Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Enn fullt af plasti þrátt fyrir fullyrðingar um hreinsun - Terra bregst við og fjarlægir moltuna

Enn er mik­ið plast að finna á svæði sem Terra dreifði plast­meng­aðri moltu á í Krýsu­vík þrátt fyr­ir að starfs­menn Terra hafi full­yrt að bú­ið sé að hreinsa það. Mik­ið af plasti fannst grunnt of­an í jörð­inni, í um­ræddri moltu. Terra ákvað í gær­kvöldi, eft­ir ábend­ing­ar Stund­ar­inn­ar, að hreinsa alla molt­una burt.

Mikil plastmengun Mikið plast var enn í jörð í Krýsuvík þegar blaðamaður Stundarinnar fór þangað í vettvangsferð, þrátt fyrir að Terra hafi fullyrt að svæðið hafi verið hreinsað. Terra hefur nú hafist handa við að fjarlægja alla plastmenguðu moltuna af svæðinu.

Sorphirðu- og endurvinnslufyrirtækið Terra, sem dreifði plastmengaðri moltu á svæði við Krýsuvík í sumar, hefur sagt að það hafi brugðist við ábendingum þess efnis að plast væri á svæðinu og hafi sent mannskap til að hreinsa það upp. Athuganir Stundarinnar sýna þó að verulegt magn smárra plastagna eru enn á umræddu svæði og þegar grafið er grunnt ofan í moltuna má finna mikið magn af plasti þar, stóru sem smáu.

Þá fann blaðamaður Stundarinnar sem fór á svæðið í gær einnig leyfar af blámáluðum trébrettum, sem höfðu verið tætt niður og notuð í stoðefni við gerð moltunnar. Mjög óæskilegt er að málað timbur sé notað í moltugerð þar eð málningin getur innihaldið ýmis efni sem ekki ættu að berast út í náttúruna.

„Þetta var hálfur plastpoki sem við týndum“

Terra, sem var útnefnt umhverfisfyrirtæki ársins af Samtökum atvinnulífsins nú rétt á dögunum, dreifði 1.500 rúmmetrum af moltu á um 50 hektara svæði í Krýsuvík, í samvinnu við Landgræðsluna og með stuðningi umhverfisráðuneytisins. Ætlunin var að græða upp gróðursnautt land með moltunni sem gerð er úr lífrænum úrgangi. Moltan var hins vegar menguð af plasti og sagði Arngrímur Sverrisson, rekstrarstjóri Terra, í samtali við Stundina fyrir helgi að ástæðan hefði verið þekkingarleysi. Hann harmaði mistökin mjög.  

Segjast hafa farið vandlega yfir svæðið

Freyr Eyjólfsson, upplýsingafulltrúi Terra, hefur lýst því að fyrirtækið hafi brugðist við ábendingum um mengunina með því að fara á svæðið og hreinsa það. „Ég fór sjálfur á svæðið, við vorum þar í tvo daga og fórum vel og vandlega yfir svæðið eftir að hafa fengið ábendingu um þetta á Facebook fyrir um tveimur vikum. Við vorum þarna sjö manns, og afraksturinn var nú ekki meiri en svo að þetta var hálfur plastpoki sem við týndum, sem eru nú ekki gríðarleg afköst í plokki. En það var fínt að þessi ábending kom og við bara hreinsuðum svæðið,“ segir Freyr í samtali við Stundina.

Þannig að svæðið er núna hreint?

„Við höfum farið mjög vandlega yfir þetta og reynt að hreinsa allt upp.“

Við sendum blaðamann á svæðið og sá var ekki sammála því að búið væri að hreinsa það. Hann stakk til að mynda niður skóflu og upp með moltunni kom hreinlega alls konar plast, misstórt. Það virðist því vera að þó þið hafið hreinsað það sem var á yfirborði jarðar þá sé ljóst að jörðin undir sé verulega plastmenguð.

Mikið plastruslEins og sjá má er enn mikið plastrusl í moltunni í Krýsuvík.

„Við erum búin að útskýra að þetta er ekki öll moltan, þetta er lítill hluti moltunnar á afmörkuðu svæði og það urðu mistök. Það er klárlega frétt og allt í lagi hjá þér að upplýsa um það og það er klárlega frétt að umhverfisfyrirtæki ársins sé í moltuverkefni og samstarfi með Landgræðslunni og það hafi farið einhver hluti moltunnar á þetta svæði plastmengað. Við höfum gengist við því og beðist afsökunar á því, við höfum reynt að fara þarna á svæðið og skoða og hreinsa þetta upp og við töldum að málinu væri lokið með því. Þetta er rannsóknar og tilraunaverkefni og við fórum þarna upp eftir með nokkrar tegundir af moltu því þetta er vísindaverkefni. Einn hluti moltunnar er grófsigtaður og við setjum meira trjákurl í hana og við treystum bara á að þetta væri gott og þar fór í gegn, því miður plast. Það er bara fínt að upplýsa um það, við erum ekkert yfir gagnrýni hafin og þó við séum eitthvað umhverfisfyrirtæki ársins þá erum við ekkert fullkomin.“

Þess ber að geta að það sem Freyr segir hér að framan er ekki í samræmi við það sem mátti skilja á Arngrími Sverrissyni, rekstrarstjóra Terra, þegar Stundin ræddi við hann fyrir helgi. Arngrímur talaði aldrei í því viðtali um að um lítinn hluta moltunnar hefði verið að ræða. Þá sagði hann að ástæðan fyrir því að svona fór hefði verið að net sem Terra notar til að sía moltuna, og grípa þar með aðskotaefni eins og plast, hefðu verið með of stóra möskvastærð og minnka þyrfti þá möskva.

Málað timbur notað sem stoðefni

Spurður um hversu lítinn hluta moltunnar væri þá að ræða svaraði Freyr:

„Ég er ekki með nákvæmar tölur en ég get alveg sagt það að þetta nær ekkert yfir allt svæðið.“

Vitið þið þá hvar henni var dreift, þessum ákveðna hluta?

„Já, við vitum nákvæmlega hvar henni var dreift og fórum þangað.“

Er þá ekki ástæða til þess að fjarlægja þá moltu, í ljósi þess að það virðist vera plast um allt í moltunni?

„Við erum búin að fara þarna tvisvar eða eða þrisvar og hreinsuðum eins og við gátum. Mér þykir mjög leitt að heyra að þú hafir fundið eitthvað meira með því að grafa þarna niður.“

Blaðamaður Stundarinnar sem fór á staðinn í gær fann þar leifar af niðurtættum vörubrettum, máluðum með bláu. Slík vörubretti ætti alls ekki að nota til moltuframleiðslu þar eð í málningunni geta verið ýmis þau efni sem óæskilegt er að komist út í náttúruna. Spurður hvort þar hafi líka verið um mistök að ræða svaraði Freyr:

 „Þetta er gömul molta þar sem þetta var gert, en núna og síðastliðin ár höfum við eingöngu notað garðaúrgang og tré sem stoðefni. Þetta er akkúrat þessi litli hluti moltunnar sem ég er að tala um.“

Geturðu þá ekki sagt mér hversu mikill hluti þessara 1.500 rúmmetra af moltu sem þarna var dreift er þessi litli hluti moltunnar sem var mengaður, ýmist af bláum brettum eða plasti?

„Ég get ekki skotið á töluna núna en þetta er lítill hluti moltunnar, á afmörkuðu svæði.“

Hyggist þið bregðast á einhvern hátt við því að í jarðveginum hafi fundist töluvert magn plasts?

„Tókuð þið margar prufur, mörg sýni? Það er mjög erfitt að svara þessu.“

En tókuð þið sjálfir sýni og prufur úr jarðveginum?

„Ég get bara ekki alveg svarað þessu. Ég verð bara að sjá þetta og skoða þetta til að geta brugðist við þessu.“

En aftur, ættuð þið ekki að fjarlægja þessa plastmenguðu moltu af svæðinu?

„Ef þið hafið fundið meira plast þá þætti mér vænt um að þið mynduð vísa mér á staðinn og við bara bregðumst við því og hreinsum það upp.“

Ég verð að fá að ítreka þetta, er ekki ljóst að moltan sjálf, jarðefnið, er allt plastmengað og þarf ekki að fjarlægja hana fyrir vikið, þennan hluta?“

„Hún er ekkert öll plastmenguð.“

Nú, en vorum við ekki að ræða að svo væri áðan?

„Ef það er einhver hluti þarna sem er enn óhreinn þá þarf að fara og hreinsa það betur og við munum sannarlega gera það. Það þarf ekkert að fjarlægja moltuna, við förum bara og hreinsum svæðið eins vel og við getum. Það er ekkert mál að fara þarna og plokka og tína þetta, það er það sem við gerðum.“

Er ekki augljóst að það er alls konar plast í moltunni sjálfri? Þarf þá ekki að fjarlægja hana?

„Það er mjög erfitt að fjarlægja alla moltuna, við getum alveg farið þarna upp eftir og hreinsað til eins og við höfum verið að gera.“

Já, en vandinn er sá að ef tilfellið er að það komi alltaf upp plast ef maður stingur niður skóflu þá er plastið þarna ofan í jörðinni með tilheyrandi mengun af, ekki satt?

„Þá er það bara vísbending um að við þurfum að fara þarna upp eftir og hreinsa betur og fara með hrífur og við gerum það þá bara. Takk fyrir ábendinguna.“

Segir lærdómsríkt að gera mistök

Freyr segir að hjá Terra þyki fólki mjög vænt um verkefnið og það sé mikilvægt. „Okkur þykir mjög vænt um þetta tilrauna og rannsóknarverkefni með Landgræðslunni. Þetta er mikilvægt verkefni til að fara að nota moltu og lífrænan áburð til landgræðslu og skógræktar. Við viljum að það takist, það hefur ákveðið fordæmisgildi þannig að við munum gera allt til að hreinsa upp svæðið.

„Stundum er það nú bara lærdómsríkt í rannsóknum og tilraunum að gera mistök, er það ekki?“

Þetta hefur aldrei áður komið fyrir hjá okkur, í þrjátíu ára sögu moltuframleiðslunnar. Við höfum sett moltu í önnur landgræðsluverkefni, það er búið kaupa af okkur moltu, við höfum verið að gefam moltu til skógræktenda og aldrei áður hefur komið svona kvörtun.“

Finnst ykkur það þá bera ykkur gott vitni að það hafi komið upp í þessu mikilvæga verkefni?

„Það er mjög miður að þetta hafi gerst og við förum ekkert í grafgötur með það. Við gerðum mistök, þetta er rannsóknar og tilraunaverkefni og þarna fór ákveðinn hluti út sem ekki átti að fara út. Ákveðinn fasi í tilrauninni mistókst skulum við segja, eða það voru gerð mistök í ákveðnum hluta rannsóknarinnar, og stundum er það nú bara lærdómsríkt í rannsóknum og tilraunum að gera mistök, er það ekki? Þá vitum við hvað við getum gert betur.“

Fundu plast og ætla að fjarlægja moltuna

Freyr Eyjólfsson hafði aftur samband við blaðamann eftir fyrra samtal og upplýsti að hann hefði farið að nýju í vettvangsferð í Krýsuvík. Í þeirri vettvangsferð hefði komið í ljós að skoðun blaðamanns Stundarinnar kom heim og saman, mikið plast væri enn í moltunni sem Terra dreifði í Krýsuvík. Það væri mjög miður og því hefði verið brugðist við og Terra hafið frekari og umfangsmeiri hreinsun.

„Terra hefur þegar hafist handa viđ ađ hreinsa þessa moltu burt af þessum svæđum

„Terra hefur þegar hafist handa viđ ađ hreinsa þessa moltu burt af þessum svæđum. Yfirborđshreinsun er búin ađ vera í gangi og mun halda áfram. Þetta verður mikil vinna og við verðum í þessu næstu daga. Við ætlum að hreinsa þetta upp og flytja þetta burtu. Við viðurkennum að við gerðum þarna mistök og ætlum bara að bæta fyrir það. Terra mun taka þetta svæđi í fóstur og fara reglulega yfir svæđiđ í allan vetur og næsta vor og tryggja þađ allt komist í gott ástand,“ sagði Freyr. Hann upplýsti einnig að mengaða moltan hefði verið um fimmtungur af þeirri moltu sem dreift var í Krýsuvík og hefði verið dreift á tvö svæði.  

Hreinsunarstarf hafiðTerra brást í gærkvöldi við, eftir að blaðamaður ræddi við Frey Eyjólfsson, og fóru á svæðið í Krýsuvík í vettvangsskoðun. Þá kom í ljós mikið plast í moltunni sem dreift var á svæðinu og hófst fyrirtækið handa við að fjarlægja hana.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár