Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

274. spurningaþraut: Lindsay Vonn, Padmé Amidala, göldrótt kerling, hegðun, atferli, framkoma

274. spurningaþraut: Lindsay Vonn, Padmé Amidala, göldrótt kerling, hegðun, atferli, framkoma

Hérna er nú hlekkur á þrautina síðan í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir loftskipið á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir ný bók Einars Kárasonar um og með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni?

2.   Hvað hét franska rannsóknarskipið undir stjórn Charcots leiðangursstjóra sem fórst út af Mýrunum árið 1936?

3.   Lindsay Vonn settist í helgan stein árið 2019 en hún hafði þá unnið meiri og fleiri afrek á sínu sviði en nokkur önnur kona. Á hvaða sviði lét Lindsay Vonn að sér kveða?

4.   Hvað eiga rithöfundarnir Carl Spitteler, José Echegaray, Verner von Heidenstam, Grazia Deledda, Hermann Hesse, Nelly Sachs, Kenzaburō Ōe og Pearl S. Buck sameiginlegt fyrir utan að vera rithöfundar — og manneskjur? 

5.   Árið 2003 útskrifaðist kona nokkur með gráðu í sálfræði frá Harvard-háskóla vestan hafs. Hún er þó þekktari fyrir leiklist en sálfræði. Fyrst varð hún fræg fyrir að leika Padmé Amidala (síðar drottning af Naboo og móðir Luke Skywalker) í Star Wars myndum. Óskarsverðlaun fékk hún fyrir hlutverk í myndinni Black Swan og var tilnefnd til fjölda verðlauna þegar hún lét Jackie Kennedy Onassis. Hvað heitir konan?

6.   Allir vita að Auður Auðuns var fyrsta konan sem gegndi ráðherraembætti á Íslandi. En hver var númer tvö?

7.   Við hvern eltist Þorbjörn öngull árum saman, og náði honum að lokum með hjálp göldróttar kerlingar?

8.   Hver er fjölmennasti þéttbýlisstaðurinn á suðurströnd Íslands? — og hér teljast Vestmanneyjar vitaskuld ekki með. Og heldur ekki sameinuð bæjarfélög.

9.   Hvaða tveir menn kenndu áhorfendum Dagljóss á RÚV „hegðun, atferli, framkomu“ árið 1996?

10.   Í hvaða landi er borgin Stavanger?

***

Síðari aukaspurning:

Hvað heitir konan á teikningunni?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Málsvörnin.

2.   Pourqoui-Pas? 

3.   Skíði.

4.   Að hafa fengið Nóbelsverðlaun í bókmenntum.

5.   Natalie Portman.

6.   Ragnhildur Helgadóttir.

7.   Gretti.

8.   Grindavík.

9.   Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson. Það má líka svara Tvíhöfða, þó þeir hafi líklega ekki kallað sig það þá.

10.   Noregi.

***

Svör við aukaspurningum:

Sú fyrri: Loftskipið hét Hindenburg.

Sú seinni: Pandóra hét hún. Hér hafði ég skrifað rangt svar í einhverju rugli, en Pandóra er sem sagt rétt.

***

Og nú er hérna hlekkurinn á þraut síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár