Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Óréttlátt að frjáls félagasamtök fái ekki styrki eins og fyrirtæki

Efna­hags­að­gerð­ir stjórn­valda nýt­ast ekki frjáls­um fé­laga­sam­tök­um með sama hætti og hagn­að­ar­drifn­um fyr­ir­tækj­um að sögn fram­kvæmda­stjóra Ver­ald­ar­vina. Sam­tök­in fengu 300 er­lenda sjálf­boða­liða í strand­hreins­un í ár, en á með­al­ári eru þeir hátt í tvö þús­und.

Óréttlátt að frjáls félagasamtök fái ekki styrki eins og fyrirtæki
Við strandhreinsun Veraldarvinir fengu um 300 sjálfboðaliða til landsins í fyrra, en á venjulegu ári er fjöldi þeirra hátt í tvö þúsund og því hægt að vinna fleiri umhverfisverkefni. Mynd: Veraldarvinir

Þórarinn Ívarsson, framkvæmdastjóri Veraldarvina, segir samtök eins og hans ekki standa jafnfætis fyrirtækjum hvað varðar efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins og að í því felist óréttlæti. „Mér finnst það skrítið að frjáls félagasamtök sem vinna að samfélagslegum verkefnum passi hvergi inn í þessa björgunarpakka. Hagnaðardrifnum fyrirtækjum er bjargað en það er ekkert til að halda þeim á floti sem vinna þessi verkefni.“

Veraldarvinir hafa starfað að umhverfisverkefnum á Íslandi frá árinu 2001, en faraldurinn hefur haft áhrif á starfsemina sem er borin uppi af sjálfboðaliðum. „Á venjulegu ári tökum við á móti 1.800 til 1.900 erlendum sjálfboðaliðum og erum stór samtök á alþjóðlegan mælikvarða,“ segir Þórarinn. „Þetta fólk er að hreinsa fjörur, planta trjám og vinna að alls kyns umhverfisverkefnum vítt og breitt um samfélagið og úti um allt land. Auðvitað hefur þetta dregist saman og árið 2020 voru þetta líklega 300 sem við tókum á móti, en við fengum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
2
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár