Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

RÚV rak fréttamann sem átti í deilum um launagreiðslur

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri seg­ir að deil­ur séu uppi um túlk­un á kjara­samn­ingi. Fleiri en einn frétta­mað­ur eigi í þeirri kjara­deilu og hún hafi ekk­ert með upp­sagn­ir að gera. Fé­lag frétta­manna gagn­rýn­ir nið­ur­skurð á frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins.

RÚV rak fréttamann sem átti í deilum um launagreiðslur
Segir kjaradeilur ekki tengjast uppsögnum Stefán Eiríksson segir deilur um yfirvinnugreiðslur snúa að túlkun á kjarasamningum. Þær snúi að fleiri en einum fréttamanni og hafi ekkert með uppsagnir að gera. Mynd: Heiða Helgadóttir

Einn þeirra fréttamanna sem sagt var upp hjá Ríkisútvarpinu, RÚV, í síðustu viku hefur átt í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna. Umræddur fréttamaður, Pálmi Jónasson, hefur starfað hjá RÚV í yfir aldarfjórðung. Félag fréttamanna setur spurningamerki við að starfsmaður sem barist hefur fyrir réttmætum kjörum sínum fái uppsagnarbréf áður en það mál er til lykta leitt. Útvarpsstjóri segir hins vegar að deilur um yfirvinnugreiðslur snúi að fleiri en einum fréttmanni og þau mál hafi ekkert með uppsagnir fréttamanna að gera.

Í yfirlýsingu Félags fréttamanna, stéttarfélags fréttamanna sem starfa á Ríkisútvarpinu er sá niðurskurður sem fréttastofa RÚV stendur frammi fyrir gagnrýndur en í síðustu viku var greint frá því að þremur fréttamönnum hefði verið sagt upp hjá RÚV. Um er að ræða fyrrnefndan Pálma, Jóhann Hlíðar Harðarson sem einnig hefur unnið árum saman á fréttastofunni og Úllu Árdal sem hóf störf í mars í fyrra.

Alls fækkar níu stöðugildum með niðurskurðaraðgerðunum. 

Segir kjaradeilur í ágætis farvegi

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir í samtali við Stundina að erfitt sé að ræða málefni einstakra starfsmanna. „Sú deila sem þarna er vísað til er ákveðin spurning um túlkun á nýgerðum kjarasamningi sem snýr að fleiri en einum fréttamanni. Það hefur ekkert með þessa ákvörðun að gera hvernig leyst verður úr því ágreiningsefni. Það er bara í ágætis farvegi og ferli og hefur verið rætt við forsvarsmenn stéttarfélagsins hvernig eigi að gera það.“ Stefán segir enn fremur að ákvarðanir á borð við þessa, það er að segja uppsagnir starfsfólks, séu ekki byggðar á grunni þess hvernig sé verið að leysa úr ágreiningsmálum sem kunni að vera uppi.

„Það hefur ekkert með þessa ákvörðun að gera hvernig leyst verður úr því ágreiningsefni“

Í umsögn sinni um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar benti Stefán á að í heildina muni vanta yfir 600 milljónir króna í fjármögnun RÚV á næta ári. Stefán segir við Stundina að í öllum hagræðingaraðgerðum, frá því að ljóst varð í vor að tekjufall yrði hjá stofnuninni og svo enn frekara tekjufall í haust, hafi verið reynt að verja eins og kostur er fréttir í öllum miðlum og dagskrárgerð. „Við höfum látið hagræðingaraðgerðirnar fyrst og fremst ná til yfirstjórnar, stjórnenda og stoðþjónustu en umfangið er það mikið að það er óhjákvæmilegt annað en að það hafi áhrif á fréttir og dagskrárgerð, því miður. Við treystum okkur til þess að fara í gegnum þessa dýfu sem að blasti við okkur í vor út af falli á auglýsingatekjum með því að einbeita okkur að því að ná hagræðingu fram með því að fækka stjórnendum og draga úr stoðþjónustu. Þegar það var ljóst að þetta var umtalsvert meira og allt að 10 prósentum þá er óhjákvæmilegt annað en að það hafi áhrif á okkar meginhlutverk, sem er auðvitað að miðla fréttum og dagskrá. Það segir sig sjálft að við getum ekki klárað þetta með öðrum hætti þegar umfangið er þetta mikið.“

Segja niðurskurð sæta furðu

„Á sama tíma og neyðarástand ríkir í samfélaginu og aukin krafa er gerð um stöðugar og traustar fréttir þá skýtur skökku við að skorið sé niður á fréttastofunni,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Auk þeirra þriggja fréttamanna sem sagt hefur verið upp verður starfshlutfall nokkurra starfsmanna skert um áramót og samningar við aðra ekki framlengdir. Þannig tapist í allt níu stöðugildi sem jafngildir tæplega fimmtungi fréttamanna á fréttastofunni. „Félag fréttamanna harmar uppsagnir vandaðra fréttamanna,“ segir í yfirlýsingunni.

Enn fremur er bent á að RÚV sé hluti af almannavarnarkerfinu og sé eina stofnunin þar innan sem ekki sé veitt meira fé til vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Þvert á móti sé skorið niður í framlögum til stofnunarinnar. Félag fréttamanna telur furðu sæta að yfirstjórn RÚV láti þann niðurskurð bitna á fréttastofunnio og skorar á yfirstjórnin að endurskoða þá ákvörðun. Jafnframt skorar félagið á stjórnvöld að sjá til þess að geta RÚV til að sinna almannavarnarhlutverki sínu verði ekki skert.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár