Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Varar við vopnavæðingu lögreglunnar

Þing­mað­ur Pírata seg­ir að lög­regl­an hefði ekki getað kom­ið í veg fyr­ir ban­væna skotárás í Bú­staða­hverf­inu um helg­ina með aukn­um vopna­burði. Fjór­ir hafa ver­ið hand­tekn­ir til við­bót­ar vegna máls­ins.

Varar við vopnavæðingu lögreglunnar
Olga Margrét Cilia Þingmaður Pírata varar við vopnavæðingu lögreglunnar. Mynd: Píratar

„Hefði frekari vopnavæðing lögreglunnar komið í veg fyrir skotárásina á laugardaginn? Nei. Hefði aukið eftirlit með lögreglunni, úttekt á starfsumhverfi hennar almennt, getað komið í veg fyrir atburðinn á laugardaginn? Ég kýs alla vega að trúa því.“

Þetta sagði Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Olga kvað sér hljóðs undir liðnum störf þingsins til þess að ræða umræðu um vopnaburð lögreglunnar sem spratt upp í kjölfar banvænnar skotárásar í Bústaðahverfinu á laugardagskvöld. Erlendur karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana og er málið talið tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Fjórir voru handteknir og færðir í gæsluvarðhald vegna málsins og í dag tilkynnti lögreglan að fjórir til viðbótar hefðu verið handteknir í aðgerðum í gær.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að vopnareglur lögreglunnar verði ræddar á fundi lögregluráðs á morgun. Þá sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í sama þætti á mánudag að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn í að vopnbúast.

„Ég vona að lögreglan sé ekki að fara að nota þann sorglega atburð sem lóð á vogarskálar fyrir þeim málflutningi að vopnavæða lögregluna enn frekar,“ sagði Olga Margrét á Alþingi í dag. „Lögreglan var hvergi nálægt þegar skotárásin átti sér stað svo það myndi skila litlu að nýta árásina í að undirbyggja málflutning um frekari vopnakaup lögreglu. Í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn um vopnaeign lögreglunnar frá 2015 kemur fram að lögreglan átti þá samtals 590 vopn. Á tímabilinu 1. janúar 2015 til 10. júní 2020 voru keypt 188 vopn til viðbótar. Lögreglan er því vopnavædd og því spurning hvort ekki þurfi að auka eftirlit með núverandi vopnaeign í stað þess að auka fjölda vopna.“

„Þá erum við komin ansi nálægt því að búa í lögregluríki“

Þingmaðurinn sagði frekari vopnavæðingu lögreglunnar ekki leysa nein vandamál. „Ég vona að þingheimur átti sig á því þegar pressan frá lögreglunni kemur inn fyrir dyr með miklum krafti,“ sagði Olga Margrét. „Hvað varðar heimildir lögreglu til að rannsaka skipulagða starfsemi megum við ekki gleyma því að aðgerðir lögreglu fela í sér inngrip í friðhelgi einkalífs og það er ekki að ástæðulausu að heimildum lögreglu til að grípa inn í einkalíf einstaklinga séu settar skorður. Yfirmenn lögreglunnar telja að á Íslandi séu slakari reglur varðandi valdheimildir lögreglu miðað við samstarfslönd. Það þarf ekki endilega að vera slæmt ef við skoðum málið með réttindi einstaklinga í forgrunni. Lögreglan, eins og önnur stjórnvöld, má aldrei fá óskoraðar valdheimildir til eins eða neins. Þá erum við komin ansi nálægt því að búa í lögregluríki.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
2
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Byggjum við af gæðum?
4
ViðtalUm hvað er kosið?

Byggj­um við af gæð­um?

Vinna við yf­ir­stand­andi rann­sókn á gæð­um nýrra hverfa sem byggð­ust upp hér­lend­is frá 2015 til 2019 gef­ur til kynna að sam­göngu­teng­ing­ar og að­gengi að nær­þjón­ustu á þess­um nýju bú­setu­svæð­um sé í fæst­um til­vik­um eins og best verð­ur á kos­ið. Ás­dís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir skipu­lags­fræð­ing­ur von­ast eft­ir um­ræðu um gæði byggð­ar, en ekki bara magn­töl­ur íbúð­arein­inga, fram að kosn­ing­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu