Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

269. spurningaþraut: „Kona nokkur hafði ekki gaman af smábörnum“ og fleiri spurningar

269. spurningaþraut: „Kona nokkur hafði ekki gaman af smábörnum“ og fleiri spurningar

Gærdagsþrautin, hér er hún.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvaða söngflokk má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Kona nokkur hafði ekki gaman af smábörnum. Hún sagði af þau væru „ekki annað en plöntur fyrsta hálfa árið“ og „skelfileg þegar þau eru allsber“ með „sinn stóra kropp og litlu útlimi og þessar froskahreyfingar sínar“. Eigi að síður eignaðist hún níu börn, og dreifði þeim um alla Evrópu, enda leit hún á það sem skyldu sína við ættlandið. Hver var þessi skyldurækna en pirraða kona?

2.   Opna ástralska mótið í tennis, sem fram fer í janúar ár hvert, er eitt af fjórum risamótum („grand slam“) mótum sem allir tennisleikarar þrá að vinna. Hvað kallast hin þrjú mótin? Hér þarf að hafa tvö rétt til að fá stig!

3.   Hvernig dýr er Púmba?

4.   Hvaða áhrifamikli tónlistarmaður hét réttu nafni Lesane Parish Crooks en var skotinn til bana árið 1996, aðeins 25 ára?

5.   Það sama ár var Ólafur Ragnar Grímsson kosinn forseti Íslands í fyrsta sinn. Hver varð í öðru sæti í þeim kosningum?

6.   Hvar var fyrsti íslenski biskupsstóllinn?

7.   Úr hvaða kvæði er þetta? „Hvað er með ásum? / Hvað er með álfum? /Gnýr allur / Jötunheimur, / æsir eru á þingi, / stynja dvergar / fyr steindurum, /veggbergs vísir. / Vituð ér enn eða hvað?“

8.  Í hvaða borg er Parthenon?

9.   En í hvaða borg er Pantheon? (Hér er átt við frægasta og eflaust elsta mannvirkið, sem svo er kallað, því þau eru fleiri.)

10.   Í annarri borg er líka frægt mannvirki sem kallað er Panthéon. En það er öllu yngra en hið fyrra, sem sé reist á 18. öld, og er eiginlega grafhýsi fyrir mektarmenn landsins, en í hvaða borg?

 ***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má sjá eina af tölvugerðu persónunum í kvikmyndinni Avatar. En hvaða leikkonu af holdi og blóði á þessi „avatar“ að tákna?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Viktoría Bretadrottning.

2.   Opna franska mótið, Wimbledon og Opna bandaríska mótið.

3.   Vörtusvín. En ég gef rétt fyrir villisvín líka.

4.   Tupac Shakur.

5.   Pétur Kr. Hafstein.

6.   Í Skálholti.

7.   Völuspá.

8.   Aþenu.

9.   Róm.

10.   París.  

***

Svör við aukaspurningum.

S.Weaver

Á efri myndinni er söngflokkurinn The Supremes.

Fyrirmynd „avatarsins“ á neðri myndinni er Sigourney Weaver.

***

Hér má svo finna þrautina frá í gær og þannig renna sér nærri ár aftur í tímann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu