Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Enn fullt af plasti þrátt fyrir fullyrðingar um hreinsun - Terra bregst við og fjarlægir moltuna

Enn er mik­ið plast að finna á svæði sem Terra dreifði plast­meng­aðri moltu á í Krýsu­vík þrátt fyr­ir að starfs­menn Terra hafi full­yrt að bú­ið sé að hreinsa það. Mik­ið af plasti fannst grunnt of­an í jörð­inni, í um­ræddri moltu. Terra ákvað í gær­kvöldi, eft­ir ábend­ing­ar Stund­ar­inn­ar, að hreinsa alla molt­una burt.

Mikil plastmengun Mikið plast var enn í jörð í Krýsuvík þegar blaðamaður Stundarinnar fór þangað í vettvangsferð, þrátt fyrir að Terra hafi fullyrt að svæðið hafi verið hreinsað. Terra hefur nú hafist handa við að fjarlægja alla plastmenguðu moltuna af svæðinu.

Sorphirðu- og endurvinnslufyrirtækið Terra, sem dreifði plastmengaðri moltu á svæði við Krýsuvík í sumar, hefur sagt að það hafi brugðist við ábendingum þess efnis að plast væri á svæðinu og hafi sent mannskap til að hreinsa það upp. Athuganir Stundarinnar sýna þó að verulegt magn smárra plastagna eru enn á umræddu svæði og þegar grafið er grunnt ofan í moltuna má finna mikið magn af plasti þar, stóru sem smáu.

Þá fann blaðamaður Stundarinnar sem fór á svæðið í gær einnig leyfar af blámáluðum trébrettum, sem höfðu verið tætt niður og notuð í stoðefni við gerð moltunnar. Mjög óæskilegt er að málað timbur sé notað í moltugerð þar eð málningin getur innihaldið ýmis efni sem ekki ættu að berast út í náttúruna.

„Þetta var hálfur plastpoki sem við týndum“

Terra, sem var útnefnt umhverfisfyrirtæki ársins af Samtökum atvinnulífsins nú rétt á dögunum, dreifði 1.500 rúmmetrum af moltu á um 50 hektara svæði í Krýsuvík, í samvinnu við Landgræðsluna og með stuðningi umhverfisráðuneytisins. Ætlunin var að græða upp gróðursnautt land með moltunni sem gerð er úr lífrænum úrgangi. Moltan var hins vegar menguð af plasti og sagði Arngrímur Sverrisson, rekstrarstjóri Terra, í samtali við Stundina fyrir helgi að ástæðan hefði verið þekkingarleysi. Hann harmaði mistökin mjög.  

Segjast hafa farið vandlega yfir svæðið

Freyr Eyjólfsson, upplýsingafulltrúi Terra, hefur lýst því að fyrirtækið hafi brugðist við ábendingum um mengunina með því að fara á svæðið og hreinsa það. „Ég fór sjálfur á svæðið, við vorum þar í tvo daga og fórum vel og vandlega yfir svæðið eftir að hafa fengið ábendingu um þetta á Facebook fyrir um tveimur vikum. Við vorum þarna sjö manns, og afraksturinn var nú ekki meiri en svo að þetta var hálfur plastpoki sem við týndum, sem eru nú ekki gríðarleg afköst í plokki. En það var fínt að þessi ábending kom og við bara hreinsuðum svæðið,“ segir Freyr í samtali við Stundina.

Þannig að svæðið er núna hreint?

„Við höfum farið mjög vandlega yfir þetta og reynt að hreinsa allt upp.“

Við sendum blaðamann á svæðið og sá var ekki sammála því að búið væri að hreinsa það. Hann stakk til að mynda niður skóflu og upp með moltunni kom hreinlega alls konar plast, misstórt. Það virðist því vera að þó þið hafið hreinsað það sem var á yfirborði jarðar þá sé ljóst að jörðin undir sé verulega plastmenguð.

Mikið plastruslEins og sjá má er enn mikið plastrusl í moltunni í Krýsuvík.

„Við erum búin að útskýra að þetta er ekki öll moltan, þetta er lítill hluti moltunnar á afmörkuðu svæði og það urðu mistök. Það er klárlega frétt og allt í lagi hjá þér að upplýsa um það og það er klárlega frétt að umhverfisfyrirtæki ársins sé í moltuverkefni og samstarfi með Landgræðslunni og það hafi farið einhver hluti moltunnar á þetta svæði plastmengað. Við höfum gengist við því og beðist afsökunar á því, við höfum reynt að fara þarna á svæðið og skoða og hreinsa þetta upp og við töldum að málinu væri lokið með því. Þetta er rannsóknar og tilraunaverkefni og við fórum þarna upp eftir með nokkrar tegundir af moltu því þetta er vísindaverkefni. Einn hluti moltunnar er grófsigtaður og við setjum meira trjákurl í hana og við treystum bara á að þetta væri gott og þar fór í gegn, því miður plast. Það er bara fínt að upplýsa um það, við erum ekkert yfir gagnrýni hafin og þó við séum eitthvað umhverfisfyrirtæki ársins þá erum við ekkert fullkomin.“

Þess ber að geta að það sem Freyr segir hér að framan er ekki í samræmi við það sem mátti skilja á Arngrími Sverrissyni, rekstrarstjóra Terra, þegar Stundin ræddi við hann fyrir helgi. Arngrímur talaði aldrei í því viðtali um að um lítinn hluta moltunnar hefði verið að ræða. Þá sagði hann að ástæðan fyrir því að svona fór hefði verið að net sem Terra notar til að sía moltuna, og grípa þar með aðskotaefni eins og plast, hefðu verið með of stóra möskvastærð og minnka þyrfti þá möskva.

Málað timbur notað sem stoðefni

Spurður um hversu lítinn hluta moltunnar væri þá að ræða svaraði Freyr:

„Ég er ekki með nákvæmar tölur en ég get alveg sagt það að þetta nær ekkert yfir allt svæðið.“

Vitið þið þá hvar henni var dreift, þessum ákveðna hluta?

„Já, við vitum nákvæmlega hvar henni var dreift og fórum þangað.“

Er þá ekki ástæða til þess að fjarlægja þá moltu, í ljósi þess að það virðist vera plast um allt í moltunni?

„Við erum búin að fara þarna tvisvar eða eða þrisvar og hreinsuðum eins og við gátum. Mér þykir mjög leitt að heyra að þú hafir fundið eitthvað meira með því að grafa þarna niður.“

Blaðamaður Stundarinnar sem fór á staðinn í gær fann þar leifar af niðurtættum vörubrettum, máluðum með bláu. Slík vörubretti ætti alls ekki að nota til moltuframleiðslu þar eð í málningunni geta verið ýmis þau efni sem óæskilegt er að komist út í náttúruna. Spurður hvort þar hafi líka verið um mistök að ræða svaraði Freyr:

 „Þetta er gömul molta þar sem þetta var gert, en núna og síðastliðin ár höfum við eingöngu notað garðaúrgang og tré sem stoðefni. Þetta er akkúrat þessi litli hluti moltunnar sem ég er að tala um.“

Geturðu þá ekki sagt mér hversu mikill hluti þessara 1.500 rúmmetra af moltu sem þarna var dreift er þessi litli hluti moltunnar sem var mengaður, ýmist af bláum brettum eða plasti?

„Ég get ekki skotið á töluna núna en þetta er lítill hluti moltunnar, á afmörkuðu svæði.“

Hyggist þið bregðast á einhvern hátt við því að í jarðveginum hafi fundist töluvert magn plasts?

„Tókuð þið margar prufur, mörg sýni? Það er mjög erfitt að svara þessu.“

En tókuð þið sjálfir sýni og prufur úr jarðveginum?

„Ég get bara ekki alveg svarað þessu. Ég verð bara að sjá þetta og skoða þetta til að geta brugðist við þessu.“

En aftur, ættuð þið ekki að fjarlægja þessa plastmenguðu moltu af svæðinu?

„Ef þið hafið fundið meira plast þá þætti mér vænt um að þið mynduð vísa mér á staðinn og við bara bregðumst við því og hreinsum það upp.“

Ég verð að fá að ítreka þetta, er ekki ljóst að moltan sjálf, jarðefnið, er allt plastmengað og þarf ekki að fjarlægja hana fyrir vikið, þennan hluta?“

„Hún er ekkert öll plastmenguð.“

Nú, en vorum við ekki að ræða að svo væri áðan?

„Ef það er einhver hluti þarna sem er enn óhreinn þá þarf að fara og hreinsa það betur og við munum sannarlega gera það. Það þarf ekkert að fjarlægja moltuna, við förum bara og hreinsum svæðið eins vel og við getum. Það er ekkert mál að fara þarna og plokka og tína þetta, það er það sem við gerðum.“

Er ekki augljóst að það er alls konar plast í moltunni sjálfri? Þarf þá ekki að fjarlægja hana?

„Það er mjög erfitt að fjarlægja alla moltuna, við getum alveg farið þarna upp eftir og hreinsað til eins og við höfum verið að gera.“

Já, en vandinn er sá að ef tilfellið er að það komi alltaf upp plast ef maður stingur niður skóflu þá er plastið þarna ofan í jörðinni með tilheyrandi mengun af, ekki satt?

„Þá er það bara vísbending um að við þurfum að fara þarna upp eftir og hreinsa betur og fara með hrífur og við gerum það þá bara. Takk fyrir ábendinguna.“

Segir lærdómsríkt að gera mistök

Freyr segir að hjá Terra þyki fólki mjög vænt um verkefnið og það sé mikilvægt. „Okkur þykir mjög vænt um þetta tilrauna og rannsóknarverkefni með Landgræðslunni. Þetta er mikilvægt verkefni til að fara að nota moltu og lífrænan áburð til landgræðslu og skógræktar. Við viljum að það takist, það hefur ákveðið fordæmisgildi þannig að við munum gera allt til að hreinsa upp svæðið.

„Stundum er það nú bara lærdómsríkt í rannsóknum og tilraunum að gera mistök, er það ekki?“

Þetta hefur aldrei áður komið fyrir hjá okkur, í þrjátíu ára sögu moltuframleiðslunnar. Við höfum sett moltu í önnur landgræðsluverkefni, það er búið kaupa af okkur moltu, við höfum verið að gefam moltu til skógræktenda og aldrei áður hefur komið svona kvörtun.“

Finnst ykkur það þá bera ykkur gott vitni að það hafi komið upp í þessu mikilvæga verkefni?

„Það er mjög miður að þetta hafi gerst og við förum ekkert í grafgötur með það. Við gerðum mistök, þetta er rannsóknar og tilraunaverkefni og þarna fór ákveðinn hluti út sem ekki átti að fara út. Ákveðinn fasi í tilrauninni mistókst skulum við segja, eða það voru gerð mistök í ákveðnum hluta rannsóknarinnar, og stundum er það nú bara lærdómsríkt í rannsóknum og tilraunum að gera mistök, er það ekki? Þá vitum við hvað við getum gert betur.“

Fundu plast og ætla að fjarlægja moltuna

Freyr Eyjólfsson hafði aftur samband við blaðamann eftir fyrra samtal og upplýsti að hann hefði farið að nýju í vettvangsferð í Krýsuvík. Í þeirri vettvangsferð hefði komið í ljós að skoðun blaðamanns Stundarinnar kom heim og saman, mikið plast væri enn í moltunni sem Terra dreifði í Krýsuvík. Það væri mjög miður og því hefði verið brugðist við og Terra hafið frekari og umfangsmeiri hreinsun.

„Terra hefur þegar hafist handa viđ ađ hreinsa þessa moltu burt af þessum svæđum

„Terra hefur þegar hafist handa viđ ađ hreinsa þessa moltu burt af þessum svæđum. Yfirborđshreinsun er búin ađ vera í gangi og mun halda áfram. Þetta verður mikil vinna og við verðum í þessu næstu daga. Við ætlum að hreinsa þetta upp og flytja þetta burtu. Við viðurkennum að við gerðum þarna mistök og ætlum bara að bæta fyrir það. Terra mun taka þetta svæđi í fóstur og fara reglulega yfir svæđiđ í allan vetur og næsta vor og tryggja þađ allt komist í gott ástand,“ sagði Freyr. Hann upplýsti einnig að mengaða moltan hefði verið um fimmtungur af þeirri moltu sem dreift var í Krýsuvík og hefði verið dreift á tvö svæði.  

Hreinsunarstarf hafiðTerra brást í gærkvöldi við, eftir að blaðamaður ræddi við Frey Eyjólfsson, og fóru á svæðið í Krýsuvík í vettvangsskoðun. Þá kom í ljós mikið plast í moltunni sem dreift var á svæðinu og hófst fyrirtækið handa við að fjarlægja hana.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár