ef snjórinn hefði farið að bráðna. Það er ákveðið öryggi í því að það sé snjór yfir svæðinu, það auðveldar að greina hugsanlegar breytingar á hitastigi. Við tókum samt ákvörðun um að rýma svæðið fyrr en seinna, og eftir á að hyggja var það hárrétt ákvörðun.“

Þurr mold í dældinniSjá má hvernig sigdæld hefur myndast og landið var að rifna hægt og rólega í sundur.

Það var í raun tilviljun að þær mæðgur ráku augun í sprunguna, segja þær. „Það sést á þessu að það er undanfari að gosinu, smávægilegar breytingar sem ekki mælast heldur sjást bara með berum augum. Maður horfði á þetta en hafði kannski ekki hugmyndaflug í að sólarhring síðar væri farið að gjósa upp úr sprungunni. Þetta segir okkur hvað þetta er kvikt svæði og kannski fólk skilji nú að þegar ákveðið er að rýma svæðið þá er það ekki að ástæðulausu, það er vegna þess að það eru vísbendingar um að eitthvað kunni að fara að gerast. Ef fólk sér einhverjar svona vísbendingar þá er allur varinn góður,“ segir Ásta.

„Þetta sýnir hvað það er mikilvægt að fólk sé meðvitað um umhverfi sitt á stað eins og þessum“
Lilja Steinunn Jónsdóttir

„Þetta sýnir hvað það er mikilvægt að fólk sé meðvitað um umhverfi sitt á stað eins og þessum,“ segir Lilja Steinunn. Hún lýsir því að þó flestir fari varlega á svæðinu hafi hún orðið vitni að óvarlegri hegðun fólks, eins og að standa undir hraunbrúninni og að fara ganga með börn mjög nálægt og inn í gosmökkinn sjálfan, sem sé stórhættulegt að gera.

Björgunarsveitir allt frá Vopnafirði hafa staðið vaktina

Þær mæðgur eru báðar í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og hafa verið þar saman í nokkur ár. Ofan á það er Ásta jarðfræðingur að mennt og hefur kennt jarðfræði og Lilja Steinunn er að klára BS-nám í jarðeðlisfræði og raunar byrjuð í mastersnámi einnig. Þær eru sammála um að það hjálpi að viðbragðsaðilar hafi þekkingu sem slíka, það hafi í það minnsta sannarlega hjálpað að kvöldi annars í páskum. Báðar hafa þær farið í nokkur skipti upp að gosstöðvunum, á eigin vegum, við björgunarsveitarstörf og þá hefur Ásta farið sem öryggisstjóri fyrir kvikmyndahóp sem var að vinna á svæðinu. Þær hafa því getað fylgst mjög vel með þróuninni á svæðinu. Þær mæðgur eiga von á því að fara í fleiri ferðir upp að gosstöðvunum, bæði á eigin vegum en einnig sem hluti af björgunarsveitunum. Það hafi enda verið mikil þörf á því að manna svæðið og með nýjustu vendingum megi búast við að svo verði áfram. „Það er ótrúlegur fjöldi björgunarsveitarfólks sem hefur komið að þessum störfum, það er áhugavert að sjá björgunarsveitir alla leið frá Vopnafirði mættar á svæðið,“ segir Ásta.

Gos í sprungunniÁ myndinni má sjá hvernig gossprungan hefur myndast í sigdældinni sem þær mægður tóku eftir.

Björgunarsveitir stikuðu gönguleið á kvikuganginum sunnan við gíginn í upphafi gossins og tjöld björgunarsveitanna voru sett niður mjög nálægt þeim stað sem síðan gaus upp úr. Spurðar hvort farið hafi verið óvarlega segja þær Ásta og Lilja Steinunn svo ekki hafa verið. „Ef vel er fylgst með aðstæðum og breytingum er þetta í lagi en það má svo sem segja að tjaldið hefði kannski mátt vera aðeins austar. En það var nú ekki vitað á þeim tíma sem það var sett niður.“

Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, sagði í samtali við Stundina í morgun að opið yrði fyrir almenning á svæðinu í dag. Til stóð að fara með björgunarsveitarfólk og jarðvísindamenn upp á svæðið nú í morgun til að meta aðstæður á svæðinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
6
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
5
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár