Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

267. spurningaþrautin: Soprano, Soho, Napoli, kúskús

267. spurningaþrautin: Soprano, Soho, Napoli, kúskús

Hér er þraut frá í gær, já.

***

Aukaspurningin fyrri:

Skoðið vandlega myndina hér að ofan. Hver er karlinn sem hér er verið að handtaka?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað hét leikarinn sem lék Mafíubófann Tony Soprano í sjónvarpsþáttaröð um hann og fjölskyldu hans?

2.   Hver er lengsti fjallgarður í heimi?

3.   Í tveimur borgum á Vesturlöndum eru hverfi sem kallast Soho. Hverjar eru borgirnar?

4.   Hver skrifaði bókina Fólkið í kjallaranum og fékk fyrir Íslensku bókmenntaverðlaunin.

5.   Hann fæddist árið 1873 í ítölsku borginni Napólí og dó þar í borg líka, ekki nema 48 ára árið 1921. Þess á milli ferðaðist hann um heiminn og óhætt er að segja að hann hafi lagt þann sama heim að fótum sér. Hann var fastagestur í helstu heimsborgum Vesturlanda og naut alls staðar einróma aðdáunar. Hann naut líka góðs af nýrri tækni við að breiða út orðspor sitt og frægð. Hvað hét þessi ástríðufulli maður?

6.   Í hvaða landi er forsetinn Musaveni?

7.   Cous-cous eða kús-kús réttir af ýmsu tagi eru vinsælir, ekki síst í Norður-Afríku. Kús-kúsið gegnir þá svipuðu hlutverki og kartöflur eða hrísgrjón í öðrum heimshlutum. En úr hverju er kús-kúsið sjálft?

8.   Rosalind Franklin hét kona ein á Englandi sem átti mikinn þátt í að efla skilning vísindamanna á fyrirbæri einu og olli starf hennar — og fleiri vísindamanna — sannkallaðri byltingu í vísindum 20. aldar. Hún dó aðeins 37 ára áður en mikilvægi uppgötvana hennar komst að fullu fram í dagsljósið og síðan olli landlæg karlremba því að hlutur hennar var lengi fyrir borð borinn, en tveimur körlum hampað mjög fyrir uppgötvun þessa fyrirbæris. Hvaða fyribæri var þetta?

9.   Hvers konar dýr er kapall?

10.   Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur að sögn vart sinnt starfi sínu síðan hann tapaði forsetakosningunum í byrjun nóvember, heldur einbeitt sér að samsæriskenningum um kosningasvik. Á einu og aðeins einu sviði hefur hann þó sýnt mikinn dug, því hann beitti sér fyrir því að ríkið tæki aldeilis á sig óvæntan rögg við sérstakar og mjög svo umdeildar athafnir sem hingað til hafa verið látnar kyrrar liggja á tímabili milli forsetaskipta. Hvað er hér um að ræða? 

***

Aukaspurning sú hin seinni:

Sjaldgæft var að sjá konur á grafhýsi Leníns þar sem helstu menn Sovétríkjanna komu saman á hátíðisdögum. Hvað hafði sú kona, sem sést til vinstri á myndinni hér að neðan, unnið til þess árið 1963 að fá að stilla sér þar upp ásamt Nikta Krústjov?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Gandolfini.

2.   Andesfjöll.

3.   London og New York.

4.   Auður Jónsdóttir.

5.   Caruso óperusöngvari.

6.   Úganda.

7.   Hveiti.

8.   DNA.

9.   Hryssa.

10.   Aftökur

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin sýnir handtöku Martin Luther Kingsþ

Neðri myndin sýnir fyrstu konuna sem fór út í geiminn. Hún heitir Valentina Tereshkova en ekki er nauðsynlegt að þekkja nafn hennar í þetta sinn.

***

Hér er svo þraut frá í gær, já.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár