Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Varar við vopnavæðingu lögreglunnar

Þing­mað­ur Pírata seg­ir að lög­regl­an hefði ekki getað kom­ið í veg fyr­ir ban­væna skotárás í Bú­staða­hverf­inu um helg­ina með aukn­um vopna­burði. Fjór­ir hafa ver­ið hand­tekn­ir til við­bót­ar vegna máls­ins.

Varar við vopnavæðingu lögreglunnar
Olga Margrét Cilia Þingmaður Pírata varar við vopnavæðingu lögreglunnar. Mynd: Píratar

„Hefði frekari vopnavæðing lögreglunnar komið í veg fyrir skotárásina á laugardaginn? Nei. Hefði aukið eftirlit með lögreglunni, úttekt á starfsumhverfi hennar almennt, getað komið í veg fyrir atburðinn á laugardaginn? Ég kýs alla vega að trúa því.“

Þetta sagði Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Olga kvað sér hljóðs undir liðnum störf þingsins til þess að ræða umræðu um vopnaburð lögreglunnar sem spratt upp í kjölfar banvænnar skotárásar í Bústaðahverfinu á laugardagskvöld. Erlendur karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana og er málið talið tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Fjórir voru handteknir og færðir í gæsluvarðhald vegna málsins og í dag tilkynnti lögreglan að fjórir til viðbótar hefðu verið handteknir í aðgerðum í gær.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að vopnareglur lögreglunnar verði ræddar á fundi lögregluráðs á morgun. Þá sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í sama þætti á mánudag að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn í að vopnbúast.

„Ég vona að lögreglan sé ekki að fara að nota þann sorglega atburð sem lóð á vogarskálar fyrir þeim málflutningi að vopnavæða lögregluna enn frekar,“ sagði Olga Margrét á Alþingi í dag. „Lögreglan var hvergi nálægt þegar skotárásin átti sér stað svo það myndi skila litlu að nýta árásina í að undirbyggja málflutning um frekari vopnakaup lögreglu. Í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn um vopnaeign lögreglunnar frá 2015 kemur fram að lögreglan átti þá samtals 590 vopn. Á tímabilinu 1. janúar 2015 til 10. júní 2020 voru keypt 188 vopn til viðbótar. Lögreglan er því vopnavædd og því spurning hvort ekki þurfi að auka eftirlit með núverandi vopnaeign í stað þess að auka fjölda vopna.“

„Þá erum við komin ansi nálægt því að búa í lögregluríki“

Þingmaðurinn sagði frekari vopnavæðingu lögreglunnar ekki leysa nein vandamál. „Ég vona að þingheimur átti sig á því þegar pressan frá lögreglunni kemur inn fyrir dyr með miklum krafti,“ sagði Olga Margrét. „Hvað varðar heimildir lögreglu til að rannsaka skipulagða starfsemi megum við ekki gleyma því að aðgerðir lögreglu fela í sér inngrip í friðhelgi einkalífs og það er ekki að ástæðulausu að heimildum lögreglu til að grípa inn í einkalíf einstaklinga séu settar skorður. Yfirmenn lögreglunnar telja að á Íslandi séu slakari reglur varðandi valdheimildir lögreglu miðað við samstarfslönd. Það þarf ekki endilega að vera slæmt ef við skoðum málið með réttindi einstaklinga í forgrunni. Lögreglan, eins og önnur stjórnvöld, má aldrei fá óskoraðar valdheimildir til eins eða neins. Þá erum við komin ansi nálægt því að búa í lögregluríki.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár