Þessi snoppufríði sperrileggur. Hann hefur að vísu mjög góða útvarpsrödd.
En hefur hann eitthvað að segja? Kann hann eitthvað?
–– –– ––
Svona nokkurn veginn sirka var sleggjudómur minn um Sigurstein Másson þegar hann steig sín fyrstu spor í fjölmiðlum. Á Bylgjunni og síðar Stöð 2.
Næstu árin breyttu þessu áliti ekkert mjög.
Við sum önnur höfðum verið í frekar „harðri“ blaðamennsku. Ómþýð rödd Sigursteins um mýkri málin náði því ekki einu sinni að verða kliður í umhverfinu.
Svo birtist Sævar Ciesielski skyndilega á tröppunum heima hjá honum, kornungum fréttamanni. Náunginn þarna úr Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Þessi sem var svo ólánlegur á myndum í blöðunum að hann hlaut bara að vera sekur.
Og var nú löngu dæmdur morðingi.
„Ég hafði engan áhuga á þessu máli. Ég vildi bara helzt af öllu losna við þennan mann,“ sagði Sigursteinn við mig á dögunum.
Það tókst ekki, því að skömmu síðar bankaði …
Athugasemdir