Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

274. spurningaþraut: Lindsay Vonn, Padmé Amidala, göldrótt kerling, hegðun, atferli, framkoma

274. spurningaþraut: Lindsay Vonn, Padmé Amidala, göldrótt kerling, hegðun, atferli, framkoma

Hérna er nú hlekkur á þrautina síðan í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir loftskipið á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir ný bók Einars Kárasonar um og með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni?

2.   Hvað hét franska rannsóknarskipið undir stjórn Charcots leiðangursstjóra sem fórst út af Mýrunum árið 1936?

3.   Lindsay Vonn settist í helgan stein árið 2019 en hún hafði þá unnið meiri og fleiri afrek á sínu sviði en nokkur önnur kona. Á hvaða sviði lét Lindsay Vonn að sér kveða?

4.   Hvað eiga rithöfundarnir Carl Spitteler, José Echegaray, Verner von Heidenstam, Grazia Deledda, Hermann Hesse, Nelly Sachs, Kenzaburō Ōe og Pearl S. Buck sameiginlegt fyrir utan að vera rithöfundar — og manneskjur? 

5.   Árið 2003 útskrifaðist kona nokkur með gráðu í sálfræði frá Harvard-háskóla vestan hafs. Hún er þó þekktari fyrir leiklist en sálfræði. Fyrst varð hún fræg fyrir að leika Padmé Amidala (síðar drottning af Naboo og móðir Luke Skywalker) í Star Wars myndum. Óskarsverðlaun fékk hún fyrir hlutverk í myndinni Black Swan og var tilnefnd til fjölda verðlauna þegar hún lét Jackie Kennedy Onassis. Hvað heitir konan?

6.   Allir vita að Auður Auðuns var fyrsta konan sem gegndi ráðherraembætti á Íslandi. En hver var númer tvö?

7.   Við hvern eltist Þorbjörn öngull árum saman, og náði honum að lokum með hjálp göldróttar kerlingar?

8.   Hver er fjölmennasti þéttbýlisstaðurinn á suðurströnd Íslands? — og hér teljast Vestmanneyjar vitaskuld ekki með. Og heldur ekki sameinuð bæjarfélög.

9.   Hvaða tveir menn kenndu áhorfendum Dagljóss á RÚV „hegðun, atferli, framkomu“ árið 1996?

10.   Í hvaða landi er borgin Stavanger?

***

Síðari aukaspurning:

Hvað heitir konan á teikningunni?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Málsvörnin.

2.   Pourqoui-Pas? 

3.   Skíði.

4.   Að hafa fengið Nóbelsverðlaun í bókmenntum.

5.   Natalie Portman.

6.   Ragnhildur Helgadóttir.

7.   Gretti.

8.   Grindavík.

9.   Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson. Það má líka svara Tvíhöfða, þó þeir hafi líklega ekki kallað sig það þá.

10.   Noregi.

***

Svör við aukaspurningum:

Sú fyrri: Loftskipið hét Hindenburg.

Sú seinni: Pandóra hét hún. Hér hafði ég skrifað rangt svar í einhverju rugli, en Pandóra er sem sagt rétt.

***

Og nú er hérna hlekkurinn á þraut síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár