Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Óli hafði betur gegn Bjarkeyju

Óli Hall­dórss­son mun leiða lista Vinstri grænna í Norð­aust­ur­kjör­dæmi við þing­kosn­ing­ar í haust. Hann hafði bet­ur gegn Bjarkeyju Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur, sitj­andi þing­manni flokks­ins í kjör­dæm­inu.

Óli hafði betur gegn Bjarkeyju
Óli verður oddviti Óli hafði efsta sætið á lista VG í Norðausturkjördæmi. Bjarkey, sem er sitjandi þingmaður flokksins, lenti í öðru sæti.

Óli Halldórsson, sveitarstjórnarmaður og varaþingmaður, hlaut flest atkvæði í forvali Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi. Óli hafði þar með betur en sitjandi þingmaður flokksins, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, sem einnig sóttist eftir efsta sætinu.

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefur leitt lista flokksins í kjödræminu allt frá árinu 2003, þegar kjördæmið varð til. Hann gaf það hins vegar út í lok október á síðasta ári að hann hyggðist hætta í pólitík og gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi.

Bjarkey hefur setið á þingi frá árinu 2013 en hún var þá í öðru sæti á lista Vinstri grænna í kjördæminu. Hún hefur vermt það sæti í kosningunum 2016 og 2017 en með brotthvarfi Steingríms sóttist hún eftir því að leiða flokkinn í komandi kosningum í haust. Af því verður ekki.

Óli er sveitarstjórnarmaður í Norðurþingi og og sat í 5. sæti á lista flokksins við Alþingiskosningarnar 2016 og 2017. Hann hefur tekið sæti sem varaþingmaður fyrir Vinstri græn á þessu kjörtímabili. Óli bauð sig fram til varaformennsku í flokknum haustið 2017 en tapaði í kosningu fyrir Edward H. Huijbens.

Vinstri græn hlutu 4.700 atkvæði í Norðausturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum árið 2017, 19,9 prósent atkvæða. Steingrímur J. var þá annar þingmaður kjördæmisins og Bjarkey sá sjöundi.

Uppfært klukkan 10:55.

Vinstri græn hafa nú sent frá sér fréttatilkynningu um niðurstöður forvalsins. Þar kemur fram að Óli hlaut 304 atkvæði í 1. sæti og Bjarkey hlaut 293 atkvæði í 1.-2. sæti. Í þriðja sæti varð Jódís Skúladóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi, í fjórða sæti Kári Gautason, framkvæmdastjóri þingflokks VG og í fimmta sæti varð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varabæjarfulltrúi flokksins á Akureyri. Greidd atkvæði voru 648 og kosningaþátttaka 62 prósent.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár