Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Facebook dregur úr stjórnmálaumræðu

Erf­ið­ara verð­ur að finna um­ræðu­hópa um stjórn­mál á Face­book og minna mun birt­ast af póli­tísku efni á for­síðu sam­fé­lags­mið­ils­ins, að sögn Mark Zucker­berg. Breyt­ing­arn­ar verða gerð­ar á heimsvísu.

Facebook dregur úr stjórnmálaumræðu
Mark Zuckerberg Forstjóri Facebook vill draga úr eldfimri stjórnmálaumræðu. Mynd: Anthony Quintano from Honolulu, HI, United States, CC BY 2.0 <https://creativecommons.org/licenses/by/2.0>, via Wikimedia Commons

Facebook mun ekki lengur mæla með spjallhópum um stjórnmál og skoðar skref til að draga úr stjórnmálaefni sem birtist í fréttaveitunni á forsíðu notenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook.

Zuckerberg segir mikilvægt að sá félagsskapur sem fólk finnur á samfélagsmiðlinum sé heilbrigður og jákvæður. Þetta sé eitthvað sem fyrirtækið hafi unnið að lengi. „Ein leið sem við förum að þessu er að taka niður hópa sem brjóta reglur um ofbeldi eða hatursorðræðu,“ skrifar hann. „Í september deildum við því að við hefðum fjarlægt yfir eina milljón hópa á síðasta ári. En það eru einnig margir hópar sem við viljum ekki endilega hvetja fólk til að ganga í, jafnvel þó þeir brjóti ekki reglurnar okkar.“

Segir hann að til dæmis hafi samfélagsmiðillinn hætt að mæla með hópum um stjórnmál og samfélagsmál í aðdraganda kosninga í Bandaríkjunum síðastliðinn nóvember, en slík meðmæli birtast gjarnan á síðum notenda. „Við erum enn að fínstilla hvernig þetta virkar, en við ætlum að halda hópum um samfélagsmál og stjórnmál fyrir utan meðmæli okkar til lengri tíma og við ætlum að fylgja þeirri stefnu á heimsvísu. Svo ég sé skýr þá er þetta framhald af vinnu sem við höfum staðið í lengi til þess að kæla hitastigið og draga úr umræðum og samfélögum sem valda sundrung.“

„Fólk vill ekki að stjórnmál og rifrildi taki yfir upplifun þeirra“

Zuckerberg bætir því við að með sama hætti séu til skoðunar skref sem minnka pólitískt efni í fréttaveitu notenda sem birtist á Facebook forsíðu þeirra. „Svo ég sé skýr, þá gerum við fólki að sjálfsögðu ennþá kleift að taka þátt í pólitískum hópum og umræðum ef það vill. Þetta getur oft verið mikilvægt og hjálplegt. Slíkt getur verið leið til að skipuleggja grasrótarhreyfingu, hafa hátt um óréttlæti eða læra frá fólki með ólík sjónarmið. Svo við viljum að þær umræður haldi áfram að eiga sér stað. En ein helstu skilaboðin sem við heyrum frá samfélagi okkar núna er að fólk vill ekki að stjórnmál og rifrildi taki yfir upplifun þeirra af þjónustu okkar.“

Segir hann að lokum að þetta ár muni Facebook einbeita sér að því að hjálpa milljónum manns að taka þátt í „heilbrigðum hópum“ og vera enn sterkara afl til að stefna fólki saman.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
1
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.
„Á ekki möguleika á að fá réttláta málsmeðferð“
3
Fréttir

„Á ekki mögu­leika á að fá rétt­láta máls­með­ferð“

Nauðg­un­ar­kær­an var felld nið­ur, en um­boðs­mað­ur Al­þing­is tek­ur und­ir að­finnsl­ur við rann­sókn lög­reglu, varð­andi at­riði sem hefðu getað skipt máli við sönn­un­ar­mat. Eft­ir at­hug­un á máli Guðnýj­ar S. Bjarna­dótt­ur sendi um­boðs­mað­ur Al­þing­is einnig rík­is­sak­sókn­ara ábend­ingu varð­andi varð­veislu gagna í saka­mál­um og árétt­aði mik­il­vægi þess að ákær­andi hafi öll gögn und­ir hönd­um þeg­ar hann tek­ur af­stöðu.
Komst loks í átröskunarmeðferð þegar veikindin voru orðin alvarleg
5
Viðtal

Komst loks í átrösk­un­ar­með­ferð þeg­ar veik­ind­in voru orð­in al­var­leg

El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir ákvað 17 ára að fara í „sak­laust átak“ til að létt­ast en missti al­gjör­lega tök­in og veikt­ist al­var­lega af átrösk­un. Hún lýs­ir bar­áttu sinni, ekki ein­ung­is við lífs­hættu­leg­an sjúk­dóm held­ur líka brot­ið heil­brigðis­kerfi þar sem fólk fær ekki hjálp fyrr en sjúk­dóm­ur­inn er orð­inn al­var­leg­ur, en dán­ar­tíðni vegna hans er sú hæsta á með­al geð­sjúk­dóma.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
4
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár