Vigfús Bjarni Albertsson er fullorðið barn alkóhólista sem ákvað að verða prestur, ekki síst vegna þess að hann hafði sjálfur haft góða reynslu af prestum í þeirri glímu. Hann var skipaður sjúkrahúsprestur á Landspítalanum 29 ára gamall og gekk strax inn í mjög þungar aðstæður. Í lok síðasta árs skipti hann um starfsvettvang og miðlar því sem hann lærði á þeim fimmtán árum sem hann veitti fólki sálgæslu á viðkvæmasta tímapunkti lífsins.
Glímdi við eigin tilvist
„Mín guðsmynd er ekki sú að guð stýri öllum atburðum, að það sé guð sem beri ábyrgð á því hvernig líf fólks þróast. Það er mjög langt síðan ég yfirgaf þá guðsmynd. Ég trúi því að allt fólk sé á einhvern hátt birtingarmynd guðs en ég sé guð ekki sem smið slysa og sorglegra atburða.“
Þetta er lýsing Vigfúsar Bjarna á trú sinni og kristninni. Það er kannski ekki að undra að Vigfús Bjarni …
Athugasemdir