Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Facebook dregur úr stjórnmálaumræðu

Erf­ið­ara verð­ur að finna um­ræðu­hópa um stjórn­mál á Face­book og minna mun birt­ast af póli­tísku efni á for­síðu sam­fé­lags­mið­ils­ins, að sögn Mark Zucker­berg. Breyt­ing­arn­ar verða gerð­ar á heimsvísu.

Facebook dregur úr stjórnmálaumræðu
Mark Zuckerberg Forstjóri Facebook vill draga úr eldfimri stjórnmálaumræðu. Mynd: Anthony Quintano from Honolulu, HI, United States, CC BY 2.0 <https://creativecommons.org/licenses/by/2.0>, via Wikimedia Commons

Facebook mun ekki lengur mæla með spjallhópum um stjórnmál og skoðar skref til að draga úr stjórnmálaefni sem birtist í fréttaveitunni á forsíðu notenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook.

Zuckerberg segir mikilvægt að sá félagsskapur sem fólk finnur á samfélagsmiðlinum sé heilbrigður og jákvæður. Þetta sé eitthvað sem fyrirtækið hafi unnið að lengi. „Ein leið sem við förum að þessu er að taka niður hópa sem brjóta reglur um ofbeldi eða hatursorðræðu,“ skrifar hann. „Í september deildum við því að við hefðum fjarlægt yfir eina milljón hópa á síðasta ári. En það eru einnig margir hópar sem við viljum ekki endilega hvetja fólk til að ganga í, jafnvel þó þeir brjóti ekki reglurnar okkar.“

Segir hann að til dæmis hafi samfélagsmiðillinn hætt að mæla með hópum um stjórnmál og samfélagsmál í aðdraganda kosninga í Bandaríkjunum síðastliðinn nóvember, en slík meðmæli birtast gjarnan á síðum notenda. „Við erum enn að fínstilla hvernig þetta virkar, en við ætlum að halda hópum um samfélagsmál og stjórnmál fyrir utan meðmæli okkar til lengri tíma og við ætlum að fylgja þeirri stefnu á heimsvísu. Svo ég sé skýr þá er þetta framhald af vinnu sem við höfum staðið í lengi til þess að kæla hitastigið og draga úr umræðum og samfélögum sem valda sundrung.“

„Fólk vill ekki að stjórnmál og rifrildi taki yfir upplifun þeirra“

Zuckerberg bætir því við að með sama hætti séu til skoðunar skref sem minnka pólitískt efni í fréttaveitu notenda sem birtist á Facebook forsíðu þeirra. „Svo ég sé skýr, þá gerum við fólki að sjálfsögðu ennþá kleift að taka þátt í pólitískum hópum og umræðum ef það vill. Þetta getur oft verið mikilvægt og hjálplegt. Slíkt getur verið leið til að skipuleggja grasrótarhreyfingu, hafa hátt um óréttlæti eða læra frá fólki með ólík sjónarmið. Svo við viljum að þær umræður haldi áfram að eiga sér stað. En ein helstu skilaboðin sem við heyrum frá samfélagi okkar núna er að fólk vill ekki að stjórnmál og rifrildi taki yfir upplifun þeirra af þjónustu okkar.“

Segir hann að lokum að þetta ár muni Facebook einbeita sér að því að hjálpa milljónum manns að taka þátt í „heilbrigðum hópum“ og vera enn sterkara afl til að stefna fólki saman.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár