Árlega tónlistarkeppni unga fólksins, þar sem hljómsveitir framtíðarinnar prófa flugfjaðrir sínar, verður opnuð fyrir skráningu 9.–26. apríl. Stefnt er að því að halda keppnina 22.–29. maí í Hörpu, en hún hefur farið fram á hverju ári frá 1982, nema árin 1984 (vegna kennaraverkfalls) og 2020 (vegna Covid-19).
Ungmenni á aldrinum 13–25 ára geta sótt um þátttöku, en á milli þess að keppa gegn hvert öðru læra ungmennin grunnatriði upptöku og hvernig þau eiga að kynna sig og tónlist sína. Alls 40–50 hljómsveitir keppa á fjórum undankvöldum, en aðeins 10–12 komast áfram á úrslitakvöldið. Aðeins ein sveit er krýnd sigurvegari Músíktilrauna, en mörg önnur verðlaun eru í boði.
Margar af fremstu hljómsveitum landsins tóku fyrstu skref sín þar. Meðal þeirra eru:
Maus (1994)
Botnleðja (1995)
Mínus (1999)
110 Rottweiler hundar - síðar XXX Rottweilerhundar (2000)
Mammút (2004)
Jakobínarína (2005)
Agent Fresco (2008)
Of Monsters and Men (2010)
Samaris (2011)
Vök (2013)
Hórmónar (2016).
Between Mountains (2017)
Athugasemdir