Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Óréttlátt að frjáls félagasamtök fái ekki styrki eins og fyrirtæki

Efna­hags­að­gerð­ir stjórn­valda nýt­ast ekki frjáls­um fé­laga­sam­tök­um með sama hætti og hagn­að­ar­drifn­um fyr­ir­tækj­um að sögn fram­kvæmda­stjóra Ver­ald­ar­vina. Sam­tök­in fengu 300 er­lenda sjálf­boða­liða í strand­hreins­un í ár, en á með­al­ári eru þeir hátt í tvö þús­und.

Óréttlátt að frjáls félagasamtök fái ekki styrki eins og fyrirtæki
Við strandhreinsun Veraldarvinir fengu um 300 sjálfboðaliða til landsins í fyrra, en á venjulegu ári er fjöldi þeirra hátt í tvö þúsund og því hægt að vinna fleiri umhverfisverkefni. Mynd: Veraldarvinir

Þórarinn Ívarsson, framkvæmdastjóri Veraldarvina, segir samtök eins og hans ekki standa jafnfætis fyrirtækjum hvað varðar efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins og að í því felist óréttlæti. „Mér finnst það skrítið að frjáls félagasamtök sem vinna að samfélagslegum verkefnum passi hvergi inn í þessa björgunarpakka. Hagnaðardrifnum fyrirtækjum er bjargað en það er ekkert til að halda þeim á floti sem vinna þessi verkefni.“

Veraldarvinir hafa starfað að umhverfisverkefnum á Íslandi frá árinu 2001, en faraldurinn hefur haft áhrif á starfsemina sem er borin uppi af sjálfboðaliðum. „Á venjulegu ári tökum við á móti 1.800 til 1.900 erlendum sjálfboðaliðum og erum stór samtök á alþjóðlegan mælikvarða,“ segir Þórarinn. „Þetta fólk er að hreinsa fjörur, planta trjám og vinna að alls kyns umhverfisverkefnum vítt og breitt um samfélagið og úti um allt land. Auðvitað hefur þetta dregist saman og árið 2020 voru þetta líklega 300 sem við tókum á móti, en við fengum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu