Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Finnskur fræðimaður um Samherjamálið á Akureyri: Á Íslandi ríkir „valdakerfi klansins“

Lars Lund­sten, finnsk­ur fræði­mað­ur sem starfar við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, seg­ir að það sé ekki skrít­ið að Ís­land sé tal­ið vera spillt­asta land Norð­ur­land­anna. Hann seg­ir að á Ak­ur­eyri megi helst ekki tala um Sam­herja­mál­ið í Namib­íu.

Finnskur fræðimaður um Samherjamálið á Akureyri: Á Íslandi ríkir „valdakerfi klansins“
Valdakerfi klansins Finnski fræðimaðurinn Lars Lundsten, sem starfar við Háskólann á Akureyri, lýsir því í grein í finnsku blaði hvernig það sem hann kallar „valdakerfi klansins“ myndar hryggjarstykkið í íslensku samfélagi. Hann setur Samherjamálið í Namibíu í samhengi í við þetta og nefnir sem dæmi að það megi helst ekki tala um málið á Akureyri. Mynd: Davíð Þór

Finnskur fræðimaður og starfsmaður Háskólans á Akureyri, Lars Lundsten, segir að það sé ekki skrítið að Ísland sé ofar á lista yfir spillingu en hin Norðurlöndin. Hann segir að í íslenskt samfélag sé innbyggt eins konar valdakerfi klansins þar sem menn mynda hópa sem standa saman í gegnum súrt og sætt og gera hverjir öðrum greiða sem miða að því að bæta stöðu hvers annars. Eðli þessa kerfis sé því fyrirgreiðslupólitík á báða bóga. Oft og tíðum þurfi því ekki að greiða fé eða önnur gæði í beinar mútur þar sem þetta valdakerfi, sem hann kallar valdakerfi „klansins“, geri þær óþarfar. Orðrétt segir Lars um þetta: „Valdakerfi klansins er tegund spillingar þar sem peningar eða aðrar beinar mútur eru óþarfar. Kerfið gengur út á að gera greiða og taka við greiðum.“

Þetta kemur fram í grein eftir Lars í finnska blaðinu Hufudstabladet sem birt var á mánudaginn. Blaðið er stærsta og víðlesnasta dagblað Finnlands sem gefið er út á sænsku en þar í landi hefur minnihluta landsmanna, tæplega 300 þúsund, sænsku að móðurmáli og kallast Finnlandssvíar. 

Samstaðan í íslensku samfélagiLars lýsir því hvernig hin mikla samstaða sem einkennir íslenskt samfélag hafi líka sínar skuggahliðar.

Lars hefur starfað við Háskólann á Akureyri frá árinu 2016 og er nú forstöðumaður doktorsnáms við skólann. Áður var hann forseti félagsvísindadeildar. Rannsóknar- og sérsvið hans er fjölmiðlafræði. Tengsl hans við Ísland ná hins vegar ennþá lengra aftur en hann var skiptinemi á Íslandi á áttunda áratugnum og er með BA-gráðu í íslensku frá Háskóla Íslands. Áður en hann gerðist fræðimaður starfaði hann sem blaðamaður á bæði finnsku og sænsku.

Eitt íslenskt orðatiltæki sem Lars notar til að kjarna málflutning sinn um íslenskt samfélag í greininni er að maður eigi ekki „að rugga bátnum“ of mikið eða að „skíta í eigið bú“ eins og hann orðar það á finnlandssænsku. 

Spilltast á NorðurlöndunumInntakið í grein Lars Lundsten er að Ísland sé spilltast Norðurlandanna vegna þess að íslensku samfélagi sé stjórnað af fyrirgreiðslupólitík manna á milli og þar sem beinar mútur þurfi í reynd ekki.

Smæð íslensks samfélags og samstaðan 

Í grein sinni fjallar Lars um smæð íslenska samfélags, samheldni þess og erfiðleikana sem geta falist í því að fólk þekkist svo vel innbyrðist. Hann setur þessa eiginleika í samhengi við Samherjamálið svokallaða í Namibíu en höfuðstöðvar Samherja eru sem kunnugt er á Akureyri þar sem útgerðin er með um 500 starfsmenn í vinnu. 

Lars segir sögu af því að fyrir skömmu hafi hann rekist á kunningja sinn á Akureyri og að hann hafi sagt við hann í léttum dúr að hann hafi dregist inn í Samherjamálið. Kunningin varð hins vegar vandræðalegur þegar Lars nefndi Samherja. „Kunningi minn þagði þegar hann heyrði orðið Samherji. Ég dreif mig í að utskýra að þetta snérist bara um iðnaðarmann sem hafði ekki getað komið og hjálpað mér með gólfið í bílskúrnum vegna þess að hann hefði fengið svo mikla vinnu hjá Samherja. Vinur minn veit að maður á aldrei að gagnrýna einstaklinga, fyrirtæki eða stofnanir fyrir eitthvað misjafnt hér í þessu landi,“ segir Lars og útskýrir það með þeim orðum að best sé að „rugga ekki bátnum“.

Sagan sem Lars segir um vin sinn á Akureyri rímar ágætlega við kjarnann í nýlegri umfjöllun Stundarinnar um áhrif Samherjamálsins í Namibíu á íbúa Akureyrar og þau mismunandi viðhorf sem Eyfirðingar hafa til fyrirtækisins í samanburði við fólk sem er búsett annars staðar á landinu. 

Lars segir að þessi samstaða fólks á Íslandi sé að ýmsu leyti jákvæð og tekur dæmi af árangri Íslendinga í baráttunni við Covid. „Félagslega samstaðan er stór og mikilvægur þáttur í menningunni. Við erum stór fjölskylda þar sem öllum getur liðið eins og þeir séu öruggir. Það sem er verst er að vera útilokaður og jaðarsettur. Þetta sterka innbyrðis trygglyndi er ein af ástæðum þess að Íslandi hefur gengið vel í baráttunni við COVID.“

Tekur tengsl Kristjáns Þórs sem dæmiLars Lundsten tekur tengsl Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra við Samherja sem dæmi um spillingu íslensks samfélags í grein sinni.

Neikvæðar hliðar samstöðunnar

En Lars bendir einnig á að þessi samstaða meðal fólks sem einkennir íslenskt samfélag hafi einnig neikvæðar afleiðingar. „Neikvæða hliðin á hinni sterku samstöðu í íslensku samfélagi er að erfiðlega getur gengið að koma lögum yfir bæði stóra og litla skúrka. Maður getur ekki kært, handtekið og ennþá síður dæmt frænda sinn eða besta tenórinn í kirkjukórnum. […] Ósýnilegri og kannski ennþá hættulegri skuggahlið samfélagsins er valdakerfi klansins sem enn þann dag í dag myndar hryggjarstykkið í íslensku samfélagi. Það mikilvæga er ekki alltaf hvað þú getur eða hvað þú gerir heldur hver þú ert, það er að segja hvað fjölskyldu eða stjórnmálaflokki þú tilheyrir.“

Lars setur þessi einkenni sem hann þykist sjá á íslensku samfélagi svo í samband við Samherjamálið í Namibíu og „náin tengsl“ Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra við fyrirtækið. Ítrekað hefur verið fjallað um þessi tengsl í fjölmiðlum á Íslandi.  Kristján Þór hefur nú gefið út að hann ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri til Alþingis í komandi þingkosningum á þessu ári og setur þessi tengsl hans í samhengi við rannsóknina á Namibíumálinu á Íslandi og í Namibíu og gefur í skyn að þessi tengsl ráðherrans kunni að hafa áhrif á gang rannsóknarinnar. Samherjmálið segir Lars „málið sem helst ekki má nefna“ á Akureyri.

Lars klykkir svo út með að það sé ekki skrítið að Ísland sé spilltast á Norðurlöndunum. „Það er sem sagt ekki einkennilegt að Ísland sé gagnrýnt meira fyrir spillingu en hin Norðurlöndin. Hin fjögur Norðurlöndin er meðal þeirra sjö landa í heiminum þar sem spilling er talin vera minnst  á meðan Ísland er í sautjánda sæti á listanum sem Transparency International birtir reglulega.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heimavígi Samherja

Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
FréttirHeimavígi Samherja

Þor­steinn Már og Helga skuld­uðu fyr­ir­tækj­um Sam­herja í Belís og Kýp­ur millj­ón­ir án gjald­daga

Árs­reikn­ing­ar fé­laga Sam­herja á Kýp­ur sýna inn­byrð­is við­skipti við Þor­stein Má Bald­vins­son og Helgu Stein­unni Guð­munds­dótt­ur. Þau voru sekt­uð vegna brota á gjald­eyr­is­hafta­lög­un­um eft­ir hrun­ið vegna milli­færslna inn á reikn­inga þeirra en þær sekt­ir voru svo aft­ur­kall­að­ar vegna mistaka við setn­ingu lag­anna.

Mest lesið

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
1
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
4
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
8
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
9
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
10
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
7
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu