Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Útgerð henti tonni af frauðplasti á kostnað skattgreiðenda

Skinn­ey-Þinga­nes á Höfn í Horna­firði los­aði sig vði 30 bretti af frauð­plasti, en kostn­að­ur­inn við end­ur­vinnslu þess lend­ir á út­svars­greið­end­um. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er með sér­samn­ing við rík­ið og er und­an­þeg­inn því að greiða end­urvivnnslu­gjald fyr­ir á ann­að þús­und tonna af úr­gangi á ári.

Útgerð henti tonni af frauðplasti á kostnað skattgreiðenda
Myndir af vettvangi Yfir 1000 kíló af frauðplasti á gámasvæði Hornafjarðar

Sjávarútvegsfyrirtækið Skinney-Þinganes henti nýlega yfir einu tonni af frauðplasti á gámasvæði Sveitarfélags Hornafjarðar. Plastið ber ekkert úrvinnslugjald, en það gjald á að sjá um að koma plastinu í réttan farveg. Mikill kostnaður er við að flytja frauðplastið og koma því í endurvinnslu eða endurnýtingu. Um er að ræða yfir 30 bretti sem Skinney-Þinganes losaði sig við. Sá kostnaður mun lenda á íbúum sveitarfélagsins. Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri hjá Skinney-Þinganesi, kannaðist ekki við málið þegar Stundin hafði samband við hann.

Fyrir rúmum tveimur mánuðum komu starfsmenn Skinneyjar-Þinganess á gámasvæði Sveitarfélagsins Hornafjarðar með meira en tonn af frauðplasti. Um er að ræða gífurlega rúmmálsfrekan úrgang, þar sem frauðplast er mjög létt. Var frauðplastið á yfir 30 flutningabrettum. Greiða þarf sérstaklega fyrir úrgang þegar farið er á gámasvæði sveitarfélagsins, en Skinney-Þinganes greiddi urðunargjald fyrir plastið en ekki að koma því í endurvinnslu. Íbúar Hornafjarðar endurvinna nánast allan sinn úrgang.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár