Læknar í Bandaríkjunum, Bretlandi, Spáni og víðar segjast hafa greint tugi tilfella þar sem geðrof virðist með beinum hætti vera rakið til Covid-19 sýkingar. Meðal þeirra sem fyrst vöktu athygli á þessu voru geðlæknar við South Oaks spítalann í New York í Bandaríkjunum. Spítalinn byrjaði snemma að gefa Covid-sjúklingum kost á sálfræðimeðferð til að takast á við streitu og hræðslu sem margir upplifa.
Hisam Goueli, læknir við spítalann, segist í samtali við New York Times fyrst hafa veitt því athygli í vor að nokkrir sjúklingar enduðu í alvarlegu geðrofi. „Þegar ég sá fyrsta tilfellið hugsaði ég með mér að mögulega væri tenging á milli geðrofs og kórónaveirunnar en margt annað gæti komið til. Svo sá ég annað, þriðja og fjórða tilfellið á skömmum tíma. Þá vissum við að eitthvað væri að gerast,“ segir Goueli.
Fólkið upplifði skelfilegar ofsjónir og heyrðu sumir þeirra raddir sem skipuðu þeim að skaða sig og …
Athugasemdir