298. spurningaþraut: Maðurinn, simpansinn, bónóbó, górilla, órangútan og hver?

298. spurningaþraut: Maðurinn, simpansinn, bónóbó, górilla, órangútan og hver?

Nú, hér er þá hlekkurinn á þrautina frá í gær!

***

Fyrri aukaspurning:

Hvar er myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.  Simpansar og bónóbó-apar eru þeir apar sem skyldastir eru okkur manninum, og síðan górillur og órangútan. En hvaða apategund er skyldust okkur fyrir utan þessar fjórar?

2.   Í hvaða ríki heitir forsetinn Obrador um þessar mundir?

3.   Hvað hét fyrsti Íslendingurinn sem gegndi embætti stiftamtmanns?

4.   Hvaða hljómsveit sendi frá sér lagið A Whiter Shade of Pale fyrir rúmri hálfri öld?

5.   Í hvaða borg er Alhambra?

6.   Hversu mörg sjálfstæð ríki liggja að Svartahafi?

7.   Hver var stærsti og merkasti hluturinn sem fannst við Sutton Hoo?

8.   Hversu margar fullgildar reikistjörnur snúast um Sólina okkar?

9.   Nokkurn veginn hversu margar eru fæðingar á Íslandi á ári: 2.400 — 3.400 — 4.400 — 5.400 — 6.400 — eða 7.400?

10.   Hvað er til húsa við Efstaleiti 1 í Reyjavík?

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða borg er þessi alkunna kirkja, sem sjá má á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Gibbon-apar.

2.   Mexíkó.

3.   Ólafur Stefánsson. Hann er stundum kallaður Ólafur Stephensen, svo ég ætla að gefa rétt fyrir það líka.

4.   Procol Harum. Sjá hér.

5.   Granada.

6.   Sex: Tyrkland, Búlgaría, Rúmenía, Úkraína, Rússland, Georgía. Það munar litlu að Moldova nái til sjávar en nógu miklu til að landið telst ekki með.

7.   Skip.

8.   Átta.

9.  4.400. Árið 2019 voru fæðingar 4.452.

10.   Ríkisútvarpið.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin á Falklandseyjum 1983 þegar Thatcher fór þangað í heimsókn.

Neðri myndin er tekin í borginni Pisa á Ítalíu. Á myndinni hér til hlið má betur sjá hinn víðfræga klukkuturn kirkjunnar góðu. 

***

Og aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár