Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Aldís íhugar að áfrýja og kæra Bryndísi og Kolfinnu fyrir meinsæri

Sig­mar Guð­munds­son var sýkn­að­ur í hér­aðs­dómi í dag, en tvenn um­mæli Al­dís­ar Schram um föð­ur sinn, Jón Bald­vin Hanni­bals­son voru dæmd ómerk. „Ég meinti hvert ein­asta orð sem ég sagði,“ seg­ir hún.

Aldís íhugar að áfrýja og kæra Bryndísi og Kolfinnu fyrir meinsæri
Aldís Schram Jón Baldvin stefndi dóttur sinni fyrir tíu ummæli í viðtali á RÚV. Mynd: Heiða Helgadóttir

Aldís Schram íhugar að áfrýja dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag þrátt fyrir að aðeins hafi verið ómerkt tvenn af þeim tíu ummælum sem Jón Baldvin Hannibalsson, faðir hennar og fyrrverandi ráðherra og sendiherra, stefndi henni fyrir. Þá skoðar hún að kæra móður sína, Bryndísi Schram, og systur, Kolfinnu Baldvinsdóttur, fyrir ummæli þeirra í réttarsal.

Sigmar Guðmundsson var sýknaður í málinu, sem varðaði viðtal við Aldísi hjá honum og Helga Seljan í Morgunútvarpi Rásar 2 þann 17. janúar 2019, skömmu eftir að Stundin birti umfjöllun um konur sem sökuðu Jón Baldvin um kynferðislega áreitni. Jón Baldvin krafðist þess að fjórtán ummæli í viðtali á RÚV yrðu dæmd dauð og ómerk, þar af tíu hjá Aldísi og fjögur hjá Sigmari.

Í samtali við Stundina segist Aldís íhuga að kæra móður sína og systur fyrir orð sem þær létu falla við réttarhöldin. „Þær voru staðnar að lygum í sjálfum réttarsal þar sem þær strengdu þess heit að segja sannleikann og lugu. Það er næsta verkefni sem býður okkar, mín og lögmanns míns. Að mínu mati er meinsæri mjög alvarlegur glæpur, það varðar sekt og fangelsi, hegningarlögum samkvæmt,“ segir Aldís.

Átti ekki von á því að búa í réttarríki

Ummælin sem héraðsdómur dæmdi ómerk eru annars vegar „Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn,“ sem Aldís lét falla í Morgunútvarpinu og hins vegar „og sigra hann og hans barnaníðingabandalag,“ sem hún skrifaði á Facebook í febrúar 2019. Átta önnur ummæli sem Jón Baldvin stefndi fyrir standa óhögguð.

Aldís segir niðurstöðuna vera sigur fyrir RÚV, en segist íhuga að áfrýja þrátt fyrir að flest ummæli hennar standi. „Mér hefur alla tíð verið annt um að orð skyldu standa og er illa við að vera kölluð ómerkingur,“ segir hún. „Ég meinti hvert einasta orð sem ég sagði og það stendur.“

„Mér hefur alla tíð verið annt um að orð skyldu standa og er illa við að vera kölluð ómerkingur“

„Við lögmaðurinn minn liggjum undir feldi í tvo daga og sjáum til,“ segir Aldís og bætir því við að hún sé tilbúin til að fara með málið alla leið fyrir alþjóðadómstól. „Ég átti ekki von á því að ég byggi í réttarríki, það hefur ekki verið mín reynsla.“

Meint kynferðisleg áreitni brátt fyrir héraðsdóm

Í viðtalinu í Morgunútvarpinu sagði Aldís að Jón Baldvin hefði misnotað stöðu sína sem sendiherra í Bandaríkjunum í persónulegum tilgangi. Þannig hafi hann nýtt sér stöðu sína til að fá lögreglu til að brjóta sér leið inn á heimili Aldísar, ásamt lækni, án þess að nokkuð benti til þess að þörf væri á slíku inngripi. Gögn sýna að Jón Baldvin hafi fjórum sinnum sent beiðnir um nauðungarvistun með faxi frá sendiráðinu. Í eitt skipti var slíkt merkt sem „aðstoð við erlend sendiráð“ í gögnum lögreglunnar.

Á næstunni mun héraðsdómur taka mál Jóns Baldvins um kynferðislega áreitni til efnismeðferðar. Landsréttur felldi nýverið úr gildi frávísunarúrskurð héraðsdóms í málinu. Jóni Baldvini er gefið að sök að hafa laugardaginn 16. júní 2018 á heimili sínu í Salobreña á Spáni strokið utanklæða rass Carmenar, sem var gestur á heimili hans. Greindi Stundin í upphafi árs 2019 frá framburði hennar og fleiri kvenna um kynferðislega áreitni. Krefur hún Jón Baldvin um eina milljón í miskabætur, en hann krafðist frávísunar og málsvarnalauna úr ríkissjóði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár