Samtök félaga í sjávarútvegi, þá LÍÚ, gerðu samning við Úrvinnslusjóð árið 2005 að samtökin myndu sjálf bera ábyrgð á úrvinnslu á öllum þeim veiðarfærum sem notuð væru á Íslandi og væru úr plasti. Með samningi SFS greiða fyrirtæki í sjávarútvegi ekkert úrvinnslugjald af veiðarfærum úr plasti til Úrvinnslusjóðs. Í samningnum kemur fram að Úrvinnslusjóði sé ekki heimilt að segja upp samningnum við SFS nema að samningsbrot eigi sér stað.
Ítrekað frestað umræðum
Í fundargerðum Úrvinnslusjóðs má sjá að umræða skapaðist, snemma á þessu ári, að endurskoða samning SFS. Voru það fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem vildu að samningurinn væri endurskoðaður, en hann hefur ekki verið endurskoðaður í um 15 ár. Í fundargerðum má sjá hvar fulltrúi SFS og stjórnarmaður í stjórn Úrvinnslusjóðs, kom með þau rök að ein ástæða þess að veiðarfæri úr plasti ættu ekki að bera úrvinnslugjald, sé vegna þess að það sé ósanngjarnt gagnvart innlendum framleiðendum á …
Athugasemdir