Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skráning opnar fyrir Músíktilraunir

Enn er stefnt að því að halda Mús­íktilraun­ir á þessu ári. Há­tíð­in féll nið­ur í fyrra vegna Covid-19.

Skráning opnar fyrir Músíktilraunir
Fá að prufa flugfjaðrir sínar Músíktilraunir á að baki sér 39 ára sögu, en þar hafa margar af fremstu hljómsveitum landsins tekið sín fyrstu skref.

Árlega tónlistarkeppni unga fólksins, þar sem hljómsveitir framtíðarinnar prófa flugfjaðrir sínar, verður opnuð fyrir skráningu 9.–26. apríl. Stefnt er að því að halda keppnina 22.–29. maí í Hörpu, en hún hefur farið fram á hverju ári frá 1982, nema árin 1984 (vegna kennaraverkfalls) og 2020 (vegna Covid-19).

Ungmenni á aldrinum 13–25 ára geta sótt um þátttöku, en á milli þess að keppa gegn hvert öðru læra ungmennin grunnatriði upptöku og hvernig þau eiga að kynna sig og tónlist sína. Alls 40–50 hljómsveitir keppa á fjórum undankvöldum, en aðeins 10–12 komast áfram á úrslitakvöldið. Aðeins ein sveit er krýnd sigurvegari Músíktilrauna, en mörg önnur verðlaun eru í boði.

Margar af fremstu hljómsveitum landsins tóku fyrstu skref sín þar. Meðal þeirra eru:

Maus (1994)

Botnleðja (1995)

Mínus (1999)

110 Rottweiler hundar - síðar XXX Rottweilerhundar (2000)

Mammút (2004)

Jakobínarína (2005)

Agent Fresco (2008)

Of Monsters and Men (2010)

Samaris (2011)

Vök (2013)

Hórmónar (2016).

Between Mountains (2017)

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár