Slík tilvik hafa komið upp í nokkrum löndum en þetta er í fyrsta sinn sem nákvæm greining fer fram á ástæðunum sem liggja að baki. Þeir birtu niðurstöður sínar í BMJ, British Medical Journal, sem er eitt elsta og virtasta vísindarit heims á sviði læknavísinda.
Þar segir meðal annars að mjög auðvelt sé fyrir bæði lækna og sjúklinga að yfirsjást að heyrnartap hafi átt sér stað á gjörgæslu þar sem margt annað hafi forgang og það taki tíma fyrir fólk að átta sig á að heyrnin snúi ekki aftur með sama hætti og eftir hefðbundna flensu. Fyrsti breski sjúklingurinn, sem missti heyrn að hluta vegna COVID-19, var skoðaður af höfundum rannsóknarinnar og tókst þeim að útiloka allar aðrar mögulegar ástæður en veiruna.
Maðurinn er 45 ára gamall og með undirliggjandi astma. Hann var settur í öndunarvél á gjörgæsludeild eftir að hann veiktist alvarlega af COVID-19 og var meðal annars gefið …
Athugasemdir