Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Katrín Júlíusdóttir: Prófkjör Samfylkingarnar var góð tilraun sem heppnaðist ekki

Sú að­ferð sem beitt var hent­aði frek­ar ný­lið­um á list­an­um held­ur en reynd­um þing­mönn­um, seg­ir fyrr­ver­andi vara­formað­ur flokks­ins.

Í Stóru málunum þessa vikuna verður rætt um nýafstaðið prófkjör Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningar, en þær munu fara fram 25. september næstkomandi.  Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður flokksins segir tilraunina hafa verið góða en hún hafi ekki heppnast.

Margir hafa gagnrýnt þá aðferð sem flokkurinn notaðist við í prófkjörinu og voru ekki allir sáttir með hana. Alþingismaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson afþakkaði þriðja sætið á lista flokksins í öðru hvoru kjördæmum Reykjavíkur. Þá hætti Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, í flokknum eftir prófkjörið.

Gestir Stóru málanna að þessu sinni eru þau Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri félags fjármálafyrirtækja, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra og Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, en hann skrifaði ítarlega grein í Morgunblaðið um prófkjörið.

Katrín segir að prófkjörið hafi verið góð tilraun, en að hún hafi hins vegar ekki alveg heppnast. „Þetta var að mörgu leyti góð tilraun, en heppnaðist ekki alveg. Þetta byrjaði vel, þessi 50 manna hópur, það kom smá stuð í mann og manni fannst þetta dálítið gaman. Maður fór að skoða þetta fólk og það var bara gaman að sjá svona mikið af andlitum, sama í hvaða flokki það er, sem eru bara tilbúin að taka þátt í stjórnmálabaráttu. Græsrætur flokkana hafa bara verið að minnka. Það gaf manni svolítið von um að það væri stuð fram undan og þetta yrði líka svona hjá fleiri flokkum og smá fjör.“ 

Þá segir Katrín að aðferðin sem Samfylkingin notaðist við hafi ekki verið góð fyrir sitjandi þingmenn flokksins, en að hún hafi hins vegar verið góð fyrir nýliðun innan flokksins.

„En þegar þú ferð að nota þessa aðferð, að vera með könnun þar sem þú merkir ekki sæti heldur ert að nefna fólk, þá er það mjög gjarnan þannig að sitjandi þingmenn sem eru orðnir umdeildir, að þá er það líklegra að þeir verða ekki endilega efstir í svona könnun. Það er ekkert óeðlilegt við það, ef fólk væri að raða, þá myndi það raða öðruvísi. Þetta er mjög góð leið til að kalla fram nýliðun og sækja nýtt fólk. Ég held að það hafi verið hugmyndin, að þau ætluðu að nýta þetta sem vísbendingar. En svo fer þetta að leka og fór svo eins og þetta fór.“

Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu