Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

269. spurningaþraut: „Kona nokkur hafði ekki gaman af smábörnum“ og fleiri spurningar

269. spurningaþraut: „Kona nokkur hafði ekki gaman af smábörnum“ og fleiri spurningar

Gærdagsþrautin, hér er hún.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvaða söngflokk má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Kona nokkur hafði ekki gaman af smábörnum. Hún sagði af þau væru „ekki annað en plöntur fyrsta hálfa árið“ og „skelfileg þegar þau eru allsber“ með „sinn stóra kropp og litlu útlimi og þessar froskahreyfingar sínar“. Eigi að síður eignaðist hún níu börn, og dreifði þeim um alla Evrópu, enda leit hún á það sem skyldu sína við ættlandið. Hver var þessi skyldurækna en pirraða kona?

2.   Opna ástralska mótið í tennis, sem fram fer í janúar ár hvert, er eitt af fjórum risamótum („grand slam“) mótum sem allir tennisleikarar þrá að vinna. Hvað kallast hin þrjú mótin? Hér þarf að hafa tvö rétt til að fá stig!

3.   Hvernig dýr er Púmba?

4.   Hvaða áhrifamikli tónlistarmaður hét réttu nafni Lesane Parish Crooks en var skotinn til bana árið 1996, aðeins 25 ára?

5.   Það sama ár var Ólafur Ragnar Grímsson kosinn forseti Íslands í fyrsta sinn. Hver varð í öðru sæti í þeim kosningum?

6.   Hvar var fyrsti íslenski biskupsstóllinn?

7.   Úr hvaða kvæði er þetta? „Hvað er með ásum? / Hvað er með álfum? /Gnýr allur / Jötunheimur, / æsir eru á þingi, / stynja dvergar / fyr steindurum, /veggbergs vísir. / Vituð ér enn eða hvað?“

8.  Í hvaða borg er Parthenon?

9.   En í hvaða borg er Pantheon? (Hér er átt við frægasta og eflaust elsta mannvirkið, sem svo er kallað, því þau eru fleiri.)

10.   Í annarri borg er líka frægt mannvirki sem kallað er Panthéon. En það er öllu yngra en hið fyrra, sem sé reist á 18. öld, og er eiginlega grafhýsi fyrir mektarmenn landsins, en í hvaða borg?

 ***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má sjá eina af tölvugerðu persónunum í kvikmyndinni Avatar. En hvaða leikkonu af holdi og blóði á þessi „avatar“ að tákna?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Viktoría Bretadrottning.

2.   Opna franska mótið, Wimbledon og Opna bandaríska mótið.

3.   Vörtusvín. En ég gef rétt fyrir villisvín líka.

4.   Tupac Shakur.

5.   Pétur Kr. Hafstein.

6.   Í Skálholti.

7.   Völuspá.

8.   Aþenu.

9.   Róm.

10.   París.  

***

Svör við aukaspurningum.

S.Weaver

Á efri myndinni er söngflokkurinn The Supremes.

Fyrirmynd „avatarsins“ á neðri myndinni er Sigourney Weaver.

***

Hér má svo finna þrautina frá í gær og þannig renna sér nærri ár aftur í tímann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár