„Við reiðum okkur á erlent vinnuafl til að halda samfélaginu gangandi, og oft á máta sem við gerum okkur ekki grein fyrir,“ segir Anna Wojtyńska, nýdoktor í mannfræði við Háskóla Íslands. Máli sínu til stuðnings nefnir hún erfiðleikana sem sláturhús stóðu frammi fyrir síðastliðið haust, en víðs vegar þurfti að fresta sláturtíð því það reyndist ógerningur að manna störf aðeins með Íslendingum; laun eru of lág, vinnan árstíðabundin, og því hafa farandverkamenn að mestu leyti sinnt þessari vinnu svo árum skiptir. Það sama gildir um önnur framlínustörf, eins og afgreiðslu í búðum, svo og flest þjónustustörf á kaffihúsum, veitingastöðum og börum.
Hún segir innflytjendur hafa haldið samfélaginu gangandi í Covid-faraldrinum. „Fólk gat haldið sig heima fyrir í fyrstu bylgjunni og unnið þaðan vegna þess að stór hópur af innflytjendum gat fært því mat og sinnt nauðsynlegum störfum.“
Innflytjendur eru þar að auki útsettari …
Athugasemdir