Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Katrín Júlíusdóttir: Prófkjör Samfylkingarnar var góð tilraun sem heppnaðist ekki

Sú að­ferð sem beitt var hent­aði frek­ar ný­lið­um á list­an­um held­ur en reynd­um þing­mönn­um, seg­ir fyrr­ver­andi vara­formað­ur flokks­ins.

Í Stóru málunum þessa vikuna verður rætt um nýafstaðið prófkjör Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningar, en þær munu fara fram 25. september næstkomandi.  Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður flokksins segir tilraunina hafa verið góða en hún hafi ekki heppnast.

Margir hafa gagnrýnt þá aðferð sem flokkurinn notaðist við í prófkjörinu og voru ekki allir sáttir með hana. Alþingismaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson afþakkaði þriðja sætið á lista flokksins í öðru hvoru kjördæmum Reykjavíkur. Þá hætti Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, í flokknum eftir prófkjörið.

Gestir Stóru málanna að þessu sinni eru þau Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri félags fjármálafyrirtækja, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra og Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, en hann skrifaði ítarlega grein í Morgunblaðið um prófkjörið.

Katrín segir að prófkjörið hafi verið góð tilraun, en að hún hafi hins vegar ekki alveg heppnast. „Þetta var að mörgu leyti góð tilraun, en heppnaðist ekki alveg. Þetta byrjaði vel, þessi 50 manna hópur, það kom smá stuð í mann og manni fannst þetta dálítið gaman. Maður fór að skoða þetta fólk og það var bara gaman að sjá svona mikið af andlitum, sama í hvaða flokki það er, sem eru bara tilbúin að taka þátt í stjórnmálabaráttu. Græsrætur flokkana hafa bara verið að minnka. Það gaf manni svolítið von um að það væri stuð fram undan og þetta yrði líka svona hjá fleiri flokkum og smá fjör.“ 

Þá segir Katrín að aðferðin sem Samfylkingin notaðist við hafi ekki verið góð fyrir sitjandi þingmenn flokksins, en að hún hafi hins vegar verið góð fyrir nýliðun innan flokksins.

„En þegar þú ferð að nota þessa aðferð, að vera með könnun þar sem þú merkir ekki sæti heldur ert að nefna fólk, þá er það mjög gjarnan þannig að sitjandi þingmenn sem eru orðnir umdeildir, að þá er það líklegra að þeir verða ekki endilega efstir í svona könnun. Það er ekkert óeðlilegt við það, ef fólk væri að raða, þá myndi það raða öðruvísi. Þetta er mjög góð leið til að kalla fram nýliðun og sækja nýtt fólk. Ég held að það hafi verið hugmyndin, að þau ætluðu að nýta þetta sem vísbendingar. En svo fer þetta að leka og fór svo eins og þetta fór.“

Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ráðherrann full bjartsýnn á framkvæmdahraða í Fossvogi
4
FréttirBorgarlína

Ráð­herr­ann full bjart­sýnn á fram­kvæmda­hraða í Foss­vogi

Eyj­ólf­ur Ár­manns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra var ekki al­veg með það á hreinu hvenær Foss­vogs­brú ætti að verða til­bú­in til notk­un­ar þeg­ar hann tók fyrstu skóflu­stungu að henni í dag. Skóflu­stung­an að brúnni, sem á að verða klár ár­ið 2028, mark­ar upp­haf fyrstu verk­fram­kvæmda vegna borg­ar­línu­verk­efn­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
5
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár