Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skráning opnar fyrir Músíktilraunir

Enn er stefnt að því að halda Mús­íktilraun­ir á þessu ári. Há­tíð­in féll nið­ur í fyrra vegna Covid-19.

Skráning opnar fyrir Músíktilraunir
Fá að prufa flugfjaðrir sínar Músíktilraunir á að baki sér 39 ára sögu, en þar hafa margar af fremstu hljómsveitum landsins tekið sín fyrstu skref.

Árlega tónlistarkeppni unga fólksins, þar sem hljómsveitir framtíðarinnar prófa flugfjaðrir sínar, verður opnuð fyrir skráningu 9.–26. apríl. Stefnt er að því að halda keppnina 22.–29. maí í Hörpu, en hún hefur farið fram á hverju ári frá 1982, nema árin 1984 (vegna kennaraverkfalls) og 2020 (vegna Covid-19).

Ungmenni á aldrinum 13–25 ára geta sótt um þátttöku, en á milli þess að keppa gegn hvert öðru læra ungmennin grunnatriði upptöku og hvernig þau eiga að kynna sig og tónlist sína. Alls 40–50 hljómsveitir keppa á fjórum undankvöldum, en aðeins 10–12 komast áfram á úrslitakvöldið. Aðeins ein sveit er krýnd sigurvegari Músíktilrauna, en mörg önnur verðlaun eru í boði.

Margar af fremstu hljómsveitum landsins tóku fyrstu skref sín þar. Meðal þeirra eru:

Maus (1994)

Botnleðja (1995)

Mínus (1999)

110 Rottweiler hundar - síðar XXX Rottweilerhundar (2000)

Mammút (2004)

Jakobínarína (2005)

Agent Fresco (2008)

Of Monsters and Men (2010)

Samaris (2011)

Vök (2013)

Hórmónar (2016).

Between Mountains (2017)

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár