Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

269. spurningaþraut: „Kona nokkur hafði ekki gaman af smábörnum“ og fleiri spurningar

269. spurningaþraut: „Kona nokkur hafði ekki gaman af smábörnum“ og fleiri spurningar

Gærdagsþrautin, hér er hún.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvaða söngflokk má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Kona nokkur hafði ekki gaman af smábörnum. Hún sagði af þau væru „ekki annað en plöntur fyrsta hálfa árið“ og „skelfileg þegar þau eru allsber“ með „sinn stóra kropp og litlu útlimi og þessar froskahreyfingar sínar“. Eigi að síður eignaðist hún níu börn, og dreifði þeim um alla Evrópu, enda leit hún á það sem skyldu sína við ættlandið. Hver var þessi skyldurækna en pirraða kona?

2.   Opna ástralska mótið í tennis, sem fram fer í janúar ár hvert, er eitt af fjórum risamótum („grand slam“) mótum sem allir tennisleikarar þrá að vinna. Hvað kallast hin þrjú mótin? Hér þarf að hafa tvö rétt til að fá stig!

3.   Hvernig dýr er Púmba?

4.   Hvaða áhrifamikli tónlistarmaður hét réttu nafni Lesane Parish Crooks en var skotinn til bana árið 1996, aðeins 25 ára?

5.   Það sama ár var Ólafur Ragnar Grímsson kosinn forseti Íslands í fyrsta sinn. Hver varð í öðru sæti í þeim kosningum?

6.   Hvar var fyrsti íslenski biskupsstóllinn?

7.   Úr hvaða kvæði er þetta? „Hvað er með ásum? / Hvað er með álfum? /Gnýr allur / Jötunheimur, / æsir eru á þingi, / stynja dvergar / fyr steindurum, /veggbergs vísir. / Vituð ér enn eða hvað?“

8.  Í hvaða borg er Parthenon?

9.   En í hvaða borg er Pantheon? (Hér er átt við frægasta og eflaust elsta mannvirkið, sem svo er kallað, því þau eru fleiri.)

10.   Í annarri borg er líka frægt mannvirki sem kallað er Panthéon. En það er öllu yngra en hið fyrra, sem sé reist á 18. öld, og er eiginlega grafhýsi fyrir mektarmenn landsins, en í hvaða borg?

 ***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má sjá eina af tölvugerðu persónunum í kvikmyndinni Avatar. En hvaða leikkonu af holdi og blóði á þessi „avatar“ að tákna?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Viktoría Bretadrottning.

2.   Opna franska mótið, Wimbledon og Opna bandaríska mótið.

3.   Vörtusvín. En ég gef rétt fyrir villisvín líka.

4.   Tupac Shakur.

5.   Pétur Kr. Hafstein.

6.   Í Skálholti.

7.   Völuspá.

8.   Aþenu.

9.   Róm.

10.   París.  

***

Svör við aukaspurningum.

S.Weaver

Á efri myndinni er söngflokkurinn The Supremes.

Fyrirmynd „avatarsins“ á neðri myndinni er Sigourney Weaver.

***

Hér má svo finna þrautina frá í gær og þannig renna sér nærri ár aftur í tímann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár