Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Covid-19 gæti aukið áhrif hamfarahlýnunar

António Guter­res, að­al­rit­ari Sam­ein­uðu þjóð­anna, sagði á fundi Norð­ur­landa­ráðs að Covid-19 geti haft slæm áhrif á lofts­lags­vánna og sjálf­bæra þró­un.

Covid-19 gæti aukið áhrif hamfarahlýnunar
Segir Covid auka á loftslagvandann António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir skilvirkara samstarf milli þjóða nauðsynlegt til að taka á loftslagsvandanum. Mynd: MICHAEL TEWELDE / AFP

Antónío Guterres, aðalritari Sameinu þjóðanna, segir Covid-19 faraldurinn hafa afhjúpað marþætta bresti í samfélögum víðsvegar um heiminn og samhliða hefði loftslagsvandinn aukist verulega. Til þess að takast á við þær hættur sem af þessu kunna að verða segir hann mikla þörf á nýju og skilvirkara samstarfi þjóða.

Guterres sat fjarfund með forsætisráðherrum norðurlandanna og þingmönnum í þingviku Norðurlandaráðs og ræddi hvers konar áhrif Covid-19 gæti haft á hamfarahlýnun. 

Guterres sagði alþjóðasamfélagið vera farið illa út af sporinu hvað varðar það markmið að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður á celsíus fyrir árið 2050. Á fundinum lagði hann mikla áherslu á að lönd myndu skuldbinda sig til að leggja meira af mörkum til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og að Norðurlöndin gegni þar mikilvægu hlutverki.

Græn endurbygging efnahagslífsins

Guterres vísaði því á bug að farsóttin hafi haft jákvæð áhrif þegar kæmi að loftslagsmálum, eins og haldið hefði verið fram í sumum fjölmiðlum. Hann sagði að vegna farsóttarinnar hafi þurft að fresta mikilvægum ráðstöfunum í þágu loftslagsins.

Þá sagði hann mikilvægt að endurbygging efnahagslífsins í kjölfar faraldursins verði að miða að því að takast á við loftslagsvandann. „Það er lykilatriði að við byggjum upp efnahagslífið að lokinni farsótt með árángursríkum aðgerðum í loftslagsmálum sem skapa mörgum milljónum manna eftirsótt störf, greiðir fyrir hreinni og skilvirkri tækni og leiðir til betra heilsufars um allan heim,“ segir António.

Sameinuðu þjóðirnar hafa vakið athygli á aðgerðum á sviði loftslagsmála sem ríki og aðrir hagsmunaaðilar geta nýtt sér til að stuðla að sjálfbærri efnahagslegri endurreisn eftir farsóttina. Aðgerðirnar snúa að því að fjárfesta í sjálfbærri atvinnu og fyrirtækjum, að efnahagsaðgerðir stjórnvalda styrki ekki mengandi iðnað eða niðurgreiðslur á orkugjöfum úr jarðefnaeldsneyti, að meta þurfi loftslagsáhættu við allar efnahagslegar og pólitískar ákvarðanir og vinna þurfi saman að sameiginlegum málum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu