Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Átakanleg saga þolanda mansals sem ákveðið hefur verið að senda úr landi

Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála og Út­lend­inga­stofn­un hafa synj­að 21 árs þol­anda man­sals og kyn­ferð­isof­beld­is um al­þjóð­lega vernd og dval­ar­leyfi. Hér er saga hans.

Átakanleg saga þolanda mansals sem ákveðið hefur verið að senda úr landi
Lögreglan hafði samband Uhunoma Osayomore fékk símtal frá lögreglu í dag og verður sendur úr landi. Kærunefnd útlendingamála trúir frásögn hans um kynferðisofbeldi og ofbeldi föður hans.

Ungur maður að nafni Uhunoma Osayomore, þolandi mansals og kynferðisofbeldis, lagði á flótta frá heimalandi sínu, Nígeríu, á barnsaldri og kom hingað til lands yfir tæpu einu og hálfu ári síðan. Hann hefur að mati Magnúsi Norðdahl, lögmanni hans, myndað sterk félagsleg tengsl á Íslandi. Í dag hafði lögreglan samband við hann. Hann verður sendur úr landi vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála.

Missti móður sína, flúði föður sinn

Í frásögn Uhunoma, sem Útlendingastofnun og kærunefndin hafa ekki lýst neinum efa um, kemur fram að hann flúði heimaland sitt á sautjánda aldursári vegna alvarlegs ofbeldis og ofsókna af hálfu föður síns en faðir hans hafði beittt hann ofbeldi nánast hvern einasta dag. Þá hafi faðirinn einnig beitt móður hans og yngri systur ofbeldi reglulega.

Sögu Uhunoma er lýst í úrskurði kærunefndar útlendingamála. Árið 2015 varð hann vitni að því að faðir hans hafi beitt móður hans svo miklu ofbeldi að hún hafi í kjölfarið látist. Tveimur mánuðum síðar tók faðir hans saman við nýja konu sem einnig hafi beitt Uhunoma harðræði. 

Faðir hans skyldaði hann til þess að fá sér vinnu til að afla tekna fyrir heimilið og því fór Uhunoma að selja vatn og flögur á götum úti. Eitt sinn hafði systir hans fylgt honum til vinnu en þann dag varð hún fyrir slysi sem síðar leiddi hana til dauða.

Uhunoma hafði engin önnur tengsl í heimalandi sínu fyrir utan einn frænda sinn í móðurætt sem kom honum ekki til aðstoðar vegna þess hve hann óttaðist föður hans. Faðir hans er bendlaður við glæpastarfsemi í heimalandi sínu ásamt því að eiga byssu, þar að auki á hann samkvæmt Uhunoma vini og kunningja í lögreglunni. Vegna þessa gat hann ekki leitað til lögreglunnar vegna ofbeldisins.

Hræðileg ferðasaga

Leið Uhunoma til Íslands var löng og ströng. Þegar hann bjó enn í Nígeríu samdi hann við aðila sem flytja fólk til Líbýu um að koma sér þangað. Í Líbýu segist hann hafa verið látinn vinna fyrir nígeríska konu sem hafði rekið þar veitingastað, en þannig borgaði hann fyrir ferðina.

Uhunoma vann fyrir konuna í fimm mánuði samtals áður en hún var myrt af fólki sem kom inn á veitingastaðinn í leit að eiginmanni hennar, samkvæmt frásögn hans.

Þá komst hann í kynni við fólk sem bjó í fátæktarhverfi, en fólkið hafði verið á leið frá Líbýu til Ítalíu. Þangað langaði hann einnig að fara svo hann fékk sér vinnu á sveitabýli til að safna sér fyrir ferðinni. Hann fékk þó ekki greitt fyrir vinnuna en fékk þess í stað að sofa í útihúsi nálægt heimili eigandans. Í frásögn hans kemur fram að eigandinn kom fjórum sinnum inn í útihúsið og nauðgaði honum og áverkarnir voru svo alvarlegir að hann finnur enn þann dag í dag fyrir sársauka vegna þeirra.

Eitt sinn heyrði Uhunoma eigandann rífast við eiginkonu sína vegna þess hvað hann hefði gert honum. Þá ákvað hann að hann skyldi leggja á flótta vegna ótta við að samræðurnar myndu valda honum vandræðum. Uhunoma komst á bát til Ítalíu en þar var umsókn hans um alþjóðlega vernd einnig synjað svo hann þurfi að búa á götunni og betla peninga til eiga fyrir mat. 

Á götunni varð hann fyrir líkamsárás þegar menn reyndu að ræna síma hans sem varð til þess að hann hlaut áverka á hendi og fingrum. Hann náði þó að betla nægan pening til að eiga fyrir ferð sinni til Íslands.

Faðir Uhunoma kom þeim skilaboðum til hans að ef hann ætlaði sér að snúa aftur til Nígeríu myndi hann myrða hann.

FlóttamennBátur með flóttamönnum á leið frá Lýbíu út á Miðjarðarhafið í mars 2019.

Neitað um dvalarleyfi

Uhunoma hefur verið neitað um dvalarleyfi og alþjóðlega vernd á grundvelli mannúðarsjónarmiða vegna þess að íslensk stjórnvöld telja að hann sé öruggur í heimalandi sínu og geti fengið þar viðunandi aðstoð. 

Magnús segir það ranglega metið. „Alþjóðlegar skýrslur taka af öll tvímæli um hversu slæmt ástandið þar í landi er. Sem dæmi má nefna að fjöldi geðlækna þar í landi er einungis 300 talsins en heildarfjöldi íbúa rúmar 200 milljónir. Þá hafa fórnarlömb mansals litla sem enga möguleika á því að leita til lögregluyfirvalda þar í landi vegna landlægrar spillingar og sinnuleysis í garð hóps mansalsfórnarlamba. Mat stjórnvalda á aðstæðum mansalsfórnarlamba í Nígeríu er óforsvaranlegt og rangt.“

Málið segir hann hluta af fjölda mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis sé synjað um vernd hér á landi. Hann segir það sorglega þróun. „Það er ákaflega sorgleg þróun og ekki í takt við þær áherslur stjórnvalda á mannréttindi og vernd þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldi af þessu tagi.“

Synjað um frestun réttaráhrifa

Uhunoma hefur jafnframt verið synjað um frestun réttaráhrifa sem að sögn Magnúsar felur í sér að nefndin vill að honum verði komið úr landi með valdi áður en honum gefst færi til þess að bera mál sitt undir dómstóla. „Það er ankannalegt og að mínum dómi brot á stjórnarskárvörðum rétti borgaranna að að þeim sé vísað úr landi áður en dómstólar hafa fjallað um réttmæti málsmeðferðarinnar sem þeir máttu sæta,“ segir hann. 

Málið er á leið inn á borð Héraðsdóms Reykjavíkur á næstu dögum og endurupptökubeiðni verður einnig send á kærunefnd útlendingamála.

Meta frásögnina trúveðuga

Þrátt fyrir að Uhunoma hafi verið synjað um hæli metur kærunefnd útlendingamála frásögn hans trúverðuga.

„Mat á trúverðugleika frásagnar kæranda er byggt á endurritun viðtala hans hjá Útlendingastofnun, öðrum gögnum málsins og upplýsingum um heimaríki kæranda.“

Í úrskurðinum segir jafnframt að kærunefnd fallist á að hann hafi flúið heimalandið vegna ofbeldis föður síns og að hann glími við andleg og líkamleg vandamál vegna kynferðislegs ofbeldis sem hann hafi orðið fyrir í Lýbíu. Í sálfræðimati kemur fram að Uhunoma sé greindur með áfallastreituröskun. Hann glími við vonleysi, vanlíðan, svefnleysi og sjálfsvígshugsanir. Hins vegar er hann talinn af kærunefndinni vera öruggur í Nígeríu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár