Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Dæmi um að lífeyrisþegar hafi orðið af réttindum sínum

Rík­is­end­ur­skoð­un tel­ur að bæta þurfi máls­með­ferð Trygg­inga­stofn­un­ar rík­is­ins. Upp­lýs­inga­gjöf til líf­eyr­is­þega skort­ir og þorri þeirra fær van- eða of­greidd­ar greiðsl­ur sem síð­ar eru end­ur­reikn­að­ar. Stofn­un­in hef­ur þeg­ið 10 millj­ón­ir ár­lega fyr­ir að reka stöðu sem er ekki til.

Dæmi um að lífeyrisþegar hafi orðið af réttindum sínum
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi Ríkisendurskoðun bendir á brotalamir í starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins. Mynd: MBL / Eggert Jóhannesson

Dæmi eru um brotalamir í framkvæmd mála hjá Tryggingastofnun ríkisins (TR) og hafa viðskiptavinir fyrir vikið orðið af réttindum sínum. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar sem unnin var að beiðni Alþingis. Þá hefur TR fengið fjörutíu milljónir síðastliðin fjögur ár til að fjármagna stöðu umboðsmanns lífeyrisþega, stöðu sem enn hefur ekki verið sett á laggirnar.

Ríkisendurskoðun telur að bæta þurfi málsmeðferð við töku ákvarðana hjá TR og auka hlutfall viðskiptavina sem fá réttar greiðslur. Stofnunin gagnrýnir einnig að lagaumgjörð almannatrygginga sé flókin og ógagnsæ. Vinna hefur staðið yfir við heildarendurskoðun laganna frá árinu 2005. „Skýr löggjöf dregur úr hættu á mistökum við útreikning og afgreiðslu lífeyrisréttinda og bóta og er því til mikils að vinna, bæði fyrir ríkissjóð og lífeyrisþega, að heildarendurskoðun ljúki sem fyrst,“ segir í úttektinni.

Ríkisendurskoðun telur að Tryggingastofnun þurfi að sinna betur leiðbeiningarskyldusinni og efla upplýsingagjöf til viðskiptavina. Að sögn Öryrkjabandalagsins sé vantraust og óánægja hjá öryrkjum með TR. „Algengt er að kvartað sé yfir því að bréf stofnunarinnar séu illskiljanleg og ógagnsæ og að forsendur útreiknings og afgreiðslu mála séu óljósar. Þá þarf að bæta þjónustu við viðskiptavini sem ekki eru íslenskumælandi en stöðluð bréf stofnunarinnar hafa ekki verið þýdd á helstu tungumál notenda þjónustunnar,“ segir í úttektinni.

Um 90 prósent fá rangar greiðslur

Þá hafi þrátt fyrir áherslu á gæðaumbótastarf verið dæmi um brotalamir hjá stofnuninni. „Dæmi eru um að viðskiptavinir hafi fyrir vikið orðið af réttindum sínum, um lengri eða skemmri tíma,“ segir í úttektinni. „Slíkt er alvarlegt og getur haft mikil áhrif á fjárhag viðkomandi auk þess að grafa undan trausti til stofnunarinnar. Umboðsmaður Alþingis hefur í álitum sínum bent á að rannsóknarskylda hafi ekki verið uppfyllt og að stofnunin hafi ekki aflað allra nauðsynlegra gagna við afgreiðslu tiltekinna mála.“

„[...] mikill meirihluti lífeyrisþega fékk ýmist of- eða vangreiddar greiðslur“

Þá bendir stofnunin á að einungis 9,4 til 13 prósent lífeyrisþega hafi fengið réttar greiðslur á tímabilinu 2016 til 2019. „Útreikningur greiðslna frá Tryggingastofnun byggir á tekjuáætlunum sem stofnunin leggur drög að og eru síðan staðfestar af hverjum viðskiptavini. Þegar upplýsingar um rauntekjur liggja fyrir endurreiknar Tryggingastofnun fjárhæðir bóta og leiðréttir greiðslur eftir atvikum. Á tímabilinu 2016–19 leiddi endurreikningurinn í ljós að mikill meirihluti lífeyrisþega fékk ýmist of- eða vangreiddar greiðslur vegna mismunar á tekjuáætlun og rauntekjum.“

Loks er gagnrýnt að fjárveitingar TR hafi ekki verið nýttar í samræmi við tilgang þeirra. „Tryggingastofnun ríkisins hefur frá árinu 2017 fengið árlega 10 m.kr. fjárveitingu til að koma á fót stöðu umboðsmanns lífeyrisþega. Þau áform hafa ekki gengið eftir. Ríkisendurskoðun tekur ekki afstöðu til þess hvort koma eigi á slíkri stöðu en bendir á mikilvægi þess að fjárveitingar séu nýttar til þess sem þeim var ætlað.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár