Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Áslaug Arna býður fólki að dæma sig

„Dæmdu dóms­mála­ráð­herra“ er heiti nýrr­ar síðu Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur þar sem lands­menn geta gef­ið henni ein­kunn og um­mæli fyr­ir frammi­stöðu.

Áslaug Arna býður fólki að dæma sig
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Dómsmálaráðherra býður landsmönnum að dæma sig. Mynd: xd.is

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur opnað vefsíðu þar sem landsmönnum er boðið að gefa henni umsögn og einkunn. „Dæmdu dómsmálaráðherra“ er yfirskriftin.

„Hvernig finnst þér Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hafa staðið sig á kjörtímabilinu?“ er spurt og netverjum boðið að merkja við með broskalli með stjörnur í augunum, þumalputta upp, þumalinn niður eða reiðan kall að ausa fúkyrðum.

Smelli þátttakandi á jákvæða broskallinn eða þumalinn upp birtast skilaboðin „Gaman að heyra! Má ég vera í sambandi við þig áfram?“ Þar er viðkomandi boðið að skilja eftir nafn, netfang, fæðingarár og síma, auk þess að geta skrifað skilaboð um áherslumál sín. Þá er spurt hvort viðkomandi sé búsettur í Reykjavík, kjördæmi ráðherrans, en þingkosningar verða haldnar í september og prófkjör í Sjálfstæðisflokknum því haldin á næstu misserum.

Smelli þátttakandi á þumalinn niður eða reiða broskallinn koma upp skilaboðin „Leiðinlegt að heyra. Hvað finnst þér að ég geti gert betur?“ og form til að senda ábendingu á ráðherrann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár