Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Aldís íhugar að áfrýja og kæra Bryndísi og Kolfinnu fyrir meinsæri

Sig­mar Guð­munds­son var sýkn­að­ur í hér­aðs­dómi í dag, en tvenn um­mæli Al­dís­ar Schram um föð­ur sinn, Jón Bald­vin Hanni­bals­son voru dæmd ómerk. „Ég meinti hvert ein­asta orð sem ég sagði,“ seg­ir hún.

Aldís íhugar að áfrýja og kæra Bryndísi og Kolfinnu fyrir meinsæri
Aldís Schram Jón Baldvin stefndi dóttur sinni fyrir tíu ummæli í viðtali á RÚV. Mynd: Heiða Helgadóttir

Aldís Schram íhugar að áfrýja dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag þrátt fyrir að aðeins hafi verið ómerkt tvenn af þeim tíu ummælum sem Jón Baldvin Hannibalsson, faðir hennar og fyrrverandi ráðherra og sendiherra, stefndi henni fyrir. Þá skoðar hún að kæra móður sína, Bryndísi Schram, og systur, Kolfinnu Baldvinsdóttur, fyrir ummæli þeirra í réttarsal.

Sigmar Guðmundsson var sýknaður í málinu, sem varðaði viðtal við Aldísi hjá honum og Helga Seljan í Morgunútvarpi Rásar 2 þann 17. janúar 2019, skömmu eftir að Stundin birti umfjöllun um konur sem sökuðu Jón Baldvin um kynferðislega áreitni. Jón Baldvin krafðist þess að fjórtán ummæli í viðtali á RÚV yrðu dæmd dauð og ómerk, þar af tíu hjá Aldísi og fjögur hjá Sigmari.

Í samtali við Stundina segist Aldís íhuga að kæra móður sína og systur fyrir orð sem þær létu falla við réttarhöldin. „Þær voru staðnar að lygum í sjálfum réttarsal þar sem þær strengdu þess heit að segja sannleikann og lugu. Það er næsta verkefni sem býður okkar, mín og lögmanns míns. Að mínu mati er meinsæri mjög alvarlegur glæpur, það varðar sekt og fangelsi, hegningarlögum samkvæmt,“ segir Aldís.

Átti ekki von á því að búa í réttarríki

Ummælin sem héraðsdómur dæmdi ómerk eru annars vegar „Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn,“ sem Aldís lét falla í Morgunútvarpinu og hins vegar „og sigra hann og hans barnaníðingabandalag,“ sem hún skrifaði á Facebook í febrúar 2019. Átta önnur ummæli sem Jón Baldvin stefndi fyrir standa óhögguð.

Aldís segir niðurstöðuna vera sigur fyrir RÚV, en segist íhuga að áfrýja þrátt fyrir að flest ummæli hennar standi. „Mér hefur alla tíð verið annt um að orð skyldu standa og er illa við að vera kölluð ómerkingur,“ segir hún. „Ég meinti hvert einasta orð sem ég sagði og það stendur.“

„Mér hefur alla tíð verið annt um að orð skyldu standa og er illa við að vera kölluð ómerkingur“

„Við lögmaðurinn minn liggjum undir feldi í tvo daga og sjáum til,“ segir Aldís og bætir því við að hún sé tilbúin til að fara með málið alla leið fyrir alþjóðadómstól. „Ég átti ekki von á því að ég byggi í réttarríki, það hefur ekki verið mín reynsla.“

Meint kynferðisleg áreitni brátt fyrir héraðsdóm

Í viðtalinu í Morgunútvarpinu sagði Aldís að Jón Baldvin hefði misnotað stöðu sína sem sendiherra í Bandaríkjunum í persónulegum tilgangi. Þannig hafi hann nýtt sér stöðu sína til að fá lögreglu til að brjóta sér leið inn á heimili Aldísar, ásamt lækni, án þess að nokkuð benti til þess að þörf væri á slíku inngripi. Gögn sýna að Jón Baldvin hafi fjórum sinnum sent beiðnir um nauðungarvistun með faxi frá sendiráðinu. Í eitt skipti var slíkt merkt sem „aðstoð við erlend sendiráð“ í gögnum lögreglunnar.

Á næstunni mun héraðsdómur taka mál Jóns Baldvins um kynferðislega áreitni til efnismeðferðar. Landsréttur felldi nýverið úr gildi frávísunarúrskurð héraðsdóms í málinu. Jóni Baldvini er gefið að sök að hafa laugardaginn 16. júní 2018 á heimili sínu í Salobreña á Spáni strokið utanklæða rass Carmenar, sem var gestur á heimili hans. Greindi Stundin í upphafi árs 2019 frá framburði hennar og fleiri kvenna um kynferðislega áreitni. Krefur hún Jón Baldvin um eina milljón í miskabætur, en hann krafðist frávísunar og málsvarnalauna úr ríkissjóði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
5
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár