Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Facebook dregur úr stjórnmálaumræðu

Erf­ið­ara verð­ur að finna um­ræðu­hópa um stjórn­mál á Face­book og minna mun birt­ast af póli­tísku efni á for­síðu sam­fé­lags­mið­ils­ins, að sögn Mark Zucker­berg. Breyt­ing­arn­ar verða gerð­ar á heimsvísu.

Facebook dregur úr stjórnmálaumræðu
Mark Zuckerberg Forstjóri Facebook vill draga úr eldfimri stjórnmálaumræðu. Mynd: Anthony Quintano from Honolulu, HI, United States, CC BY 2.0 <https://creativecommons.org/licenses/by/2.0>, via Wikimedia Commons

Facebook mun ekki lengur mæla með spjallhópum um stjórnmál og skoðar skref til að draga úr stjórnmálaefni sem birtist í fréttaveitunni á forsíðu notenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook.

Zuckerberg segir mikilvægt að sá félagsskapur sem fólk finnur á samfélagsmiðlinum sé heilbrigður og jákvæður. Þetta sé eitthvað sem fyrirtækið hafi unnið að lengi. „Ein leið sem við förum að þessu er að taka niður hópa sem brjóta reglur um ofbeldi eða hatursorðræðu,“ skrifar hann. „Í september deildum við því að við hefðum fjarlægt yfir eina milljón hópa á síðasta ári. En það eru einnig margir hópar sem við viljum ekki endilega hvetja fólk til að ganga í, jafnvel þó þeir brjóti ekki reglurnar okkar.“

Segir hann að til dæmis hafi samfélagsmiðillinn hætt að mæla með hópum um stjórnmál og samfélagsmál í aðdraganda kosninga í Bandaríkjunum síðastliðinn nóvember, en slík meðmæli birtast gjarnan á síðum notenda. „Við erum enn að fínstilla hvernig þetta virkar, en við ætlum að halda hópum um samfélagsmál og stjórnmál fyrir utan meðmæli okkar til lengri tíma og við ætlum að fylgja þeirri stefnu á heimsvísu. Svo ég sé skýr þá er þetta framhald af vinnu sem við höfum staðið í lengi til þess að kæla hitastigið og draga úr umræðum og samfélögum sem valda sundrung.“

„Fólk vill ekki að stjórnmál og rifrildi taki yfir upplifun þeirra“

Zuckerberg bætir því við að með sama hætti séu til skoðunar skref sem minnka pólitískt efni í fréttaveitu notenda sem birtist á Facebook forsíðu þeirra. „Svo ég sé skýr, þá gerum við fólki að sjálfsögðu ennþá kleift að taka þátt í pólitískum hópum og umræðum ef það vill. Þetta getur oft verið mikilvægt og hjálplegt. Slíkt getur verið leið til að skipuleggja grasrótarhreyfingu, hafa hátt um óréttlæti eða læra frá fólki með ólík sjónarmið. Svo við viljum að þær umræður haldi áfram að eiga sér stað. En ein helstu skilaboðin sem við heyrum frá samfélagi okkar núna er að fólk vill ekki að stjórnmál og rifrildi taki yfir upplifun þeirra af þjónustu okkar.“

Segir hann að lokum að þetta ár muni Facebook einbeita sér að því að hjálpa milljónum manns að taka þátt í „heilbrigðum hópum“ og vera enn sterkara afl til að stefna fólki saman.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár