Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vara við mannamótum á áramótum: „Partý er bara partý“

Rögn­vald­ur Ólafs­son biðl­ar til fólks um að hafa hópa­mynd­un í lág­marki um ára­mót­in og að sótt­varn­ar­regl­ur verði ekki túlk­að­ar víð­ar en al­manna­varn­ir hafa gert ráð fyr­ir eins og gerð­ist í sam­kvæmi einu í Ásmund­ar­sal á Þor­láks­messu

Vara við mannamótum á áramótum: „Partý er bara partý“
Rögnvaldur Ólafsson Aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarnadeildar hefur sjálfur fengið covid-19. Mynd: Almannavarnir

Almannavarnir biðla til almennings að halda samkomum í algjöru lágmarki og að fagna áramótunum aðeins með sínum allra nánustu. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, biður fólk að „fara ekki í þann leik“ að túlka reglurnar víðar en almannavarnir, eins og gert var í þorláksmessusamkomu í Ásmundarsal.

Það reynir á þrautsegju um áramót

Rögnvaldur segir í samtali við Stundina að það reyni virkilega á smitvörnum nú um áramót. „Við erum oft búin að tala um þolinmæði og þrautseigju og að halda þetta út. Núna reynir verulega á það og ég trúi því ekki að fólk vilji fórna því með áramótapartýi sem gleymist eftir hálfan mánuð. Partý er bara partý,“ segir Rögnvaldur.

Á Þorláksmessu bar á því að hópar mynduðust víðsvegar um borgina, í verslunum og í listagalleríi. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, var vísað af lögreglu úr tæplega fimmtíu manna samkvæmi um ellefuleytið að kvöldi í Ásmundarsal þar sem lögreglan varð vitni að mikilli ölvun meðal gesta með áfengi við hönd. Lögrelan vakti athygli á því að enginn gestanna hefði verið með grímu fyrir andlitinu og fjarlægðartakmörk voru höfð að engu. 

Eigendur Ásmundarsalar sendu í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðust hafa leyfi fyrir slíkum fjölda og að reglur um afgreiðslutíma hafi ekki verið brotnar þó svo að fyrr um daginn hafi verið auglýst að opið væri til klukkan 22:00, en eins og áður kemur fram stöðvaði lögreglan samkvæmið um klukkutíma síðar.

„Þetta er svo mikið happdrætti með að veikjast, þú veist ekkert hvernig þú kemur út úr því“ 

Rögnvaldur segir að atvikið í Ásmundasal hafi verið dæmi um það hvernig almannavarnir vilja ekki hafa hlutina.

„Eins og ég sagði þegar mér bárust fréttir af þessu atviki að þá varð ég mjög dapur og leiður. Ég varð vonsvikinn. Mér hefði helst langað að fara niður í bæ og setja hönd á öxlina á þessu fólki og segja: Í alvöru? Er þetta það sem við eigum að gera? Við erum að reyna vanda okkur og þetta er ekki eins og við viljum hafa það. Getum við gert þetta öðruvísi?“

Meiri kröfur gerðar til opinberra persóna

Hann segir að þegar komi að fyrirmyndum í samfélaginu, fólki sem sé horft til, eins og í þessu tilviki Bjarna Benidiktsson, sé eðlilegt að gera meiri kröfur um að fara eftir fyrirmælum. „Varðandi fjöldatakmarkanir er vísað í þessar jólakúlur og áramótakúlur. Það er það sem við erum að benda fólki á að gera og það er mikið áhyggjuefni og mjög leiðinlegt að fólk sé að reyna komast fram hjá því og ætla vera með stærri partý því þetta er bara ekki árið til þess að gera það. Þetta er eitthvað sem við verðum að geyma fram á næsta ár þegar ástandið batnar,“ segir hann og á þá einnig við þá hópamyndun sem geti átt sér stað um áramót.

„Við biðjum fólk að fara ekki í þennan leik að reyna túlka reglurnar víðar heldur en við erum að reyna að gera“

Samkvæmið í Ásmundasal var því að hans mati dæmi um að fólk reyni að túlka sóttvarnarreglurnar víðar en almannavarnir.

„Við biðjum fólk að fara ekki í þennan leik að reyna túlka reglurnar víðar heldur en við erum að reyna að gera.  Skilaboðin eru mjög einföld, burt séð frá öllum leiðbeiningum og tölum um fjölda og klukkur og hvað það nú heitir, að hafa hópamyndun í algjöru lágmarki, það er það sem virkar. Þegar fólk er farið að teygja sig í einhverjar áttir með það, þegar maður er kominn í þann pakka, veit maður alveg hvað maður er að gera.“

Verður skráð í sögubækurnar

Rögnvaldur segist verða leiður yfir því að fólk virðist ekki skilja hvað sé í húfi. „Maður verður leiður yfir því að fólk virðist ekki skilja, að af því að við höfum það svo gott, af því að það gengur svo vel hjá okkur, hvað er í húfi. Svo þegar einhverju er breytt eða reglurnar herðast að þá kemur holskefla inn til sóttvarnarlæknis af undanþágubeiðnum af öllu tagi. Ég heyri af og til af svona beiðnum sem eru að koma inn  og maður hristir bara hausinn. Af hverju er fólk að teygja sig í þessar undanþágur? Fyrir eitthvað sem skiptir engu máli í stóra samhenginu? Takið bara þátt í þessu,“ segir Rögnvaldur. 

Hann minnir fólk á að gott sé að hugsa að þessir fordæmalausu tímar verði á endanum skráðir í sögubækur og að fólk hugsi hvernig það vilji láta muna eftir sinni hegðun. „Það er mjög gott að velta því fyrir sér þegar maður horfir á söguna og  fólk fer að skoða þennan atburð mörgum árum seinna að spá í því: Hvað varst þú að gera? Hvað gerði ég þegar faraldurinn var í gangi? Var ég til gagns? Var ég að þvælast fyrir? Var ég til ógagns? Er ég stolt eða stoltur af því sem ég lagði af mörkum? Eða var það sem ég gerði til þess að þetta var dregið á langinn eða gerði ástandið verra en það þurfti að vera?“ spyr hann. 

Þar að auki segir hann að samkvæmi séu ekki nauðsynleg og geti orðið til þess að fólk veikist og hversu mikið fólk veikist sé í raun mikið happdrætti. „Þetta er svo mikið happdrætti með að veikjast, þú veist ekkert hvernig þú kemur út úr því. Bæði ég og Víðir erum búnir að veikjast. Ég fann vel fyrir þessu og ég mæli alls ekki með því að veikjast en ég var heppinn að því leyti að ég kláraði þetta á mínum tveimur vikum og svo er ég með minniháttar eftirköst. Svo er það Víðir, hann er ennþá að glíma við þetta mörgum vikum seinna. Hann er maður á góðum aldri og í fínu formi þannig að þetta er svo mikið happdrætti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Þetta er hálfgerður öskurgrátur
3
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Lea Ypi
6
Pistill

Lea Ypi

Kant og mál­stað­ur frið­ar

Lea Ypi er albansk­ur heim­speki­pró­fess­or sem vakti mikla at­hygli fyr­ir bók um upp­eldi sitt í al­ræð­is­ríki En­ver Hoxha, „Frjáls“ hét bók­in og kom út á ís­lensku í hittið­fyrra. Í þess­ari grein, sem birt er í Heim­ild­inni með sér­stöku leyfi henn­ar, fjall­ar hún um 300 ára af­mæli hins stór­merka þýska heim­spek­ings Imm­anu­el Kants og hvað hann hef­ur til mál­anna að leggja á vor­um tím­um. Ill­ugi Jök­uls­son þýddi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár