Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ísland fellur á spillingarlista

Árni Múli Jónas­son, fram­kvæmda­stjóri al­þjóð­legra sam­taka gegn spill­ingu, seg­ir spill­ing­ar­vísi­tölu Ís­lands gefa vís­bend­ingu um að spill­inga­varn­ir séu ekki nægi­leg­ar hér á landi.

Ísland fellur á spillingarlista
Samtök gegn spillingu Ísland hefur misst ímynd sína sem land laust við spillingu vegna bankahrunsins, Panamaskjalana og Samherjaskjalana

Transparency International, alþjóðleg samtök gegn spillingu, birtu nýlega niðurstöður mælinga á spillingu meðal 180 þjóða fyrir árið 2020. Mælingin nær til spillingar í opinbera geiranum og Ísland situr nú í 17. sæti, sex sætum neðar en árið 2019 og neðst allra Norðurlandanna. 

Samkvæmt samtökunum njóta mælingar þeirra á spillingu viðurkenningar á alþjóðavettvangi. Samtökin voru stofnuð árið 1992 og hafa lengi vel verið ein áhrifaríkustu samtökin sem vinna að heilindum í stjórnmálum, stjórnsýslu og viðskiptalífi hvarvetna í heiminum.

Marktækur munur á spillingu á Íslandi milli ára

Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri íslenska útibús samtakanna, segir að marktækur munur sé á stöðu Íslands í ár miðað við árið í fyrra. „Við vorum í ellefta sæti í fyrra og samkvæmt mælikvarðanum núna höfum við farið neðar, enda hefur stigafjöldi minnkað á milli ára. Það voru 78 stig sem Ísland fékk í fyrra og nú erum við komin í 75 stig, sem er marktækur munur, og Ísland hefur farið enn neðar á listanum og var í 17. sæti á þeim lista sem var birtur í morgun,“ segir Árni. 

„Það var ekki fyrir svo löngu síðan að álit Íslendinga og mjög margra að Ísland væri mjög lítið spillt land“
Árni Múli Jónsson
Framkvæmdastjóri TI á Íslandi

Munurinn sé þá verulegur sé litið lengra aftur í tímann. „Það sem hefur gerst hjá okkur á Íslandi er að það var ekki fyrir svo löngu síðan að álit Íslendinga og mjög margra að Ísland væri mjög lítið spillt land. Ísland skoraði mjög hátt og var yfirleitt í hópi þessara norrænu ríkja sem hafa raðað sér einna efst á þessum lista en síðan hefur þróunin verið á verri veg,“ segir hann. 

Líta þróunina alvarlegum augum

Samtökin líta þróunina alvarlegum augum. „Að okkar mati er þarna þróun í gangi sem er fullt tilefni til að taka mjög alvarlega og er vísbending um að hlutirnir séu ekki í nógu góðu lagi að þessu leyti og spillingarvarnir og það sem er gert sé ekki nógu mikið,“ útskýrir hann. 

Samkvæmt Transparency International hefur ímynd Íslands sem land laust við spillingu tekið dýfu niður á við í kjölfar bankahrunsins, Panamaskjalanna og Samherjaskjalanna.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Spilling

Lækkun Íslands skrifast ekki á Grétar Þór og Þorvald
SkýringSpilling

Lækk­un Ís­lands skrif­ast ekki á Grét­ar Þór og Þor­vald

Ein mæl­ing, sem staf­ar af mati tveggja ís­lenskra há­skóla­pró­fess­ora á spill­ing­ar­vörn­um hér­lend­is, hef­ur dreg­ið Ís­land nið­ur list­ann í spill­ing­ar­vísi­tölu Tran­sparency In­ternati­onal und­an­far­in ár. Ís­land féll um nokk­ur sæti milli ára, en það sem helst breyt­ist er mat sér­fræð­inga al­þjóð­legs grein­inga­fyr­ir­tæk­is, IHS Global In­sig­ht, á spill­ingaráhættu í tengsl­um við við­skipti hér á landi.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár