Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sigmundur reynir aftur að biðja Geir afsökunar

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son legg­ur fram til­lögu á Al­þingi um að þing­ið biðji Geir Haar­de af­sök­un­ar á Lands­dóms­mál­inu, þar sem Geir var dæmd­ur fyr­ir að brjóta gegn stjórn­ar­skrá.

Sigmundur reynir aftur að biðja Geir afsökunar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Þingmenn Miðflokksins vilja að Alþingi biðjist afsökunar á þeim lið uppgjörsins við hrunið sem fólst í ákæru gegn forsætisráðherra fyrir stórfellt gáleysi. Mynd: Geirix / Pressphotos

Alþingi biður Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, afsökunar á því að hann var sóttur til saka fyrir að brjóta gegn lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda bankahrunsins, ef tillaga Sigmudar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, verður samþykkt á Alþingi. Að auki verðskuldi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson einnig afsökunarbeiðni af hálfu Alþingis.

Sigmundur Davíð lagði fram sömu þingsályktunartillögu árið 2017. Tillagan „um óréttmæti málshöfðunar Alþingis gegn ráðherrum og afsökunarbeiðni“ er studd af öllum þingmönnum Miðflokksins, auk fjögurra í Sjálfstæðisflokknum: Brynjari Níelssyni, Páli Magnússyni, Óla Birni Kárasyni og Ásmundi Friðrikssyni. Þar segir að Alþingi álykti að „rangt hafi verið að leggja fram tillögu til þingsályktunar um málshöfðun gegn ráðherrum“ og að „viðkomandi ráðherrar verðskuldi afsökunarbeiðni vegna þessa“.

Dæmdur fyrir brot gegn stjórnarskrá

Geir eftir dóminnForsætisráðherrann fyrrverandi sagði að dómur Landsdóms væri „sprenghlægilegur“.

Geir Haarde var dæmdur af fjölskipuðum Landsdómi, sem samsettur var af fimm hæstaréttardómurum með lengstan starfsaldur, dómstjóranum í Reykjavík, fulltrúa lagadeildar Háskóla Íslands og átta fulltrúum kjörnum af Alþingi. Hann var sýknaður af þremur ákæruliðum, en dæmdur án refsingar fyrir að „hafa af stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni eins og fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrárinnar, þrátt fyrir að honum hlaut að vera ljós sá háski, sem vofði yfir bankakerfinu og þar með heill ríkisins, eins og nánar greinir hér að framan, með þeim afleiðingum að ekki var um þau málefni fjallað á vettvangi ríkisstjórnarinnar.“

Í ákærunni var því lýst að Geir hefði ekki fylgt eftir stjórnarskrárbundnum skyldum og verklagi forsætisráðherra þegar vitneskja var komin fram innan stjórnmála- og embættiskerfisins um að bankakerfið rambaði á barmi gjaldþrots. „Á þessu tímabili var lítið fjallað á ráðherrafundum um hinn yfirvofandi háska, ekki var fjallað formlega um hann á ráðherrafundum og ekkert skráð um þau efni á fundunum.“

„Ekki var tilefni til ákæru“

Í þingsályktunartillögu Sigmundar og hinna þingmannanna eru fern rök tekin til. „Niðurstaða landsdóms sýnir að ekki var tilefni til ákæru,“ segir þar. „Ekki hefur verið gætt samræmis við beitingu laga um landsdóm þar eð lögunum hefur ekki verið beitt í öðrum tilvikum er varða stjórnmálalegar ákvarðanir og aðgerðir sem stefnt hafa hagsmunum ríkisins í hættu,“ segir einnig.

Þá segja þingmennirnir að ákæra Alþingis hafi verið ákvörðuð eftir flokkspólitískum línum, en í atkvæðagreiðslu Alþingis árið 2011 voru þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, ekki ákærð.

Í fjórða lagi segir í tillögunni: „Lýðræðislegu stjórnarfari landsins stendur ógn af því ef reynt er að fá starfandi eða fyrrverandi stjórnmálamenn dæmda til fangelsisvistar vegna pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis án þess að um hafi verið að ræða ásetning um brot.“

Stóru íslensku viðskiptabankarnir þrír urðu gjaldþrota í október 2008. Mörgum mánuðum áður var þó vitneskja um vanda þeirra. Þannig funduðu Geir, Ingibjörg Sólrún og Árni Mathiesen með Davíð Oddssyni seðlabankastjóra til dæmis um vandann 7. febrúar 2008.

Síðar kom í ljós að margir starfsmenn bankanna og jafnvel stjórnmálamenn seldu skuldabréf sín og hlutabréf tengd bönkunum á þeim mánuðum sem liðu, á meðan aðrir höfðu ekki upplýsingar um vandann. 

Lögin enn ekki endurskoðuð

Lög um landsdóm og ráðherraábyrgð eru að norrænni fyrirmynd og voru lögleidd á Alþingi í tíð Bjarna Benediktssonar eldri, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, þegar hann var dómsmálaráðherra, árið 1963.

Lögin hafa enn ekki verið endurskoðuð þótt slíkt hafi verið á dagskrá um áratugaskeið. Ríkisstjórnin tilkynnti þá fyrirætlun sína í janúar síðastliðnum að ljúka endurskoðuninni. 

„Endurskoðun laganna mun meðal annars taka til skýrleika refsiákvæða um embættisbrot, aðdraganda ákæru, svo sem frumkvæði að rannsókn á embættisfærslum, umgjörð máls og hlutverk þingnefnda í því sambandi, og skipan Landsdóms. Forsætisráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra fela sérfræðingi að leiða vinnuna og standa vonir til þess að henni verði lokið á haustmánuðum,“ sagði í tilkynningunni.

Geir Haarde kærði niðurstöðu og málsmeðferð Lansdóms til Mannréttindadómstóls Evrópu, en tapaði málinu.

Skipuðu Geir sendiherra

Málefni Geirs og Sigmundar komu til tals í umræðum þingmanna á barnum Klaustri í nóvember 2018. Þar sagðist meðflutningsmaður og samflokksmaður Sigmundar, Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafa skipað Geir Haarde sendiherra í Washington fyrir Íslands hönd árið 2014, gegn því að hann yrði sjálfur skipaður sendiherra með stuðningi Bjarna Benediktssonar, formanni Sjálfstæðisflokksins. Á upptökunni segist Sigmundur hafa rætt við Bjarna um málið, fylgt því eftir og fundað með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þá utanríkisráðherra. Loks sagðist Gunnar Bragi hafa skipað fyrrverandi þingmann Vinstri grænna, Árna Þór Sigurðsson, sendiherra á sama tíma til þess að dreifa athyglinni frá skipun Geirs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
3
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.
Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
6
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár