Í byrjun október ákvað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra að hætta við fyrirætlanir um að setja á svokallaðan urðunarskatt á allt það sorp sem yrði urðað á Íslandi. Markmið skattsins var að hvetja til frekari flokkunar og endurvinnslu á úrgangi frá heimilum og fyrirtækjum. Hvatinn fólst aðallega í því að sveitarfélög myndu taka upp flokkun á lífrænum úrgangi í stað þess að urða hann, en nánast allur lífrænn úrgangur frá heimilum landsins er urðaður í dag. Um er að ræða tugi þúsunda tonna. Þegar lífrænn úrgangur er urðaður myndast metangas, en það gas er allt að tíu sinnum áhrifameira en koltvísýringur þegar kemur að hlýnun jarðar. Hafa því ríki víðs vegar um heiminn sett á urðunarskatta til að forða lífrænum úrgangi frá urðun og þar með auka endurvinnslu. Bretar settu á urðunarskatt árið 1996.
Árið 2019 tilkynnti umhverfisráðherra að stefnt yrði á að setja á urðunarskatt og hófst undirbúningur það sama …
Athugasemdir