Það er mikið talað um að Covid-kreppan sé öðruvísi en hrunið hvað varðar hvernig byrðarnar dreifast. Eitt af einkennum hrunsins var að tekjur drógust saman og almennt meira því hærri sem þær voru, sem skýrir stóran hluta af því hvers vegna ójöfnuður dróst saman árin eftir hrun. Núverandi kreppa, segir sagan, er annars eðlis enda hafi hún lent í meira mæli á þeim sem bjuggu þá þegar við bág kjör en þeim sem höfðu það betra.
Þessi fullyrðing byggir á því að rýna í það sem er ólíkt á milli þessara tveggja kreppa. Gengi krónunnar hefur haldið sér betur eftir að Covid brast á en það gerði í kjölfar hrunsins, en skráð atvinnuleysi er ívið hærra. Þetta skiptir máli því gengi krónunnar hefur áhrif á verðlag sem hefur mun almennari áhrif á lífskjör en atvinnuleysi, því fólk sem er í neðri lögum vinnumarkaðarins er líklegra til að missa vinnuna. Seinni …
Athugasemdir