Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Áslaug Arna býður fólki að dæma sig

„Dæmdu dóms­mála­ráð­herra“ er heiti nýrr­ar síðu Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur þar sem lands­menn geta gef­ið henni ein­kunn og um­mæli fyr­ir frammi­stöðu.

Áslaug Arna býður fólki að dæma sig
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Dómsmálaráðherra býður landsmönnum að dæma sig. Mynd: xd.is

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur opnað vefsíðu þar sem landsmönnum er boðið að gefa henni umsögn og einkunn. „Dæmdu dómsmálaráðherra“ er yfirskriftin.

„Hvernig finnst þér Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hafa staðið sig á kjörtímabilinu?“ er spurt og netverjum boðið að merkja við með broskalli með stjörnur í augunum, þumalputta upp, þumalinn niður eða reiðan kall að ausa fúkyrðum.

Smelli þátttakandi á jákvæða broskallinn eða þumalinn upp birtast skilaboðin „Gaman að heyra! Má ég vera í sambandi við þig áfram?“ Þar er viðkomandi boðið að skilja eftir nafn, netfang, fæðingarár og síma, auk þess að geta skrifað skilaboð um áherslumál sín. Þá er spurt hvort viðkomandi sé búsettur í Reykjavík, kjördæmi ráðherrans, en þingkosningar verða haldnar í september og prófkjör í Sjálfstæðisflokknum því haldin á næstu misserum.

Smelli þátttakandi á þumalinn niður eða reiða broskallinn koma upp skilaboðin „Leiðinlegt að heyra. Hvað finnst þér að ég geti gert betur?“ og form til að senda ábendingu á ráðherrann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár