Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Katrín Júlíusdóttir: Prófkjör Samfylkingarnar var góð tilraun sem heppnaðist ekki

Sú að­ferð sem beitt var hent­aði frek­ar ný­lið­um á list­an­um held­ur en reynd­um þing­mönn­um, seg­ir fyrr­ver­andi vara­formað­ur flokks­ins.

Í Stóru málunum þessa vikuna verður rætt um nýafstaðið prófkjör Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningar, en þær munu fara fram 25. september næstkomandi.  Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður flokksins segir tilraunina hafa verið góða en hún hafi ekki heppnast.

Margir hafa gagnrýnt þá aðferð sem flokkurinn notaðist við í prófkjörinu og voru ekki allir sáttir með hana. Alþingismaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson afþakkaði þriðja sætið á lista flokksins í öðru hvoru kjördæmum Reykjavíkur. Þá hætti Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, í flokknum eftir prófkjörið.

Gestir Stóru málanna að þessu sinni eru þau Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri félags fjármálafyrirtækja, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra og Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, en hann skrifaði ítarlega grein í Morgunblaðið um prófkjörið.

Katrín segir að prófkjörið hafi verið góð tilraun, en að hún hafi hins vegar ekki alveg heppnast. „Þetta var að mörgu leyti góð tilraun, en heppnaðist ekki alveg. Þetta byrjaði vel, þessi 50 manna hópur, það kom smá stuð í mann og manni fannst þetta dálítið gaman. Maður fór að skoða þetta fólk og það var bara gaman að sjá svona mikið af andlitum, sama í hvaða flokki það er, sem eru bara tilbúin að taka þátt í stjórnmálabaráttu. Græsrætur flokkana hafa bara verið að minnka. Það gaf manni svolítið von um að það væri stuð fram undan og þetta yrði líka svona hjá fleiri flokkum og smá fjör.“ 

Þá segir Katrín að aðferðin sem Samfylkingin notaðist við hafi ekki verið góð fyrir sitjandi þingmenn flokksins, en að hún hafi hins vegar verið góð fyrir nýliðun innan flokksins.

„En þegar þú ferð að nota þessa aðferð, að vera með könnun þar sem þú merkir ekki sæti heldur ert að nefna fólk, þá er það mjög gjarnan þannig að sitjandi þingmenn sem eru orðnir umdeildir, að þá er það líklegra að þeir verða ekki endilega efstir í svona könnun. Það er ekkert óeðlilegt við það, ef fólk væri að raða, þá myndi það raða öðruvísi. Þetta er mjög góð leið til að kalla fram nýliðun og sækja nýtt fólk. Ég held að það hafi verið hugmyndin, að þau ætluðu að nýta þetta sem vísbendingar. En svo fer þetta að leka og fór svo eins og þetta fór.“

Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár