Aðstandendur þeirra sem létust vegna COVID-19 hópsmitsins á Landakoti eru þakklátir starfsfólki spítalans fyrir samskipti og framgöngu í erfiðum aðstæðum. Þeir vilja þó skýringar frá stjórnendum á því af hverju ekki var hægt að hindra dreifingu smits um allan spítalann sem varð til þess að tæplega 200 smituðust og tólf létu lífið.
Þetta kemur fram í þeim samtölum sem Stundin hefur átt við aðstandendur margra þeirra sem létust. Fjölskyldurnar glíma nú við sorg og höfðu margir aðstandendur ekki getað heimsótt ástvini sína eins oft og þeir vildu vegna smitvarna. Þeir harma það því að ekki hafi verið hægt að manna deildir Landakots nægilega til að hólfa þær niður og tryggja að smit bærist ekki á milli þeirra. Mikils skilnings gætir þó á aðstæðum starfsfólksins sem hafi sýnt þeim hlýju og nærgætni.
Spurningar hafa þó vaknað um verklagið …
Athugasemdir