Þórarinn Ívarsson, framkvæmdastjóri Veraldarvina, segir samtök eins og hans ekki standa jafnfætis fyrirtækjum hvað varðar efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins og að í því felist óréttlæti. „Mér finnst það skrítið að frjáls félagasamtök sem vinna að samfélagslegum verkefnum passi hvergi inn í þessa björgunarpakka. Hagnaðardrifnum fyrirtækjum er bjargað en það er ekkert til að halda þeim á floti sem vinna þessi verkefni.“
Veraldarvinir hafa starfað að umhverfisverkefnum á Íslandi frá árinu 2001, en faraldurinn hefur haft áhrif á starfsemina sem er borin uppi af sjálfboðaliðum. „Á venjulegu ári tökum við á móti 1.800 til 1.900 erlendum sjálfboðaliðum og erum stór samtök á alþjóðlegan mælikvarða,“ segir Þórarinn. „Þetta fólk er að hreinsa fjörur, planta trjám og vinna að alls kyns umhverfisverkefnum vítt og breitt um samfélagið og úti um allt land. Auðvitað hefur þetta dregist saman og árið 2020 voru þetta líklega 300 sem við tókum á móti, en við fengum …
Athugasemdir