Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

276. spurningaþraut: Ragna Kjartansdóttir og Ragnar Kjartansson; þrjár skáldsögur Halldórs Laxness og fleira

276. spurningaþraut: Ragna Kjartansdóttir og Ragnar Kjartansson; þrjár skáldsögur Halldórs Laxness og fleira

Þraut síðan í gær!

***

Aukaspurningin fyrri:

Hver er konan sem hér er með Bono, söngvara U2, fyrir tuttugu árum? Geta má þess að hún hefur fengist við stjórnmál um ævina.

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað er minnsta ríki í heimi?

2.   Rómverjar lögðu á sínum tíma undir sig England en náðu aldrei Skotlandi, þótt nokkuð væru þeir að þvælast þar. Hvað kölluðu Rómverjar Skotland?

3.   Hvaða fótboltalið karla hefur oftast unnið Meistaradeild Evrópu eða Evrópubikarinn, eins og keppnin hét áður?

4.   Ragna Kjartansdóttir heitir ung tónlistarkona á Íslandi, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Subterranean en haslaði sér svo völl sem rappari á eigin vegum fyrir um 20 árum. Svo hvarf hún úr sviðsljósinu í mörg ár en birtist aftur fyrir fáeinum misserum. Hvað er listamannsnafn Rögnu?

5.   Ragnar Kjartansson — sem er ekki skyldur Rögnu Kjartansdóttur — hefur komið víða við í listinni, í myndlist, tónlist, hugmyndalist o.fl. Á tímabili fyrir mörgum árum notaði Ragnar listamannanafn — aðallega í gamni þó — sem mörgum þótti helstil dónalegt. Hvað kallaði hann sig þá?

6.   Á fjórða áratugnum stimplaði Halldór Laxness sig heldur betur inn í íslenskar bókmenntir með þremur stórum og breiðum samtímasögum (eða svona því sem næst), en þær hétu — í stafrófsröð: Heimsljós, Salka Valka, Sjálfstætt fólk. En í hvaða röð komu þær út?

7.    Í hvaða landi er höfuðborgin Búkarest?

8.   Catherine Middleton heitir kona ein, sem gekk að eiga Vilhjálm Bretaprins fyrir tíu árum. Fyrir áhugafólk um kóngafólk vakti athygli að ungfrú Middleton er ekki af aðalsættum, heldur er hún dóttir miðstéttarhjóna sem ráku póstverslun með ... ja, ekkert svo rosalega virðulegan varning. Hvað seldu Middleton-hjónin, og gera líklega enn?

9.   Hvaða ár renna stærstar um Reykjavík?

10.   Hvaða lag söng Stefani Joanne Angelina Germanotta síðast, svo að vakti almenna athygli?

***

Aukaspurningin síðari:

Hvað heitir stúlkan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Vatíkanið.

2.   Kaledónía.

3.   Real Madrid.

4.   Cell7.

5.   Rassi Prump.

6.   Salka Valka — Sjálfstætt fólk — Heimsljós.

7.   Rúmeníu.

8.   Partívörur.

9.   Elliðaárnar.

10.   Bandaríska þjóðsönginn við innsetningarathöfn nýs forseta í Washington.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á efri myndinni er Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar í bandaríska þinginu.

Nýlegri mynd af henni er hér til hægri (eða einhvers staðar, ef þið eruð að skoða þetta í síma).

Á neðri myndinni má hins vegar sjá Dóru landkönnuð.

***

Þrautin síðan í gær!!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár