Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Varar við vopnavæðingu lögreglunnar

Þing­mað­ur Pírata seg­ir að lög­regl­an hefði ekki getað kom­ið í veg fyr­ir ban­væna skotárás í Bú­staða­hverf­inu um helg­ina með aukn­um vopna­burði. Fjór­ir hafa ver­ið hand­tekn­ir til við­bót­ar vegna máls­ins.

Varar við vopnavæðingu lögreglunnar
Olga Margrét Cilia Þingmaður Pírata varar við vopnavæðingu lögreglunnar. Mynd: Píratar

„Hefði frekari vopnavæðing lögreglunnar komið í veg fyrir skotárásina á laugardaginn? Nei. Hefði aukið eftirlit með lögreglunni, úttekt á starfsumhverfi hennar almennt, getað komið í veg fyrir atburðinn á laugardaginn? Ég kýs alla vega að trúa því.“

Þetta sagði Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Olga kvað sér hljóðs undir liðnum störf þingsins til þess að ræða umræðu um vopnaburð lögreglunnar sem spratt upp í kjölfar banvænnar skotárásar í Bústaðahverfinu á laugardagskvöld. Erlendur karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana og er málið talið tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Fjórir voru handteknir og færðir í gæsluvarðhald vegna málsins og í dag tilkynnti lögreglan að fjórir til viðbótar hefðu verið handteknir í aðgerðum í gær.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að vopnareglur lögreglunnar verði ræddar á fundi lögregluráðs á morgun. Þá sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í sama þætti á mánudag að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn í að vopnbúast.

„Ég vona að lögreglan sé ekki að fara að nota þann sorglega atburð sem lóð á vogarskálar fyrir þeim málflutningi að vopnavæða lögregluna enn frekar,“ sagði Olga Margrét á Alþingi í dag. „Lögreglan var hvergi nálægt þegar skotárásin átti sér stað svo það myndi skila litlu að nýta árásina í að undirbyggja málflutning um frekari vopnakaup lögreglu. Í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn um vopnaeign lögreglunnar frá 2015 kemur fram að lögreglan átti þá samtals 590 vopn. Á tímabilinu 1. janúar 2015 til 10. júní 2020 voru keypt 188 vopn til viðbótar. Lögreglan er því vopnavædd og því spurning hvort ekki þurfi að auka eftirlit með núverandi vopnaeign í stað þess að auka fjölda vopna.“

„Þá erum við komin ansi nálægt því að búa í lögregluríki“

Þingmaðurinn sagði frekari vopnavæðingu lögreglunnar ekki leysa nein vandamál. „Ég vona að þingheimur átti sig á því þegar pressan frá lögreglunni kemur inn fyrir dyr með miklum krafti,“ sagði Olga Margrét. „Hvað varðar heimildir lögreglu til að rannsaka skipulagða starfsemi megum við ekki gleyma því að aðgerðir lögreglu fela í sér inngrip í friðhelgi einkalífs og það er ekki að ástæðulausu að heimildum lögreglu til að grípa inn í einkalíf einstaklinga séu settar skorður. Yfirmenn lögreglunnar telja að á Íslandi séu slakari reglur varðandi valdheimildir lögreglu miðað við samstarfslönd. Það þarf ekki endilega að vera slæmt ef við skoðum málið með réttindi einstaklinga í forgrunni. Lögreglan, eins og önnur stjórnvöld, má aldrei fá óskoraðar valdheimildir til eins eða neins. Þá erum við komin ansi nálægt því að búa í lögregluríki.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu