Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sautján vilja breyta auðlindaákvæði Katrínar í tillögu Stjórnlagaráðs

Þing­menn úr röð­um Pírata, Sam­fylk­ing­ar og Flokks fólks­ins vilja að auð­linda­ákvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar verði eins og það sem kom upp úr vinnu Stjórn­laga­ráðs.

Sautján vilja breyta auðlindaákvæði Katrínar í tillögu Stjórnlagaráðs
Stjórnlagaráð Tillaga stjórnarandstöðuþingmannanna snýr að því að ákvæðið verði eins og það sem þingnefnd vann upp úr tillögum Stjórnlagaráðs.

Sautján þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt til breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Með henni yrði ákvæðið eins og það sem kom úr þeirri vinnu sem Stjórnlagaráð vann og skilaði árið 2011.

Þingmennirnir eru úr Pírötum, Samfylkingu og Flokki fólksins, auk Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka. Er þetta fyrsta breytingartillagan sem kemur fram um frumvarp Katrínar, sem hún leggur ein fram þar sem samstaða náðist ekki meðal formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi um stjórnarskrárbreytingar eftir reglulega fundi þeirra um málaflokkinn.

Í frumvarpi Katrínar eru breytingar á ákvæðum sem snúa að forseta Íslands, ríkisstjórn, verkefnum framkvæmdarvalds, umhverfsivernd, íslenskri tungu og loks auðlindum náttúru Íslands. Snýr breytingartillagan eingöngu að síðastnefndu atriði.

Tillagan er samhljóða þeirri sem meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar lagði til við meðferð á tillögum Stjórnlagaráðs í byrjun árs 2013. Hafði þá Stjórnlagaráð skilað drögum að nýrri stjórnarskrá sem tekin voru til þinglegar meðferðar. Engar breytingar voru gerðar á stjórnarskránni það vor fyrir Alþingiskosningar, nema að bæta við tímabundnu ákvæði um breytingar á stjórnarskránni á kjörtímabilinu sem fylgdi eftir. Það ákvæði rann út án þess að breytingar yrðu gerðar á stjórnarskránni.

Tillögurnar ólíkar að mati Stjórnarskrárfélagsins

Stjórnarskrárfélagið gagnrýndi tillögu Katrínar þegar hún var fyrst kynnt á samráðsgátt stjórnvalda í ljósi þess að þjóðaratkvæðagreiðsla hafði farið fram um tillögur Stjórnlagaráðs. „Þrátt fyrir að greina megi að eitthvað af orðalagi sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 hafi ratað inn í tillögur formannanefndarinnar, er ljóst að þar liggur ekki til grundvallar 34. gr. frumvarpsins eins og það var samþykkt. Þannig er, að mati Stjórnarskrárfélagsins, ekki farið eftir niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem er afar alvarlegur ágalli á þeim tillögum sem um ræðir,“ segir í umsögninni.

„Þannig er, að mati Stjórnarskrárfélagsins, ekki farið eftir niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar“

Stjórnarskrárfélagið gagnrýnir að þjóðin hafi verri rétt samkvæmt tillögu Katrínar en þeirrar sem kom frá Stjórnlagaráði. Túlkunarvandi um hvaða náttúrugæði skuli falla undir ákvæðið geti myndast, ákvæði um fulla eða eðlilega gjaldtöku vegna afnota á auðlindum sé fjarlægt og fellt sé burt orðalag um að hagnýtingarleyfi skuli aldrei leiða til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindum.

Tillaga Katrínar:

Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni. Þær skal nýta á sjálfbæran hátt til hagsbóta landsmönnum öllum. Ríkið hefur eftirlit og umsjón með meðferð og nýtingu auðlindanna.
    Náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti eru þjóðareign. Enginn getur fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota. Handhafar löggjafarvalds og framkvæmdarvalds fara með forræði yfir þeim í umboði þjóðarinnar.
    Veiting heimilda til nýtingar á náttúruauðlindum og landsréttindum sem eru í þjóðareign eða eigu íslenska ríkisins skal grundvallast á lögum og gæta skal jafnræðis og gagnsæis. Með lögum skal kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar í ábataskyni.

Tillaga þingmannanna sautján:

    Auðlindir í náttúru Íslands sem ekki eru háðar einkaeignarrétti eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið þær eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Handhafar löggjafar- og framkvæmdarvalds fara með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt auðlindanna og réttindanna í umboði þjóðarinnar.
    Óheimilt er að framselja beint eða óbeint með varanlegum hætti til annarra aðila réttindi yfir jarðhita, vatni með virkjanlegu afli og grunnvatni, sem og námaréttindi, í eigu ríkisins eða félaga sem alfarið eru í eigu þess. Sama gildir um réttindi yfir vatni, jarðhita og jarðefnum á ríkisjörðum umfram lágmarksréttindi vegna heimilis- og búsþarfa.
    Til þjóðareignar skv. 1. mgr. teljast nytjastofnar og aðrar auðlindir hafsins innan íslenskrar lögsögu, auðlindir á, í eða undir hafsbotninum utan netlaga svo langt sem fullveldisréttur ríkisins nær, vatn, þó að gættum lögbundnum réttindum annarra til hagnýtingar og ráðstöfunar þess, og auðlindir og náttúrugæði í þjóðlendum. Löggjafinn getur ákveðið að lýsa fleiri auðlindir og náttúrugæði þjóðareign, enda séu þau ekki háð einkaeignarrétti. Í eignarlöndum takmarkast réttur eigenda til auðlinda undir yfirborði jarðar við venjulega hagnýtingu fasteignar. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar.
    Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi.
    Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda, sem og annarra takmarkaðra almannagæða, gegn eðlilegu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignar eða óafturkallanlegs forræðis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Á ekki möguleika á að fá réttláta málsmeðferð“
3
Fréttir

„Á ekki mögu­leika á að fá rétt­láta máls­með­ferð“

Nauðg­un­ar­kær­an var felld nið­ur, en um­boðs­mað­ur Al­þing­is tek­ur und­ir að­finnsl­ur við rann­sókn lög­reglu, varð­andi at­riði sem hefðu getað skipt máli við sönn­un­ar­mat. Eft­ir at­hug­un á máli Guðnýj­ar S. Bjarna­dótt­ur sendi um­boðs­mað­ur Al­þing­is einnig rík­is­sak­sókn­ara ábend­ingu varð­andi varð­veislu gagna í saka­mál­um og árétt­aði mik­il­vægi þess að ákær­andi hafi öll gögn und­ir hönd­um þeg­ar hann tek­ur af­stöðu.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
5
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár