Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Áhyggjur Íslendinga aukast er líður á Covid-19 faraldurinn

Sigrún Ólafs­dótt­ir, pró­fess­or í fé­lags­fræði, hef­ur kann­að áhyggj­ur Ís­lend­inga af Covid-19 far­aldr­in­um frá því í byrj­un apríl og sam­kvæmt henn­ar nið­ur­stöð­um aukast áhyggj­ur al­menn­ings er líð­ur á far­ald­ur­inn þó svo að smit­um fari fækk­andi eft­ir til­vik­um

Áhyggjur Íslendinga aukast er líður á Covid-19 faraldurinn
Konur hafa meiri áhyggjur af Covid-19 Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að þeir sem eldri eru og konur hafa meiri áhygggjur af faraldrinum en þeir sem yngri eru og karlar

Íslendingar hafa töluvert miklar áhyggjur af Covid-19 faraldrinum og hafa þær aukist er líður á faraldurinn. Þeir höfðu þá meiri áhyggjur í annarri og þriðju bylgju faraldursins en í þeirri fyrstu þó svo að vitneskja um eðli sjúkdómsins sé nú meiri en í fyrstu bylgju. 

Þetta kom fram í máli Sigrúnar Ólafsdóttur, prófessors í félagsfræði, á streymis viðburði Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og félags stjórnmálafræðinga: „Heilbrigðiskerfið og áhyggjur á tímum Kóvíd,“ þann 14. desember síðastliðinn. 

Auk Sigrúnar kom fram á viðburðinum Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, en saman fjölluðu þær um viðbrögð stjórnvalda og almennings við Covid-19 faraldrinum. 

Erum við öll í þessu saman?

Í erindi sínu: „Erum við öll í þessu saman? Áhyggjur almennings af kóvíd-19 faraldrinum“, kynnti Sigrún niðurstöður úr spurningakönnunum sem hafa verið í gangi síðan í fyrstu bylgju  faraldursins og eru enn í gangi og fjallaði um þær út frá sjónarhorni félagsfræðinnar. 

Niðurstöðurnar byggja á daglegum könnunum frá því í apríl byrjun þar sem spurningalistar með tíu til tólf spurningum voru sendir á tæplega tvö hundruð manns en eins og áður kemur fram stendur könnunin enn yfir. 

Rannsóknin var gerð í samstarfi fræðafólks og Félagsvísindastofnunar en þeir sem komu mest að rannsókninni ásamt Sigrúnu voru þau Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði, Magnús Þór Torfason, dósent í viðskiptafræði og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar en Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur undanfarið kannað afstöðu Íslendinga til ýmissa mála tengdum Covid-19 faraldrinum.

Sigrún ræddi hluta af sínum niðurstöðum í samtali við Stundina. 

Bylgja varð að bylgjum

Hún segir þó að gert hafi verið hlé á könnunum á ákveðnum tímapunkti. „Við sendum út kannanir frá 1.apríl og þangað til 10.júní með tíu til tólf spurningum er varða meðal annars áhyggjur fólks af faraldrinum. Við tókum svo hlé í sumar en byrjuðum aftur þegar önnur bylgjan skall á í júlí. Ætlunin var að hætta í september en þá kom þriðja bylgjan svo við héldum áfram. Þannig að við eigum dagleg gögn frá því í apríl og til dagsins í dag,“ segir hún. 

Spurningarnar voru margvíslegar en til dæmis var spurt um hversu miklar áhyggjur fólk hefði af faraldrinum, hverjar væntingar þeirra til aðgerða væru, hversu mikið það fór eftir fyrirmælum, hversu mikið það upplifði að þeir sem stæðu þeim næst færu eftir fyrirmælum og svo hvernig þeir upplifðu að Íslendingar almennt færu eftir fyrirmælum. 

Algengast var að hundrað til tvö hundruð kæmu inn á degi hverjum, en þegar minnst var voru svörin 6 á einum degi og þegar mest var 435 svör.

Miklar áhyggjur af faraldrinum

Niðurstöður kannananna leiddu í ljós að Íslendingar hafa töluvert miklar áhyggjur af faraldrinum en Sigrún segir það ekki koma sér mikið á óvart. „Ef við tökum saman þá sem hafa mjög eða frekar miklar áhyggjur, sjáum við að á hápunkti fyrstu bylgju, eða í apríl byrjun, þá eru upp undir 70% þeirra sem svara sem hafa mjög eða frekar miklar áhyggjur. Svo, eins og við mátti búast, minnkuðu áhyggjurnar eftir því sem smitum fækkaði í samfélaginu og í byrjun maí eru það um það bil 50% sem hafa mjög eða frekar miklar áhyggjur og í byrjun júní um 40%“

Það sem kom henni þó á óvart var sú staðreynd að fólk hafði meiri áhyggjur í bylgju tvö og þrjú en það hafði í bylgju eitt. „Það er óvænt að því leiti að með tímanum förum við að þekkja veiruna betur, í apríl var mikil óvissa og almenningur vissi ekki alveg hvað væri í gangi. Skilaboðin sem almenningur fékk frá þríeykinu voru einnig á þá leið að við séum farin að þekkja veiruna og vitum hvað við eigum að gera til að bregðast við ástandinu og fækka smitum. Sömuleiðis vitum við meira um meðferð við alvarlegri veikindum en samt haldast áhyggjurnar stöðugar og í ágúst eru þeir sem hafa mjög eða frekar miklar áhyggjur 70% af heildarhlutfallinu jafnvel þó að séu smitin tiltölulega fá miðað við í apríl,“ segir Sigrún.

„Við sjáum núna á nýjustu mælingum að hlutfallið helst svona hátt þó smitum sé að fara fækkandi“

Hlutfall þeirra sem höfðu miklar eða frekar miklar áhyggjur fór lækkandi þegar september bar að garði en þá var hlutfallið komið niður í 40% en um leið og faraldurinn fór aftur á skrið hækkaði hlutfallið og var það hæst 73% í október. „Við sjáum núna á nýjustu mælingum að hlutfallið helst svona hátt þó smitum sé að fækka. Það gæti tengst skilaboðum þríeykisins til almennings að nú séum við að sigla inn í hættulega tíma, aðventan sé komin og við eigum að passa okkur rosalega vel og þó svo smitin séu nú fá erum við engu að síður í hörðustu aðgerðum sem við höfum séð hér á landi,“ segir hún þá.

Hvað skýrir áhyggjurnar?

Sigrún hefur ekki einungis kannað hvernig áhyggjur landsmanna þróast heldur einnig hvað skýrir þær. „Þar erum við sérstaklega að velta fyrir okkur annars vegar hvernig þeir félagslegu þættir sem einkenna okkur, hafa áhrif og hins vegar stærri samfélagslegir þættir. Varðandi það fyrrnefnda, vitum við til dæmis að það getur verið munur eftir félagslegri stöðu, til dæmis eftir kyni og aldri, en við verðum auðvitað líka fyrir áhrifum frá því sem er að gerast í samfélaginu. Þar tölum við um samhengi dagsins og það vísar til þess hvernig faraldurinn er á hverjum tíma fyrir sig og hvað er í gangi á þeim tímapunkti.“

Niðurstöðurnar leiða i ljós að þeir sem eldri eru og konur, hafa meiri áhyggjur af faraldrinum en þeir sem yngri eru og karlar. Þá er ekki sjáanlegur munur á tíðni mikilla áhyggja eftir menntun eða fjölskyldustöðu og og almennt ekki munur á milli landshluta. „Það sem við sjáum þó er að þeir sem búa á Suðurnesjum hafa meiri áhyggur en þeir sem búa á Höfuðborgarsvæðinu,“ bætir Sigrún við.

Þar að auki segir Sigrún að það hafi einnig komið henni á óvart að ekki var marktækur munur á milli þeirra sem þurfa að vera í návígi á vinnustað og þeirra sem þurfa þess ekki. 

Aðgerðir stjórnvalda hafa áhrif

Hvað varðar áhrif opinberra sóttvarnaráðstafana á áhyggjur fólks af faraldrinum segir Sigrún aðgerðir stjórnvalda hafa greinileg áhrif. „Þegar samkomubann er miðað við 20 eða 100 hefur fólk meiri áhyggjur en þegar það er miðað við 200 einstaklinga. Það gæti tengst þeim skilaboðum sem þjóðinni eru send með því að minnka hópana sem mega koma saman en það sýnir alvarleika aðstæðna og leiðir væntanlega til þess að almenningur hefur auknar áhyggjur af faraldrinum.“

Tvær ólíkar sögur

Að lokum skoðuðum við líka huglæga þáttinn eða hvernig einstaklingar upplifa faraldurinn. Þá segir Sigrún að annarsvegar sé skoðað nærumhverfi einstaklingsins og svo hvernig hann eða hún upplifir faraldurinn í samhengi við samfélagið í heild sinni. „Þar fáum við fram að sumu leiti tvær ólíkar sögur,“ segir Sigrún og heldur svo áfram. 

„Það er þá annars vegar einstaklinssagan og svo samfélagssagan. Varðandi þá fyrrnefndu sjáum við að því meiri væntingar sem einstaklingur hefur um árangur aðgerðanna og því meira sem hann eða hún telur að þeir nánustu séu að taka þátt í aðgerðunum því meiri eru áhyggjurnar.“

„Við erum kannski hrædd og óttaslegin sem einstaklingar en þegar við upplifum að við séum öll í þessu saman, þá dregur það úr áhyggjum.“

„Við erum kannski hrædd og óttaslegin sem einstaklingar en þegar við upplifum að við séum öll í þessu saman þá dregur það úr áhyggjum“

En samfélagssagan er önnur. „Þar sjáum við að því meira sem þú heldur að Íslendingar almennt séu að hlýða eða fara eftir tilmælum og aðgerðum og því meira sem þú upplifir væntingar um árangur aðgerða í samfélaginu almennt því minni áhyggjur hefur þú. Þannig að þetta eru eins og tvær sögur, sem kannski virðast mótsagnakenndar í fyrstu,“ segir Sigrún.

Sigrún segir félagsfræðina koma sterka inn til að útskýra stöðuna. „Þegar við hugsum um einstaklinginn og hans nánasta félagsnet sjáum við að eftir því sem að fólk fylgir reglunum meira því meira er það með hugann við ástandið, það talar meira um það við þá sem eru í nærumhverfinu og áhyggjurnar verða því meiri í þeirra nánasta umhverfi og hjá einstaklingnum sjálfum,“ segir hún og heldur svo áfram.

„Hins vegar má velta þessu fyrir sér út frá hugmyndinni sem haldið hefur verið á lofti hérlendis um að við séum öll í sama bátnum, að við stöndum í þessu saman. Þegar andrúmsloftið í samfélaginu er á þann hátt að þú upplifir að aðrir séu að fylgja fyrirmælum vel og þeir séu með þér í þessu færðu trú á að það sé hægt að sigrast á faraldrinum í sameiningu og það dregur úr áhyggjum. Þá sjáum við vel þetta samspil einstaklings og samfélags, við erum kannski hrædd og óttaslegin sem einstaklingar en þegar við upplifum að við séum öll í þessu saman þá dregur það úr áhyggjum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Afleiðingar Covid-19

Börn: Fórnarlömb covid-faraldursins
ÚttektAfleiðingar Covid-19

Börn: Fórn­ar­lömb covid-far­ald­urs­ins

Stór­felld fjölg­un til­kynn­inga og mála hjá barna­vernd í covid-far­aldr­in­um gef­ur inn­sýn í hvernig börn líða fyr­ir covid-far­ald­ur­inn og að­gerð­ir gegn hon­um. For­stjóra Barna­vernd­ar­stofu seg­ir að „hrein covid-mál“ séu að koma upp, þar sem for­eldr­ar sem áð­ur komu ekki við sögu barna­vernd­ar brotna und­an ástand­inu og börn­in þola af­leið­ing­arn­ar. Til­kynnt var um þús­und börn í októ­ber ein­um og sér.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár