Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Atvinnuleysisbætur hækkaðar

Bæt­ur verða hækk­að­ar og hluta­bóta­leið­in fram­lengd, sem og lok­un­ar­styrk­ir til fyr­ir­tækja, sem hluti að að­gerð­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að spyrna gegn efna­hags­leg­um af­leið­ing­um COVID-19 far­ald­urs­ins.

Atvinnuleysisbætur hækkaðar
Kynna efnahagslegar aðgerðir Efnahagslegar aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur innibera meðal annars lengingu á tekjutengdu tímabili atvinnuleysisbóta og hækkun grunnatvinnuleysisbóta. Mynd: RÚV

Hlutabótaleiðin verður framlengd út maí á næsta ári og grunnatvinnuleysisbætur verða hækkaðar í rúmar 307 þúsund krónur á mánuði. Tekjutengt tímabil atvinnuleysisbóta verður einnig lengt. Atvinnuleitendur fá þá greidda desember uppbót sem nemur tæpum 87 þúsund krónum. Lokunarstyrkir til fyrirtækja verða framlengdir, og ekki verður lengur sett á hámarksviðmið á fjölda starfsmanna.

Þetta er meðal þeirra aðgerða sem kynntir voru á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar, þar sem kynntar voru framhaldsaðgerðir til að spyrna gegn efnahagslegum áhrifum kórónaveirufaraldursins.

Álag á atvinnuleysisibætur verður sex prósent á hvert barn sem atvinnuleitandi hefur á framfæri. Þannig munu foreldrar með tvö börn á framfæri fá 344 þúsund krónur í grunnatvinnuleysisibætur. 

Hækkanir á örorkugreiðslum

Skerðingarmörk í barnabótakerfinu verða hækkuð, svo þau fylgi þróun lægstu launa. Þannig getur einstætt foreldri með tvö börn og undir 580 þúsund krónur í tekjur fengið hækkun sem nemur 30 þúsund krónum á ári. 

Greidd verður eingreiðsla, skattfrjáls, til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega, sem nemur 50 þúsund krónum, fyrir 18. desember næstkomandi. Þá verða gerðar breytingar á örorkulífeyri á næsta ári sem eiga að skila þeim sem lægstar örorkubætur hafa um átta þúsund krónum hærri greiðslum á mánuði, ofan á þegar ákveðna hækkun upp á 3,6 prósent. Því hækka bætur tekjulægsta hópsins um tæplega 20 þúsund krónur á mánuði. 

Framlengja lokunarstyrki og kynna viðspyrnustyrki

Lokunarstyrkir verða sem fyrr segir framlengdir og viðmið um hámarksfjölda starfsmanna afnumið, sem muni gagnast stærri fyrirtækjum. Þá verðar veittir svokallaðir viðspyrnustyrkir, sem framhald af tekjufallsstyrkjunum sem veittir hafa verið. Er þeim ætlað að halda fyrirtækjum í rekstri með lágmarksstarfsemi á meðan að áhrif COVID-19 faraldursins varar. Allir tekjuskattskyldir rekstraraðilar, fyrirtæki jafnt sem einyrkjar, eiga rétt á styrkjunum, hafi þeir orðið fyrir að lágmarki 60 prósenta tekjufalli.

Styrkir fyrir aðila sem hafa orðið fyrir tekjufalli á bilinu 60-80 prósent geta orðið 400 þúsund krónur á mánuði á hvert heilt stöðugildi, hæst tvær milljónir króna. Styrkir fyrir þá sem hafa orðið fyrir tekjufalli á bilinu 80-100 prósent geta fengið 500 þúsund krónur á hvert heild stöðugildi, hæst tvær og hálf milljón króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár