Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

298. spurningaþraut: Maðurinn, simpansinn, bónóbó, górilla, órangútan og hver?

298. spurningaþraut: Maðurinn, simpansinn, bónóbó, górilla, órangútan og hver?

Nú, hér er þá hlekkurinn á þrautina frá í gær!

***

Fyrri aukaspurning:

Hvar er myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.  Simpansar og bónóbó-apar eru þeir apar sem skyldastir eru okkur manninum, og síðan górillur og órangútan. En hvaða apategund er skyldust okkur fyrir utan þessar fjórar?

2.   Í hvaða ríki heitir forsetinn Obrador um þessar mundir?

3.   Hvað hét fyrsti Íslendingurinn sem gegndi embætti stiftamtmanns?

4.   Hvaða hljómsveit sendi frá sér lagið A Whiter Shade of Pale fyrir rúmri hálfri öld?

5.   Í hvaða borg er Alhambra?

6.   Hversu mörg sjálfstæð ríki liggja að Svartahafi?

7.   Hver var stærsti og merkasti hluturinn sem fannst við Sutton Hoo?

8.   Hversu margar fullgildar reikistjörnur snúast um Sólina okkar?

9.   Nokkurn veginn hversu margar eru fæðingar á Íslandi á ári: 2.400 — 3.400 — 4.400 — 5.400 — 6.400 — eða 7.400?

10.   Hvað er til húsa við Efstaleiti 1 í Reyjavík?

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða borg er þessi alkunna kirkja, sem sjá má á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Gibbon-apar.

2.   Mexíkó.

3.   Ólafur Stefánsson. Hann er stundum kallaður Ólafur Stephensen, svo ég ætla að gefa rétt fyrir það líka.

4.   Procol Harum. Sjá hér.

5.   Granada.

6.   Sex: Tyrkland, Búlgaría, Rúmenía, Úkraína, Rússland, Georgía. Það munar litlu að Moldova nái til sjávar en nógu miklu til að landið telst ekki með.

7.   Skip.

8.   Átta.

9.  4.400. Árið 2019 voru fæðingar 4.452.

10.   Ríkisútvarpið.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin á Falklandseyjum 1983 þegar Thatcher fór þangað í heimsókn.

Neðri myndin er tekin í borginni Pisa á Ítalíu. Á myndinni hér til hlið má betur sjá hinn víðfræga klukkuturn kirkjunnar góðu. 

***

Og aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár