Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Atvinnuleysisbætur hækkaðar

Bæt­ur verða hækk­að­ar og hluta­bóta­leið­in fram­lengd, sem og lok­un­ar­styrk­ir til fyr­ir­tækja, sem hluti að að­gerð­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að spyrna gegn efna­hags­leg­um af­leið­ing­um COVID-19 far­ald­urs­ins.

Atvinnuleysisbætur hækkaðar
Kynna efnahagslegar aðgerðir Efnahagslegar aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur innibera meðal annars lengingu á tekjutengdu tímabili atvinnuleysisbóta og hækkun grunnatvinnuleysisbóta. Mynd: RÚV

Hlutabótaleiðin verður framlengd út maí á næsta ári og grunnatvinnuleysisbætur verða hækkaðar í rúmar 307 þúsund krónur á mánuði. Tekjutengt tímabil atvinnuleysisbóta verður einnig lengt. Atvinnuleitendur fá þá greidda desember uppbót sem nemur tæpum 87 þúsund krónum. Lokunarstyrkir til fyrirtækja verða framlengdir, og ekki verður lengur sett á hámarksviðmið á fjölda starfsmanna.

Þetta er meðal þeirra aðgerða sem kynntir voru á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar, þar sem kynntar voru framhaldsaðgerðir til að spyrna gegn efnahagslegum áhrifum kórónaveirufaraldursins.

Álag á atvinnuleysisibætur verður sex prósent á hvert barn sem atvinnuleitandi hefur á framfæri. Þannig munu foreldrar með tvö börn á framfæri fá 344 þúsund krónur í grunnatvinnuleysisibætur. 

Hækkanir á örorkugreiðslum

Skerðingarmörk í barnabótakerfinu verða hækkuð, svo þau fylgi þróun lægstu launa. Þannig getur einstætt foreldri með tvö börn og undir 580 þúsund krónur í tekjur fengið hækkun sem nemur 30 þúsund krónum á ári. 

Greidd verður eingreiðsla, skattfrjáls, til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega, sem nemur 50 þúsund krónum, fyrir 18. desember næstkomandi. Þá verða gerðar breytingar á örorkulífeyri á næsta ári sem eiga að skila þeim sem lægstar örorkubætur hafa um átta þúsund krónum hærri greiðslum á mánuði, ofan á þegar ákveðna hækkun upp á 3,6 prósent. Því hækka bætur tekjulægsta hópsins um tæplega 20 þúsund krónur á mánuði. 

Framlengja lokunarstyrki og kynna viðspyrnustyrki

Lokunarstyrkir verða sem fyrr segir framlengdir og viðmið um hámarksfjölda starfsmanna afnumið, sem muni gagnast stærri fyrirtækjum. Þá verðar veittir svokallaðir viðspyrnustyrkir, sem framhald af tekjufallsstyrkjunum sem veittir hafa verið. Er þeim ætlað að halda fyrirtækjum í rekstri með lágmarksstarfsemi á meðan að áhrif COVID-19 faraldursins varar. Allir tekjuskattskyldir rekstraraðilar, fyrirtæki jafnt sem einyrkjar, eiga rétt á styrkjunum, hafi þeir orðið fyrir að lágmarki 60 prósenta tekjufalli.

Styrkir fyrir aðila sem hafa orðið fyrir tekjufalli á bilinu 60-80 prósent geta orðið 400 þúsund krónur á mánuði á hvert heilt stöðugildi, hæst tvær milljónir króna. Styrkir fyrir þá sem hafa orðið fyrir tekjufalli á bilinu 80-100 prósent geta fengið 500 þúsund krónur á hvert heild stöðugildi, hæst tvær og hálf milljón króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
5
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár