Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Mistök ástæða vatnstjóns í HÍ

Veit­ur biðj­ast af­sök­un­ar á mis­tök­um sem urðu til þess að vatn flæddi um Há­skóla Ís­lands og millj­óna­tjón varð.

Vatnstjón í HÍ Veitur segja mistök hafa valdið flóðinu.

Mistök voru gerð við framkvæmdir á vegum veitna við Suðurgötu og olli það vatnstjóni í byggingum Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.

„Mistök voru gerð við framkvæmdir á vegum Veitna við Suðurgötu sem ollu því að stofnlögn vatns fór í sundur þannig að vatn flæddi inn í byggingar Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningu Veitna. „Verið er að endurnýja lögnina og veggur lokahúss, sem styður við hana, var rofinn of snemma í verkinu. Þar sem enn var þrýstingur á lögninni fór hún í sundur á samskeytum með þessum afleiðingum.“

Er þetta niðurstaða greiningar starfsfólks Veitna á atvikinu. „Veitur eru með frjálsa ábyrgðatryggingu og hefur tryggingarfélagi Veitna verið kynntar bráðabirgðaniðurstöður greininga.  Einnig hefur verið fundað með forsvarsfólki Háskóla Íslands og öðrum hagaðilum,“ segir í tilkynningunni.

Skera þarf úr um bótaábyrgð vegna tjónsins á verksviði tryggingarfélaga, segir ennfremur. Mat á því liggur ekki fyrir.

„Veitum þykir miður að mistökin hafi valdið þessu tjóni og raskað starfi Háskólans. Fyrirtækið hefur boðið fram aðstoð til að tjónið og truflun á skólastarfi verði sem minnst. Atvikið er litið alvarlegum augum innan Veitna og er þegar hafin rýni á verklagi og samskiptum allra sem að framkvæmdum á vegum fyrirtækisins koma.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
6
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár