Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Atvinnuleysisbætur hækkaðar

Bæt­ur verða hækk­að­ar og hluta­bóta­leið­in fram­lengd, sem og lok­un­ar­styrk­ir til fyr­ir­tækja, sem hluti að að­gerð­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að spyrna gegn efna­hags­leg­um af­leið­ing­um COVID-19 far­ald­urs­ins.

Atvinnuleysisbætur hækkaðar
Kynna efnahagslegar aðgerðir Efnahagslegar aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur innibera meðal annars lengingu á tekjutengdu tímabili atvinnuleysisbóta og hækkun grunnatvinnuleysisbóta. Mynd: RÚV

Hlutabótaleiðin verður framlengd út maí á næsta ári og grunnatvinnuleysisbætur verða hækkaðar í rúmar 307 þúsund krónur á mánuði. Tekjutengt tímabil atvinnuleysisbóta verður einnig lengt. Atvinnuleitendur fá þá greidda desember uppbót sem nemur tæpum 87 þúsund krónum. Lokunarstyrkir til fyrirtækja verða framlengdir, og ekki verður lengur sett á hámarksviðmið á fjölda starfsmanna.

Þetta er meðal þeirra aðgerða sem kynntir voru á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar, þar sem kynntar voru framhaldsaðgerðir til að spyrna gegn efnahagslegum áhrifum kórónaveirufaraldursins.

Álag á atvinnuleysisibætur verður sex prósent á hvert barn sem atvinnuleitandi hefur á framfæri. Þannig munu foreldrar með tvö börn á framfæri fá 344 þúsund krónur í grunnatvinnuleysisibætur. 

Hækkanir á örorkugreiðslum

Skerðingarmörk í barnabótakerfinu verða hækkuð, svo þau fylgi þróun lægstu launa. Þannig getur einstætt foreldri með tvö börn og undir 580 þúsund krónur í tekjur fengið hækkun sem nemur 30 þúsund krónum á ári. 

Greidd verður eingreiðsla, skattfrjáls, til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega, sem nemur 50 þúsund krónum, fyrir 18. desember næstkomandi. Þá verða gerðar breytingar á örorkulífeyri á næsta ári sem eiga að skila þeim sem lægstar örorkubætur hafa um átta þúsund krónum hærri greiðslum á mánuði, ofan á þegar ákveðna hækkun upp á 3,6 prósent. Því hækka bætur tekjulægsta hópsins um tæplega 20 þúsund krónur á mánuði. 

Framlengja lokunarstyrki og kynna viðspyrnustyrki

Lokunarstyrkir verða sem fyrr segir framlengdir og viðmið um hámarksfjölda starfsmanna afnumið, sem muni gagnast stærri fyrirtækjum. Þá verðar veittir svokallaðir viðspyrnustyrkir, sem framhald af tekjufallsstyrkjunum sem veittir hafa verið. Er þeim ætlað að halda fyrirtækjum í rekstri með lágmarksstarfsemi á meðan að áhrif COVID-19 faraldursins varar. Allir tekjuskattskyldir rekstraraðilar, fyrirtæki jafnt sem einyrkjar, eiga rétt á styrkjunum, hafi þeir orðið fyrir að lágmarki 60 prósenta tekjufalli.

Styrkir fyrir aðila sem hafa orðið fyrir tekjufalli á bilinu 60-80 prósent geta orðið 400 þúsund krónur á mánuði á hvert heilt stöðugildi, hæst tvær milljónir króna. Styrkir fyrir þá sem hafa orðið fyrir tekjufalli á bilinu 80-100 prósent geta fengið 500 þúsund krónur á hvert heild stöðugildi, hæst tvær og hálf milljón króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár