Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Mikil fjölgun bráðatilfella fólks í sjálfsvígshættu

Birg­ir Örn Stein­ars­son, fag­teym­is­stjóri Píeta sam­tak­ana, seg­ir sam­tök­in fá sím­töl frá ein­stak­ling­um í bráðri sjálfs­vígs­hætt oft á dag um þess­ar mund­ir en áð­ur fengu þau slík sím­töl einu sinni í mán­uði.

Mikil fjölgun bráðatilfella fólks í sjálfsvígshættu

„Fólk er að hringja í okkur þegar það stendur á ströndinni og er við það að ganga í sjóinn,“ segir Birgir Örn Steinarsson, fagteymisstjóri Píeta samtakanna, um mikla fjölgun tilfella þar sem fólk í sjálfsvígshugleiðingum hefur samband við samtökin.

Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfskaða ásamt því að styðja aðstandendur þeirra sem takast á við slíka líðan og hafa sinnt þeirri starfsemi frá því í byrjun árs 2018. 

Árið í ár er þó einstakt í starfsemi samtakana. Í samtali við Stundina lýsir teymistjóri þeirra, aukningunni sem hefur orðið í skjólstæðingahópi þeirra sem og aukningu í bráðatilfellum einstaklinga í sjálfsvígshættu. Alls hefur verkefnum fjölgað um 146% frá því í maí á þessu ári.

Birgir Örn Steinarsson starfar sem teymisstjóri Píeta samtakana en hann hefur unnið fyrir samtökin síðan sumarið 2018 og hefur hann því um þriggja ára reynslu í starfi.

Yfir tvö hundruð einstaklingar í sjálfsvígshættu

Í nóvember 2020 hafa samtökunum borist um fimm hundruð símtöl sem hafa leitt af sér viðtöl við fagaðila innan teymisins vegna rúmlega tvö hundruð skjólstæðinga sem leitt hafa hugann alvarlega að því að enda eigið líf.

„Fólk er að hringja í okkur þegar það stendur á ströndinni og er við það að ganga í sjóinn.“

Til samanburðar má líta á tölur frá því í sama mánuði í fyrra en þá voru tekin rétt rúmlega hundrað viðtöl við um hundrað skjólstæðinga.

Birgir segir þetta mikla aukningu og það sem meira er, málin eru orðin alvarlegri. „Það er orðið miklu algengara að við þurfum að bregðast við bráðatilfellum sama dag og við fáum símtöl frá einstaklingum,“ segir Birgir en áður hefur oft dugað að bjóða einstaklingum að koma í viðtöl daginn eftir slíkt símtal.

Stendur við sjóinn með símann í hendi

Hljóðið í skjólstæðingunum hans er mun þyngra en hann er vanur. „Um þessar mundir erum við að sinna fólki sem þarf hjálp strax. Það var bara síðast í gær [fyrradag] sem við rukum út á höfn til þess að koma einstaklingi til hjálpar,“ segir Birgir. 

Slíkum tilfellum hafa að hans sögn fjölgað með árinu sem líður. „Almennt hafa símtölum til okkar fjölgað á þessu ári en það sem er að gerast meira núna eru þessi bráðatilfelli, þau eru nú orðin nokkur á dag en áður fyrr voru þau kannski eitt tilfelli á mánuði.“

Fleiri virðast vera í krísu, eins og Birgir orðar það en það tengir hann við faraldur Covid-19. „Það er okkar kenning og fræðin styðja hana. Samfélagsleg einangrun hefur gífurleg áhrif sálarlíf einstaklinga. Við erum að tala um fólk sem sækir í þjónustu okkar sem hefur misst samskipti við alla vegna þessa faraldurs.“

Krísurnar segir hann vera af fjölbreyttum toga. Atvinnuleysi segist hann kannast við sem og fjárhagsvanda fólks en einangrun spili stórt hlutverk.

Þú stendur ekki einn

Stór hluti af starfi samtakanna er að gefa þessum einstaklingum, sem Birgir segir að séu á öllum aldri og af öllum kynjum, von. „Láta þau vita að þau standi ekki ein.“

Einstaklingunum sé þá boðið að koma í viðtöl og í hendur fagaðila sem metur vanda þeirra og við það hefst ferli að koma vandanum í farveg á þann hátt sem hentar hverjum og einum en Birgir segir að ein lausn virki ekki fyrir alla. 

Píeta samtökin búa yfir miklum mannauði með gríðarlega reynslu af því að hjálpa fólki í aðkallandi vanda en innan fagteymis Píeta starfa læknar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar og sálfræðingar. Á heimasíðu samtakana stendur skýrum stöfum: Gefðu lífinu tækifæri með okkar aðstoð.

Þá segir einnig á heimasíðunni að „ef þú ert í brýnni þörf fyrir að tala við einhvern núna, hringdu þá í Píeta símann í síma: 552-2218, hann er opinn allan sólarhringinn“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Afleiðingar Covid-19

Börn: Fórnarlömb covid-faraldursins
ÚttektAfleiðingar Covid-19

Börn: Fórn­ar­lömb covid-far­ald­urs­ins

Stór­felld fjölg­un til­kynn­inga og mála hjá barna­vernd í covid-far­aldr­in­um gef­ur inn­sýn í hvernig börn líða fyr­ir covid-far­ald­ur­inn og að­gerð­ir gegn hon­um. For­stjóra Barna­vernd­ar­stofu seg­ir að „hrein covid-mál“ séu að koma upp, þar sem for­eldr­ar sem áð­ur komu ekki við sögu barna­vernd­ar brotna und­an ástand­inu og börn­in þola af­leið­ing­arn­ar. Til­kynnt var um þús­und börn í októ­ber ein­um og sér.

Mest lesið

Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
4
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár