Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Mikil fjölgun bráðatilfella fólks í sjálfsvígshættu

Birg­ir Örn Stein­ars­son, fag­teym­is­stjóri Píeta sam­tak­ana, seg­ir sam­tök­in fá sím­töl frá ein­stak­ling­um í bráðri sjálfs­vígs­hætt oft á dag um þess­ar mund­ir en áð­ur fengu þau slík sím­töl einu sinni í mán­uði.

Mikil fjölgun bráðatilfella fólks í sjálfsvígshættu

„Fólk er að hringja í okkur þegar það stendur á ströndinni og er við það að ganga í sjóinn,“ segir Birgir Örn Steinarsson, fagteymisstjóri Píeta samtakanna, um mikla fjölgun tilfella þar sem fólk í sjálfsvígshugleiðingum hefur samband við samtökin.

Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfskaða ásamt því að styðja aðstandendur þeirra sem takast á við slíka líðan og hafa sinnt þeirri starfsemi frá því í byrjun árs 2018. 

Árið í ár er þó einstakt í starfsemi samtakana. Í samtali við Stundina lýsir teymistjóri þeirra, aukningunni sem hefur orðið í skjólstæðingahópi þeirra sem og aukningu í bráðatilfellum einstaklinga í sjálfsvígshættu. Alls hefur verkefnum fjölgað um 146% frá því í maí á þessu ári.

Birgir Örn Steinarsson starfar sem teymisstjóri Píeta samtakana en hann hefur unnið fyrir samtökin síðan sumarið 2018 og hefur hann því um þriggja ára reynslu í starfi.

Yfir tvö hundruð einstaklingar í sjálfsvígshættu

Í nóvember 2020 hafa samtökunum borist um fimm hundruð símtöl sem hafa leitt af sér viðtöl við fagaðila innan teymisins vegna rúmlega tvö hundruð skjólstæðinga sem leitt hafa hugann alvarlega að því að enda eigið líf.

„Fólk er að hringja í okkur þegar það stendur á ströndinni og er við það að ganga í sjóinn.“

Til samanburðar má líta á tölur frá því í sama mánuði í fyrra en þá voru tekin rétt rúmlega hundrað viðtöl við um hundrað skjólstæðinga.

Birgir segir þetta mikla aukningu og það sem meira er, málin eru orðin alvarlegri. „Það er orðið miklu algengara að við þurfum að bregðast við bráðatilfellum sama dag og við fáum símtöl frá einstaklingum,“ segir Birgir en áður hefur oft dugað að bjóða einstaklingum að koma í viðtöl daginn eftir slíkt símtal.

Stendur við sjóinn með símann í hendi

Hljóðið í skjólstæðingunum hans er mun þyngra en hann er vanur. „Um þessar mundir erum við að sinna fólki sem þarf hjálp strax. Það var bara síðast í gær [fyrradag] sem við rukum út á höfn til þess að koma einstaklingi til hjálpar,“ segir Birgir. 

Slíkum tilfellum hafa að hans sögn fjölgað með árinu sem líður. „Almennt hafa símtölum til okkar fjölgað á þessu ári en það sem er að gerast meira núna eru þessi bráðatilfelli, þau eru nú orðin nokkur á dag en áður fyrr voru þau kannski eitt tilfelli á mánuði.“

Fleiri virðast vera í krísu, eins og Birgir orðar það en það tengir hann við faraldur Covid-19. „Það er okkar kenning og fræðin styðja hana. Samfélagsleg einangrun hefur gífurleg áhrif sálarlíf einstaklinga. Við erum að tala um fólk sem sækir í þjónustu okkar sem hefur misst samskipti við alla vegna þessa faraldurs.“

Krísurnar segir hann vera af fjölbreyttum toga. Atvinnuleysi segist hann kannast við sem og fjárhagsvanda fólks en einangrun spili stórt hlutverk.

Þú stendur ekki einn

Stór hluti af starfi samtakanna er að gefa þessum einstaklingum, sem Birgir segir að séu á öllum aldri og af öllum kynjum, von. „Láta þau vita að þau standi ekki ein.“

Einstaklingunum sé þá boðið að koma í viðtöl og í hendur fagaðila sem metur vanda þeirra og við það hefst ferli að koma vandanum í farveg á þann hátt sem hentar hverjum og einum en Birgir segir að ein lausn virki ekki fyrir alla. 

Píeta samtökin búa yfir miklum mannauði með gríðarlega reynslu af því að hjálpa fólki í aðkallandi vanda en innan fagteymis Píeta starfa læknar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar og sálfræðingar. Á heimasíðu samtakana stendur skýrum stöfum: Gefðu lífinu tækifæri með okkar aðstoð.

Þá segir einnig á heimasíðunni að „ef þú ert í brýnni þörf fyrir að tala við einhvern núna, hringdu þá í Píeta símann í síma: 552-2218, hann er opinn allan sólarhringinn“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Afleiðingar Covid-19

Börn: Fórnarlömb covid-faraldursins
ÚttektAfleiðingar Covid-19

Börn: Fórn­ar­lömb covid-far­ald­urs­ins

Stór­felld fjölg­un til­kynn­inga og mála hjá barna­vernd í covid-far­aldr­in­um gef­ur inn­sýn í hvernig börn líða fyr­ir covid-far­ald­ur­inn og að­gerð­ir gegn hon­um. For­stjóra Barna­vernd­ar­stofu seg­ir að „hrein covid-mál“ séu að koma upp, þar sem for­eldr­ar sem áð­ur komu ekki við sögu barna­vernd­ar brotna und­an ástand­inu og börn­in þola af­leið­ing­arn­ar. Til­kynnt var um þús­und börn í októ­ber ein­um og sér.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár