Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Útgerð henti tonni af frauðplasti á kostnað skattgreiðenda

Skinn­ey-Þinga­nes á Höfn í Horna­firði los­aði sig vði 30 bretti af frauð­plasti, en kostn­að­ur­inn við end­ur­vinnslu þess lend­ir á út­svars­greið­end­um. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er með sér­samn­ing við rík­ið og er und­an­þeg­inn því að greiða end­urvivnnslu­gjald fyr­ir á ann­að þús­und tonna af úr­gangi á ári.

Útgerð henti tonni af frauðplasti á kostnað skattgreiðenda
Myndir af vettvangi Yfir 1000 kíló af frauðplasti á gámasvæði Hornafjarðar

Sjávarútvegsfyrirtækið Skinney-Þinganes henti nýlega yfir einu tonni af frauðplasti á gámasvæði Sveitarfélags Hornafjarðar. Plastið ber ekkert úrvinnslugjald, en það gjald á að sjá um að koma plastinu í réttan farveg. Mikill kostnaður er við að flytja frauðplastið og koma því í endurvinnslu eða endurnýtingu. Um er að ræða yfir 30 bretti sem Skinney-Þinganes losaði sig við. Sá kostnaður mun lenda á íbúum sveitarfélagsins. Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri hjá Skinney-Þinganesi, kannaðist ekki við málið þegar Stundin hafði samband við hann.

Fyrir rúmum tveimur mánuðum komu starfsmenn Skinneyjar-Þinganess á gámasvæði Sveitarfélagsins Hornafjarðar með meira en tonn af frauðplasti. Um er að ræða gífurlega rúmmálsfrekan úrgang, þar sem frauðplast er mjög létt. Var frauðplastið á yfir 30 flutningabrettum. Greiða þarf sérstaklega fyrir úrgang þegar farið er á gámasvæði sveitarfélagsins, en Skinney-Þinganes greiddi urðunargjald fyrir plastið en ekki að koma því í endurvinnslu. Íbúar Hornafjarðar endurvinna nánast allan sinn úrgang.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár