Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

267. spurningaþrautin: Soprano, Soho, Napoli, kúskús

267. spurningaþrautin: Soprano, Soho, Napoli, kúskús

Hér er þraut frá í gær, já.

***

Aukaspurningin fyrri:

Skoðið vandlega myndina hér að ofan. Hver er karlinn sem hér er verið að handtaka?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað hét leikarinn sem lék Mafíubófann Tony Soprano í sjónvarpsþáttaröð um hann og fjölskyldu hans?

2.   Hver er lengsti fjallgarður í heimi?

3.   Í tveimur borgum á Vesturlöndum eru hverfi sem kallast Soho. Hverjar eru borgirnar?

4.   Hver skrifaði bókina Fólkið í kjallaranum og fékk fyrir Íslensku bókmenntaverðlaunin.

5.   Hann fæddist árið 1873 í ítölsku borginni Napólí og dó þar í borg líka, ekki nema 48 ára árið 1921. Þess á milli ferðaðist hann um heiminn og óhætt er að segja að hann hafi lagt þann sama heim að fótum sér. Hann var fastagestur í helstu heimsborgum Vesturlanda og naut alls staðar einróma aðdáunar. Hann naut líka góðs af nýrri tækni við að breiða út orðspor sitt og frægð. Hvað hét þessi ástríðufulli maður?

6.   Í hvaða landi er forsetinn Musaveni?

7.   Cous-cous eða kús-kús réttir af ýmsu tagi eru vinsælir, ekki síst í Norður-Afríku. Kús-kúsið gegnir þá svipuðu hlutverki og kartöflur eða hrísgrjón í öðrum heimshlutum. En úr hverju er kús-kúsið sjálft?

8.   Rosalind Franklin hét kona ein á Englandi sem átti mikinn þátt í að efla skilning vísindamanna á fyrirbæri einu og olli starf hennar — og fleiri vísindamanna — sannkallaðri byltingu í vísindum 20. aldar. Hún dó aðeins 37 ára áður en mikilvægi uppgötvana hennar komst að fullu fram í dagsljósið og síðan olli landlæg karlremba því að hlutur hennar var lengi fyrir borð borinn, en tveimur körlum hampað mjög fyrir uppgötvun þessa fyrirbæris. Hvaða fyribæri var þetta?

9.   Hvers konar dýr er kapall?

10.   Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur að sögn vart sinnt starfi sínu síðan hann tapaði forsetakosningunum í byrjun nóvember, heldur einbeitt sér að samsæriskenningum um kosningasvik. Á einu og aðeins einu sviði hefur hann þó sýnt mikinn dug, því hann beitti sér fyrir því að ríkið tæki aldeilis á sig óvæntan rögg við sérstakar og mjög svo umdeildar athafnir sem hingað til hafa verið látnar kyrrar liggja á tímabili milli forsetaskipta. Hvað er hér um að ræða? 

***

Aukaspurning sú hin seinni:

Sjaldgæft var að sjá konur á grafhýsi Leníns þar sem helstu menn Sovétríkjanna komu saman á hátíðisdögum. Hvað hafði sú kona, sem sést til vinstri á myndinni hér að neðan, unnið til þess árið 1963 að fá að stilla sér þar upp ásamt Nikta Krústjov?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Gandolfini.

2.   Andesfjöll.

3.   London og New York.

4.   Auður Jónsdóttir.

5.   Caruso óperusöngvari.

6.   Úganda.

7.   Hveiti.

8.   DNA.

9.   Hryssa.

10.   Aftökur

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin sýnir handtöku Martin Luther Kingsþ

Neðri myndin sýnir fyrstu konuna sem fór út í geiminn. Hún heitir Valentina Tereshkova en ekki er nauðsynlegt að þekkja nafn hennar í þetta sinn.

***

Hér er svo þraut frá í gær, já.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu