Útreikningar telja að um 900.000 börn fæðist í Japan á þessu ári en dauðsföllin verði um 1,4 milljónir. Ekki hafa svo fá börn fæðst þar síðan árið 1874, þegar þjóðin var 70% fámennari en þær 124 milljónir sem nú búa í Japan. Samkvæmt mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna, verða Japanir 105 milljónir eftir 30 ár.
Japanir eru þó bara í 9. sæti yfir þær þjóðir sem fækkar í hvað hraðast. Búlgarar tróna þar efstir, en fyrir 30 árum bjuggu 9 milljónir í landinu. Nú eru íbúarnir 6,9 miljónir og verða 5,4 miljónir eftir þrjátíu ár – þeim fækkar um tæplega helming á sextíu árum. Litháum, Lettum og Móldóvum fækkar einnig mjög hratt.
En það er ekki bara fólksfækkun í heiminum. Í Afríku sunnan Sahara eru …
Athugasemdir