Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík var send á meðferðarheimilið Laugaland í Eyjafirði sumarið 2004 eftir að hafa verið í mánuð á Barna- og unglingageðdeildinni, en hún var lögð þar inn eftir tilraun til sjálfsvígs. Þá var hún þrettán ára gömul.
„Ég var langyngsta stelpan á Laugalandi og átti lítið sameiginlegt með hinum stelpunum sem flestar áttu sögu um áfengisnotkun eða aðra vímuefnaneyslu. Eftir á að hyggja hefði aldrei átt að vista mig þarna, ég var barn sem átti mjög bágt vegna heimilisaðstæðna en ég var ekki í neyslu. Ég var send á Laugaland út af hegðunarvanda. Barnavernd ákvað það. En minn stærsti vandi voru heimilisaðstæðurnar. Foreldrar mínir voru í mikilli neyslu og enn þann dag í dag skil ég ekki af hverju var ekki gripið inn í það í stað þess að senda mig í burtu. Litli bróðir minn, sem þá var að byrja í sex ára bekk, var skilinn eftir …
Athugasemdir