Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skráning opnar fyrir Músíktilraunir

Enn er stefnt að því að halda Mús­íktilraun­ir á þessu ári. Há­tíð­in féll nið­ur í fyrra vegna Covid-19.

Skráning opnar fyrir Músíktilraunir
Fá að prufa flugfjaðrir sínar Músíktilraunir á að baki sér 39 ára sögu, en þar hafa margar af fremstu hljómsveitum landsins tekið sín fyrstu skref.

Árlega tónlistarkeppni unga fólksins, þar sem hljómsveitir framtíðarinnar prófa flugfjaðrir sínar, verður opnuð fyrir skráningu 9.–26. apríl. Stefnt er að því að halda keppnina 22.–29. maí í Hörpu, en hún hefur farið fram á hverju ári frá 1982, nema árin 1984 (vegna kennaraverkfalls) og 2020 (vegna Covid-19).

Ungmenni á aldrinum 13–25 ára geta sótt um þátttöku, en á milli þess að keppa gegn hvert öðru læra ungmennin grunnatriði upptöku og hvernig þau eiga að kynna sig og tónlist sína. Alls 40–50 hljómsveitir keppa á fjórum undankvöldum, en aðeins 10–12 komast áfram á úrslitakvöldið. Aðeins ein sveit er krýnd sigurvegari Músíktilrauna, en mörg önnur verðlaun eru í boði.

Margar af fremstu hljómsveitum landsins tóku fyrstu skref sín þar. Meðal þeirra eru:

Maus (1994)

Botnleðja (1995)

Mínus (1999)

110 Rottweiler hundar - síðar XXX Rottweilerhundar (2000)

Mammút (2004)

Jakobínarína (2005)

Agent Fresco (2008)

Of Monsters and Men (2010)

Samaris (2011)

Vök (2013)

Hórmónar (2016).

Between Mountains (2017)

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár