Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Bjarni Benediktsson: Þjóðareign auðlinda „sósíalísk hugmyndafræði“

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra seg­ist gera „risa­stóra mála­miðl­un“ í stuðn­ingi sín­um við hug­tak­ið þjóð­ar­eign auð­linda í stjórn­ar­skrár­frum­varpi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Slíkt hafi helst þekkst í Sov­ét­ríkj­un­um og hafi „ná­kvæm­lega enga þýð­ingu haft“. Hann seg­ir þing­ið ekki bund­ið af þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um stjórn­ar­skrána.

Bjarni Benediktsson Fjármálaráðherra telur ekki þörf á að breyta stjórnarskránni í grundvallaratriðum.

Bjarni Bendiktsson, fjármála- og efnhagsráðherra, segist gera „risastóra málamiðlun“ með stuðningi sínum við orðalag um þjóðareign auðlinda í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til breytinga á stjórnarskrá.

Umræður um málið fóru fram á Alþingi á miðvikudag. Í ræðu sinni ítrekaði Bjarni að hann teldi ekki þörf á grundvallarbreytingum á stjórnarskránni og að þingið væri ekki bundið af þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór um tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Vilji hann frekar ná sátt um ákveðin atriði sem Katrín hefur nú lagt fram í formi þingmannafrumvarps.

Þegar Bjarni ræddi auðlindaákvæði frumvarpsins gerði hann lítið úr athugasemdum þingmanna um hugsanlegt varanlegt framsal á náttúruauðlindum og vísaði í dómafordæmi. „Eina athugasemdin sem ég verð að gera og risastóra málamiðlunin sem að í raun og veru fellst í því að taka það til greina að styðja svona ákvæði er hugtakið þjóðareign,“ sagði Bjarni. „Sem er þá nýtt í stjórnarskrá og þarf að skilgreina upp á nýtt. Og Feneyjanefndin hefur brugðist við og spurt hvert eruði að fara með þessu nýja hugtaki? Hvað stendur til? Að búa til eitthvert nýtt eignarréttarlegt fyrirbæri sem hvað? Hver er tilgangurinn?“

Vísaði hann þar í athugasemdir sem óskað var eftir frá svokallaðri Feneyjanefnd, ráðgjafanefnd Evrópuráðsins um stjórnskipunarmál, þar sem fram kom að skýra þyrfti hugtakið betur og tengsl þess við hefðbundinn eignarrétt.

„Þetta er að þessu leytinu til töluvert sósíalísk hugmyndafræði“

„Í sögulegu samhengi hefur þjóðareign eða eignir sem eru lýstar eign þjóðarinnar í öðrum stjórnarskrám, þær stjórnarskrár hafa almennt verið til dæmis í Sovétríkjunum og öðrum slíkum ríkjum sem hafa á endanum molnað niður og þessi ákvæði hafa nákvæmlega enga þýðingu haft,“ bætti Bjarni við. „Þetta er að þessu leytinu til töluvert sósíalísk hugmyndafræði með einhverju nýju íslensku afbrigði í greinargerð. Í greinargerðinni er sagt að þetta hafi ekki neina aðra þýðingu en sem almenn stefnuyfirlýsing og undirstriki heimildir löggjafans til að fara með fullt forræði yfir nýtingunni. Ég verð bara einfaldlega að láta þetta fljóta með sem almenna athugasemd um þetta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
6
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár